


Birna Jóna og Hafdís Anna með verðlaun á MÍ í frjálsíþróttum
Birna Jóna Sverrisdóttir og Hafdís Anna Svansdóttir, keppendur UÍA á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum 15-22 ára, komu báðar heim með verðlaun af mótinu. Það var haldið í Kópavogi fyrr í mánuðinum.
Sex frá Hetti í landsliðsúrvali í fimleikum
Sex iðkendur frá Hetti voru í síðasta mánuði kallaðir til æfinga með íslensku landsliðunum í hópfimleikum. Æfingarnar eru liður í undirbúningi Íslands fyrir þátttöku í Evrópumótinu í hópfimleikum á næsta ári.
Gervigrasið af Fellavelli gefið
Gervigrasið, sem í áraraðir hefur verið á Fellavelli, verður eftir helgi fjarlægt af vellinum. Fólki býðst að fá grasbúta frítt gegn því að sækja þær. Mikill áhugi er þegar á að komast í gervigrasið sem þykir til ýmissa hluta nytsamlegt.
Knattspyrna: Átta mörk hjá FHL og Gróttu
Knattspyrnufélag Austfjarða er eftir leiki helgarinnar eitt örfárra liða í Íslandsmótinu í knattspyrnu sem ekki hefur enn tapað leik. Átta mörk voru skoruð þegar FHL vann Gróttu í Lengjudeild kvenna í gær.
Úr knattspyrnu í pílukast
Vopnfirðingurinn Dilyan Kolev tryggði sér nýverið keppnisrétt í íslensku úrvalsdeildinni í pílukasti næsta haust. Frami Kolevs í pílunni hefur verið skjótur en hann byrjaði að stunda íþróttina í Covid-faraldrinum. Hann segir góðan grunn úr íþróttum nýtast í pílunni en hann hefur spilað fótbolta með Einherja frá 2015.
Seinkuðu félagsmótinu vegna hita
Seinka þurfti upphafi félags- og úrtökumóts Hestamannafélagsins Freyfaxa um þjóðhátíðarhelgina vegna hita. Undirbúningur félagssvæðisins að Stekkhólma er nú á lokametrunum en Fjórðungsmót hestafólks hefst þar eftir slétta viku.
Knattspyrna: Vice Kendes afgreiddi Víking Ólafsvík
Knattspyrnufélag Austfjarða heldur áfram í toppbaráttu annarrar deildar karla í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Víkingi Ólafsvík á heimavelli um helgina. Línur eru teknar að skýrast í deildinni eftir tvær umferðir í nýliðinni viku.