Leiknir og Fjarðabyggð í viðræður um sameiningu

Stjórnir Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar og knattspyrnudeildar Leiknis Fáskrúðsfirði auk yngri flokka Fjarðabyggðar hafa ákveðið að hefja viðræður um að senda sameiginlegt lið til þátttöku í Íslandsmótinu í knattspyrnu á næsta ári. Leiknir hefur sagt upp samningi við þjálfara meistaraflokks vegna þessa.

Lesa meira

Múlaþing verðlaunar Hött með milljón króna styrk

Byggðaráðs Múlaþings samþykkti á fundi sínum í gær að verðlauna Hött rekstrarfélag með milljón króna styrk vegna þess hve vel gekk í knattspyrnunni í sumar. Styrkurinn er eyrnamerktur meistaraflokki Hattar/Hugins í karlaflokki og meistaraflokki Fjarðabyggð/Hetti/Leikni F. í kvennaflokki.

Lesa meira

Körfubolti: Stórsigur í fyrsta leik

Höttur vann stórsigur á Hrunamönnum, 120-63, í fyrsta leik sínum í vetur í fyrstu deild karla í körfuknattleik. Liðin mættust á Egilsstöðum á laugardagskvöld.

Lesa meira

Knattspyrna: Einherji fallinn

Einherji féll í dag úr þriðju deild karla í knattspyrnu á markahlutfalli eftir jafntefli á heimavelli gegn Víði úr Garði.

Lesa meira

Þróttur Fjarðabyggð fer vel af stað

Uppskeran var góð hjá Þrótti Fjarðabyggð í blakinu síðastliðna helgi en karlaliðið sigraði Fylki og kvennaliðið lék tvo leiki gegn Þrótti Reykjavík og vann báða. Allir leikirnir fóru fram á heimavelli Þróttar.

Lesa meira

Brynjar Árna: Töluðum ekki hátt í vor utan hópsins um að stefnan væri upp

Brynjar Árnason, þjálfari Hattar/Hugins sem í dag fagnaði sigri í þriðju deild karla í knattspyrnu, segir að léttir hafi verið að þurfa ekki að treysta á sigur í síðasta leik til að ná markmiðinu um að komast upp um deild. Liðið hefði þó spilað vel og verið óheppið að enda ekki með sigri.

Lesa meira

Sex spænskir leikmenn hjá Þrótti Fjarðabyggð í vetur

Þróttur Fjarðabyggð hafa fengið liðstyrk fyrir veturinn bæði meistaraflokkur kvenna og karla. Jamie Monterroso Vargas og José Federico Martin (Fede) hafa samið við karlaliðið og Alba Hernandez Arades og Paula Miguel de Blas við kvennaliðið en öll eru þau spænsk. Þá halda Maria Jimenez Gallego og Miguel Angel Ramos áfram að spila með liðinu en þau voru einnig á síðasta tímabili.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.