Hattarmenn undirbúa sig þessa dagana undir keppni í Dominos-deild karla í körfubolta í vetur. Lengjubikarinn er hafinn og í kvöld leikur Hattarliðið sinn fyrsta leik, er Fjölnismenn koma í heimsókn í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.
Knattspyrnusumrinu lauk hjá kvennaliði Fjarðabyggðar í gær þegar liðið heimsótti ÍA á Skipaskaga í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna. ÍA-stúlkur reyndust of stór biti fyrir Fjarðabyggð og liðið tapaði leiknum 3-0, en leikur liðanna á Norðfjarðarvelli á laugardag fór einnig 3-0 og því unnu ÍA samanlagt 6-0.
Höttur endaði keppnistímabilið í annarri deild karla vel með 3-1 sigri á Leikni á heimavelli á laugardag. Leiknismenn ætluðu sér stærri hluti enda í efsta sætinu fyrir leikinn. Þeir mega samt vel við una eftir því sætið í fyrstu deild að ári var tryggt fyrir leikinn.
Liðin helgi var heldur betur söguleg fyrir austfirska knattspyrnu. Leiknir og Huginn tryggðu sér sæti í fyrstu deild í fyrsta sinn í sögu beggja félaga og því er ljóst að þrjú austfirsk lið leika í næstefstu deild næstkomandi sumar.
Að venju var helgin viðburðarík í austfirskri knattspyrnu. Fjarðabyggð er í erfiðri stöðu í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna eftir að hafa tapað 3-0 gegn ÍA á Norðfjarðarvelli. Karlalið Fjarðabyggðar vann langþráðan sigur og í annarri deild nýttu Leiknismenn sér tækifærið og skutu sér á toppinn. Huginsmenn töpuðu sínum fyrsta heimaleik í sumar og Hattarmenn unnu gríðarlega sterkan og mikilvægan sigur í markaleik í Fjallabyggð.
Lögreglumenn ræddu við dómara leiks Leiknis og Hattar eftir leik liðanna á Vilhjálmsvelli í lokaumferð annarrar deildar karla í knattspyrnu í dag. Tilefnið var fólskulegt brot leikmanns Leiknis á mótherja.
Hattarmenn hafa heldur betur fundið markaskóna sína í síðustu tveimur leikjum í 2. deild karla. Á sunnudag unnu þeir KF 3-4 á útivelli og í gærkvöldi skoruðu þeir fimm mörk framhjá lánlausu liði Dalvíkur/Reynis, sem kom í heimsókn á Vilhjálmsvöll.
Fjögur lið berjast um tvö efstu sætin í 2. deild karla í knattspyrnu, er fimm umferðir eru óleiknar. ÍR, Huginn og Leiknir hafa skipst á því að skjóta sér á toppinn í sumar en nú er staðan sú að ÍR er með 40 stig, Huginn 39 og Leiknismenn 38. Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, hefur svo komið bakdyramegin inn í toppbaráttuna með góðum úrslitum á seinni hluta tímabilsins og hefur 32 stig í fjórða sæti.