Sigurður Donys Sigurðsson, fyrirliði knattspyrnuliðs Einherja, segir sérhvern leik sem liðið á eftir af Íslandsmótinu vera orðinn að úrslitaleik um hvort liðið haldi sæti sínu í þriðju deild. Liðið tapaði illa fyrir Leikni Fáskrúðsfirði á heimavelli í gærkvöldi.
Unglingalandsmót UMFÍ verður haldið á Fljótsdalshéraði árið 2017. Þetta var tilkynnt við setningu mótsins á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina. Ríflega 80 keppendur voru þar skráðir til leiks á vegum UÍA.
Fjarðabyggð tók á móti KR í 1. deild kvenna B-riðli á Norðfjarðarvelli í gærkvöldi kvöld í frábæru veðri, sól, logn og 15 stiga hita. KR var fyrir leikinn með átta stiga forystu í deildinni og gátu með sigri aukið forskot sitt í 11 stig sem og þær gerðu því þær unnu leikinn 1 – 4.
Þjálfari Leiknis Fáskrúðsfirði segir liðið vera búið að setja stefnuna á sigur í þriðju deild karla í knattspyrnu. Liðið hefur sex stiga forskot á Hött á toppi deildarinnar eftir 0-4 sigur á Einherja á Vopnafirði í gærkvöldi.
Leikur Hugins og Reynis Sandgerði fór fram á nokkuð undarlegum tíma, klukkan 17 á þriðjudegi. Ástæðan mun vera sú að Reynismenn þurftu að ná flugi suður, en sú flugferð hefur varla verið þægileg þar sem að þeir voru flengdir af heimamönnum.
Höttur vann mikilvægan sigur á Grundarfirði í þriðju deild karla í knattspyrnu á Egilsstöðum í kvöld. Liðin berjast um annað sæti deildarinnar sem gefur keppnisrétt í annarri deild næsta sumar.
Leiknir Fáskrúðsfirði færðist nær sæti í annarri deild karla í knattspyrnu með sanngjörnum 0-4 sigri á Einherja á Vopnafirði í gærkvöldi. Heimamenn eru hins vegar komnir í bullandi fallbaráttu.
Eggert Gunnþór Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, sigraði opna Brimbergsmótið í golfi sem fram fór á Seyðisfirði á laugardag. Um helgina var tilkynnt að samningi hans við portúgalska félagið Belenenses hefði verið rift.
Spyrnir, UMFB og Boltafélag Norðfjarðar eiga öll möguleika á sigri í bikarkeppni UÍA og Launafls. Tíunda og síðasta umferð keppninnar fer fram á morgun.