Höttur tekur á móti Snæfelli í kvöld í fyrsta leik sínum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik. Bandaríkjamaðurinn Tobin Carberry segir leikmennina eiga von á hörkuleik og mikilli stemmingu.
Fátt er það sem nokkur sem neyðst hefur til að stunda skólaíþróttir leggur jafn mikla fæð á og þolprófin, svokölluð píptest. Nemendur í íþróttaakademíu Verkmenntaskóla Austurlands kynntu um síðustu helgi nýja tækni sem kann að koma í stað gömlu prófanna.
Þróttur vann seinni leik sinn gegn HK um helgina í úrvalsdeild karla í blaki um helgina í oddahrinu. Þjálfari liðsins segir liðið enn eiga margt inni og einkum skorti leikmenn þess trú á sjálfa sig.
Kostnaður við fimleikaæfingar fyrir 8-10 ára hjá Hetti á Egilsstöðum er í meðallagi sé horft til kostnaðar á landsvísu samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari nýliða Hattar í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, er bjartsýnn á að liðið blási af sér hrakspár í deildinni í vetur. Hann segir mikilvægt að byggja upp sterka liðsheild og öflugan heimavöll.
Höttur var hársbreidd frá sigri í fyrsta heimaleik sínum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik en þriggja stiga flautukarfa kom í veg fyrir það þegar Snæfell fór með sigur af hólmi 60-62. Höttur verður að bæta sóknarleik sinn til að komast áfram í deildinni.
Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, var afar ósáttur við frammistöðu liðs síns í seinni hálfleik gegn Grindavík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í gærkvöld. Hann segir hins vegar fyrstu tvo leikina sína að liðið geti vel keppt í deild þeirra bestu.