
Blak: Tap á móti HK
Þróttur Fjarðabyggð mætti liði HK í gær í úrvalsdeild karla í blaki. Leikurinn fór fram á Digranesi og var mjög jafn þar sem liðin skiptust á stigum nær allan leikinn. Leikurinn endaði með 3-1 sigri HK.
Þróttur Fjarðabyggð mætti liði HK í gær í úrvalsdeild karla í blaki. Leikurinn fór fram á Digranesi og var mjög jafn þar sem liðin skiptust á stigum nær allan leikinn. Leikurinn endaði með 3-1 sigri HK.
Bæði karla- og kvennalið Þróttar Fjarðabyggðar keppa í 8-liða úrslitum Kjörísbikarsins um helgina. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar mætir liði KA á útivelli. Kvennaliðið mætir Blakfélagi Hafnarfjarðar, liði úr neðri deild, einnig á útivelli.
Tveir bikarleikir í blaki fóru fram um helgina þar sem lið Þróttar Fjarðabyggðar kepptu um sæti í undanúrslitum Kjörísbikarsins. Karlalið Þróttar keppti við KA og tapaði 3-1 og fer því ekki lengra í bikarkeppninni þetta árið. Kvennaliðið mætti liði Blakfélags Hafnarfjarðar, liði úr 2. deild, sem komst áfram í bikarnum. Þróttur vann öruggan sigur 0-3 og eru komnar áfram í undanúrslit bikarkeppninnar. Undanúrslitin og úrslitin fara fram á bikarhelgi Kjörísbikarsins 9.-12. Mars í Digranesi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.