Körfubolti: Höttur ekki í vandræðum með botnlið Hamars

Höttur vann í gærkvöldi nokkuð þægilegan 93-80 sigur á botnliði Hamars úr Hveragerði í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Hamarsliðið hefur ekki unnið leik á leiktíðinni en Höttur er í mikilli baráttu um að komast í úrslitakeppnina í fyrsta sinn í sögu félagsins.

Lesa meira

Körfubolti: Naumt tap í fyrsta leik ársins

Hattarmenn máttu þola tap í fyrsta leik ársins í Subway-deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Höttur tók þá á móti Grindavík og eftir mikla baráttu undir lok leiksins máttu heimamenn sætta sig við sjö stiga tap, 71-78. Höttur situr í 8. sæti deildarinnar, síðasta sætinu sem gefur sæti í úrslitakeppninni, með 12 stig.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur kominn upp í úrslitakeppnissæti

Hattarmenn unnu í gær góðan útisigur á liði Þórs í Þorlákshöfn í Subway-deild karla í körfubolta. Í leikslok munaði þremur stigum á liðunum, 89-92 urðu lokatölur. Með sigrinum komst liðið upp í úrslitakeppnissæti.

Lesa meira

Blak: Þróttur hafði ekki við KA

Lið Þróttar í úrvalsdeild kvenna í blaki tapaði 0-3 fyrir KA í gærkvöldi á heimavelli í síðasta leik sínum í deildinni á þessu ári.

Lesa meira

Gat ekki réttlætt að horfa á handboltann í brakandi þurrki

 Óhætt er að segja að fátt sameini Íslendinga meira en þegar íslensk landslið taka þátt í stórmótum í handbolta. Leikir karlalandsliðsins í handbolta hafa verið vinsælasta sjónvarpsefnið á Íslandi í fimm ár í röð. Þannig sýna tölur að meira en helmingur þjóðarinnar horfði á leik Íslands og Ungverjalands á heimsmeistaramóti karla í Svíþjóð í byrjun janúar á síðasta ári. Og nú er enn að hefjast stórmót þar sem Ísland er meðal þátttakenda. 

Lesa meira

Blak: Þróttur vann eina hrinu gegn Hamri

Eftir tvo sigurleiki í röð tapaði karlalið Þróttar í blaki 1-3 fyrir Hamri þegar liðin mættust í úrvalsdeildinni í Neskaupstað á laugardag. Liðið á í hörkubaráttu við HK og KA um fjórða sætið og þar með spilarétt í efri hluta deildarinnar á nýju ári.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.