Tinna Rut í raðir Lindesberg

Tinna Rut Þórarinsdóttir, tvítug blakkona úr Þrótti Neskaupstað, skrifaði í síðustu viku undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Lindesberg og mun leika með því næsta vetur.

Lesa meira

Þróttur Nes skrefi nær íslandsmeistaratitli

Um helgina fóru fram leikir í Mizunodeildum karla og kvenna í blaki. Þróttur Neskaupstað tók á móti liði Álftaness. Karlalið Þróttar sigraði báða sína leiki en hjá konunum unnu liðin sitt hvorn leikinn. 

Lesa meira

Körfubolti: Öruggur sigur á nágrönnunum frá Hornafirði

Höttur vann Sindra frá Höfn 107-63 þegar liðin mættust í fyrstu deild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum á föstudagskvöld. Stærstu tíðindi kvöldsins voru þau að Hreinn Gunnar Birgisson, fyrrum fyrirliði, hefur dregið fram skóna á ný.

Lesa meira

Þróttur deildarmeistari í fyrsta skipti og þjálfarinn fastur á Spáni

Þróttur Neskaupstað er deildarmeistari karl í blaki í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þeir voru í góðri stöðu í efsta sæti deildarinnar og áttu einn leik eftir til að tryggja sér titilinn. Vegna samkomubannsins var Mizuno deildum karla og kvenna frestað og því deildarmeistaratitill Þróttar í höfn.

Lesa meira

Nestaksmótið í pílukasti það fyrsta af mörgum

Nestaksmótið í Pílukasti fór fram á dögunum og er þetta fyrsta mótið haldið af Pílukastfélagi Fjarðabyggðar sem stofnað var í fyrra. Ellefu manns tóku þátt og sigurvegari mótsins var Sævar Steinn Friðriksson.

Lesa meira

Körfubolti: Hamar stöðvaði sigurgöngu Hattar - Myndir

Hamar úr Hveragerði, Breiðablik úr Kópavogi og Höttur eru öll í hnapp á toppi fyrstu deildar karla eftir að Hamar lagði Hött 70-75 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari Hattar segir leikinn í gær hafa verið vel spilaða viðureign tveggja öflugra liða.

Lesa meira

Körfuknattleikur: Höttur kominn upp í úrvalsdeild

Höttur mun spila í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á næstu leiktíð. Þetta er niðurstaðan Körfuknattleikssambands Íslands í kjölfar samkomubanns til að stemma stigu við útbreiðslu kórónaveirunnar. Þjálfari Hattar segir skrýtið að taka við titlinum við þessar aðstæður en liðið verðskuldi úrvalsdeildarsætið eftir þrotlausa vinnu.

Lesa meira

Körfubolti: Frábær varnarleikur lykillinn að sigri í toppslag - Myndir

Höttur og Hamar munu að líkindum leika úrslitaleik um hvort liðið spilar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á ári. Línurnar skýrðust þegar Höttur vann þriðja liðið í toppbaráttu fyrstu deildar 93-81 á Egilsstöðum í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir það hafa spilað frábæran varnarleik.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.