


Viktor þrefaldur Íslandsmeistari
Tveir keppendur frá UÍA mættu til leiks á Unglingameistaramót Íslands í frjálsum íþróttum sem fram fór í Hafnarfirði á dögunum. Alls uppskáru þeir fimm verðlaun.
Gat valið á milli Seyðisfjarðar og Flórída
Margir Austfirðingar kannast við Ljubisa Radovanovic, eða bara Ljuba, sem þjálfað hefur yngri flokka Hattar í knattspyrnu undanfarin ár og spilaði þar áður og þjálfaði hjá Huginn Seyðisfirði. Ljuba er fæddur í Serbíu en kom fyrst til landsins til að spila árið 2000. Hann segir það hafa verið mikil viðbrigði að koma inn í íslenska boltann sem þá hafi snúist mest um að sparka langt, hlaupa og berjast.
Sundlaugin í Selárdal er orðin sjötug
Nú eru liðin 70 ár síðan að sundlaugin í Seldárdal í Vopnafirði var formlega vígð og tekin í notkun. Það var ungmennafélagið Einherji sem stóð að byggingu sundlaugarinnar á sínum tíma.
Fimmtán ára skoraði tvö á Vilhjálmsvelli
Lið Hattar/Hugins hefur farið fremur illa af stað í upphafi móts og sat fyrir helgina á botni 3. deildar karla í knattspyrnu. Liðið náði sér hins vegar í mikilvæg stig þegar liðið hafði 3-1 sigur á Álftnesingum á sunnudag. Þorlákur Breki Þ. Baxter fór fyrir heimamönnum og skoraði tvö mörk, en hann er aðeins 15 ára gamall.
Tveir Íslandsmeistaratitlar og mótsmet
Sjö keppendur frá UÍA tóku þátt í Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór á Sauðárkróki fyrir rúmri viku. Héraðsbúinn Björg Gunnlaugsdóttir varð tvöfaldur Íslandsmeistari og setti mótsmet.
Sextíu ár frá Íslandsmeti Vilhjálms
Sextíu ár eru í dag liðin frá því að Austfirðingurinn Vilhjálmur Einarsson setti Íslandsmet í þrístökki, 16,70 metra, á Meistaramóti Íslands í frjálsum íþróttum sem haldið var á Laugardalsvelli í Reykjavík. Metið stendur enn.