Þrír Austfirðingar taka þátt í Evrópumótinu í hópfimleikum sem hefst í Laugardalshöll í dag. Einn þeirra hefur dvalist í Reykjavík undanfarinn mánuð við æfingar. Móðir hans segir landsliðsverkefnin hafa reynt töluvert á fjölskylduna.
Karlalið Þróttar í blaki hóf vertíðina í úrvalsdeild með tveimur hörkuleikjum á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Kvennaliðið tapaði báðum leikjum sínum gegn Aftureldingu.
Ragnar Ingi Axelsson og María Rún Karlsdóttir úr Þrótti Neskaupstað spila um þessar mundir með íslenska U-19 ára landsliðinu á blaki sem fram fer í Danmörku.
Alls eru 193 keppendur skráðir til leiks á Íslandsmótinu í einliðaleik í boccia sem hófst á Seyðisfirði í morgun. Spilað verður í sjö deildum í kvöld og á morgun.
Brynjar Gestsson, þjálfari Fjarðabyggðar sem tók á laugardag á mót deildarmeistaratitlinum í annarri deild karla, segist hafa gert sér grein fyrir því á undirbúningstímabilinu að liði væri komið lengra en hann bjóst við. Stefnan var í kjölfarið sett upp og það tókst.
Átta af ellefu aðalmönnum í liði ársins í annarri deild karla og tveir af sjö varamönnum spiluðu með austfirskum liðum. Leikmaður ársins, sá efnilegasti og þjálfari sumarsins komu úr röðum Fjarðabyggðar.
Höttur tryggði sér í dag sigurinn í þriðju deild karla í knattspyrnu með 0-1 sigri á ÍH í Hafnarfirði. Leikurinn hafði mikla þýðingu fyrir bæði lið, Höttur gat tryggt sér sigurinn í deildinni með því að ná í þrjú stig og ÍH gátu með sigri mögulega komist upp fyrir Vopnfirðinga og bjargað með því sæti sínu deildinni.