Karlalið Þróttar í blaki átti litla möguleika gegn toppliði Hamars þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni á föstudagskvöld. Daginn áður tapaði Höttur með minnsta mun í úrvalsdeild karla í körfuknattleik.
Höttur tapaði fyrir Keflavík 112-98 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gær. Hattarliðið fór vel af stað en Keflavíkurliðið tók yfir leikinn í seinni hálfleik.
Kvennalið Þróttar í blaki tapaði tveimur leikjum gegn Aftureldingu um helgina, þeim fyrri í bikar og þeim seinni í deild. Þróttarliðið átti ágæta spilkafla inn á milli.
Héraðsmennirnir Ásgeir Máni Ragnarsson og Bjartur Blær Hjaltason urðu í október Evrópumeistarar í hópfimleikum í unglingaflokki með blönduðum liðum. Þeir segjast hafa farið með hóflegar væntingar í langferð þar sem keppnin var haldin í Bakú í Aserbaídsjan.
Ásgeir Máni Ragnarsson, Evrópumeistari í hópfimleikum, var útnefndur íþróttamaður Hattar á þrettándagleði félagsins í vikunni. Þrír aðrir íþróttamenn fengu viðurkenningar og tveir sjálfboðaliðar voru verðlaunaðir fyrir störf sín.
Lið Hattar sýndi fínan leik, þó á öðrum forsendum en fyrir viku, en tapaði samt fyrir Njarðvík 110-101 fyrir Njarðvík í gærkvöldi. Úrslit annarra leikja gerðu stöðu liðsins í fallbaráttunni viðkvæmari.
Kvennalið Þróttar Neskaupstað vann sinn þriðja leik í úrvalsdeild kvenna í vetur þegar liðið lagði Þrótt Reykjavík 1-3 á útivelli. Karlaliðið spilaði líka við Þrótti í höfuðborginni en tapaði með sama mun.
Körfuknattleikslið Hattar fór illa að ráði sínu þegar það tapaði 86-89 fyrir botnliði Hauka í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á föstudagskvöld. Úrslitin þýða að Höttur er fyrir alvöru kominn í fallbaráttu við upphaf seinni helmings deildarinnar.