Ásmundur Hálfdán valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukappi frá Reyðarfirði, var valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna sem fram fóru um helgina.
Ásmundur Hálfdán Ásmundsson, glímukappi frá Reyðarfirði, var valinn glímumaður Reykjavíkurleikanna sem fram fóru um helgina.
Höttur tekur á móti ÍR í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld í leik sem skiptir miklu máli fyrir Hattarliðið ef það ætlar að forða sér frá falli. Fyrirliðinn segir sigur í síðustu viku hafa byggt upp sjálfstraust í liðinu.
Ana Vidal, þjálfari karlaliðs Þróttar í blaki segir að gott úthald hafi reynst liðinu dýrmætt þegar það sótti fjögur stig af sex möguleikum í tveimur leikjum á heimavelli gegn Stjörnunni um helgina. Lokatölur fjórðu hrinu fyrri leiksins urðu 37-35 sem er fáséð í blakleikjum.
Elísabet Eir Hjálmarsdóttir og Halldóra Birta Sigfúsdóttir voru á dögunum valdar í úrtakshóp U16 landliðsins í knattspyrnu. Æfingar fara fram á höfuðborgarsvæðinu helgina 4.-6. mars og verða undir stjórn Úlfars Hinrikssonar þjálfara liðsins.
Borðtennissamband Íslands, í samstarfi við félagsmiðstöðina Nýung á Héraði og UÍA, stendur fyrir borðtennisnámskeiði á Egilsstöðum um helgina.
Höttur á enn möguleika á að bjarga sér frá falli úr úrvalsdeild karla í körfuknattleik eftir 93-70 sigur á ÍR á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfarinn segir trú til staðar hjá liðinu á að það geti unnið fleiri leiki til að bjarga sér.
Páskaeggjamót UÍA og Fjarðasports í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttahúsinu í Neskaupstað laugardaginn 6. mars næstkomandi.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, kvaðst sáttur við framfarir í sínu liði þrátt fyrir 81-84 ósigur gegn Tindastóli í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gær. Gestirnir skoruðu sigurkörfuna þegar tvær sekúndur voru eftir.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.