„Karate er ávanabindandi lífsstíll“

Þau Guðrún Óskarsdóttir og Einar Hagen verða með kynningu á sjálfsvarnaríþróttinni karate Félagsmiðstöðinni Atóm í Neskaupstað klukkan 17:00 í dag.

Lesa meira

Hattarmenn tömdu Njarðvíkurljónin - Myndir

Þó það séu ekki komnir páskar var það samt upprisa sem var á dagskránni þegar Höttur tók á móti Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í gær. Fyrir leikinn lágu Hattarmenn marflatir á botni deildarinnar eftir að hafa tapað öllum 11 leikjum sínum á tímabilinu á meðan að gestirnir frá Njarðvík sátu í 5. sæti með 14 stig.

Lesa meira

Leiknir fær ekki keppnisleyfi á Búðagrund

Leiknir spilar í Fjarðabyggðarhöllinni næsta sumar þar sem ekki fæst keppnisleyfi á heimavellinum á Fáskrúðsfirði. Liðið undirbýr sig nú fyrir komandi átök í fyrstu deildinni.

Lesa meira

Leik Hattar og Njarðvíkur frestað

Búið er að fresta leik Hattar og Njarðvíkur í úrvalsdeild karla í körfuknattleik um sólarhring. Leikurinn átti að fara fram klukkan 18:30 á Egilsstöðum í kvöld.

Lesa meira

Blak: Góð ferð austur hjá HK

Þróttur tapaði fyrir HK í síðasta leik liðanna í síðasta leik þeirra í úrvalsdeild kvenna í blaki 1-3 í Neskaupstað á laugardag. Þróttur er í þriðja sæti þegar hlé er gert á deildinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar