Knattspyrna: FHL dróst á móti FH

Lið FHL úr næst efstu deild kvenna í knattspyrnu dróst á móti efstu deildarliði FH í 16 liða liða úrslitum bikarkeppninnar. FHL komst þangað með að vinna Einherja frá Vopnafirði í leik á Akureyri. Íslandsmótið byrjar svo hjá FHL um helgina.

Lesa meira

Spila körfubolta sleitulaust í átta tíma

Drengir í 10. flokki Hattar standa í kvöld fyrir körfuboltamaraþoni þar sem þeir spila stanslaust í átta tíma. Það er haldið til að safna fyrir æfingaferð til Spánar í júní.

Lesa meira

Áforma 18 holu frisbígolfvöll í Selskógi

Ungir menn úr Ungmennafélaginu Þristi undirbúa uppsetningu keppnisvallar í fullri stærð, með 18 holum, fyrir frisbígolf í Selskógi. Þeir segja birkiskóginn geta verið erfiðan viðfangs en um leið gera völlinn einstakan.

Lesa meira

Knattspyrna: FHL sótti stig á Selfoss

Lið FHL í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu náði jafntefli gegn Selfossi í gær í fyrstu umferð Íslandsmótsins. KFA vann Þrótt Vogum í fyrstu umferð annarrar deildar karla meðan Höttur/Huginn tapaði illa fyrir Haukum.

Lesa meira

Körfubolti: Úrslitakeppni Hattar lauk í framlengingu gegn Val - Myndir

Leiktíðinni er lokið hjá körfuknattleiksliði Hattar eftir tap gegn Val í fjórða leik liðanna í átta liða úrslitum Íslandsmóts karla. Valur vann 97-102 eftir framlengdan leik. Valsliðið var yfir allan tímann en Höttur jafnaði í lok venjulegs leiktíma og knúði fram framlengingu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.