Körfubolti: Hattarmenn hefja leik í Lengjubikarnum

karfa hottur fsu 0163 webHattarmenn undirbúa sig þessa dagana undir keppni í Dominos-deild karla í körfubolta í vetur. Lengjubikarinn er hafinn og í kvöld leikur Hattarliðið sinn fyrsta leik, er Fjölnismenn koma í heimsókn í Íþróttamiðstöðina á Egilsstöðum.

Lesa meira

Knattspyrna: Fjarðabyggð úr leik í úrslitakeppninni – Leiknir og Huginn unnu sína leiki

QM1T0956Knattspyrnusumrinu lauk hjá kvennaliði Fjarðabyggðar í gær þegar liðið heimsótti ÍA á Skipaskaga í seinni leik liðanna í 8-liða úrslitum 1. deildar kvenna. ÍA-stúlkur reyndust of stór biti fyrir Fjarðabyggð og liðið tapaði leiknum 3-0, en leikur liðanna á Norðfjarðarvelli á laugardag fór einnig 3-0 og því unnu ÍA samanlagt 6-0.

Lesa meira

Leikur helgarinnar: Ætluðum að fagna hvernig sem leikurinn færi

IMG 2173 webHöttur endaði keppnistímabilið í annarri deild karla vel með 3-1 sigri á Leikni á heimavelli á laugardag. Leiknismenn ætluðu sér stærri hluti enda í efsta sætinu fyrir leikinn. Þeir mega samt vel við una eftir því sætið í fyrstu deild að ári var tryggt fyrir leikinn.

Lesa meira

Knattspyrna: Fáskrúðsfirðingar komnir á toppinn – Fjarðabyggð sigraði loksins

leiknir huginn13Að venju var helgin viðburðarík í austfirskri knattspyrnu. Fjarðabyggð er í erfiðri stöðu í úrslitakeppninni í 1. deild kvenna eftir að hafa tapað 3-0 gegn ÍA á Norðfjarðarvelli. Karlalið Fjarðabyggðar vann langþráðan sigur og í annarri deild nýttu Leiknismenn sér tækifærið og skutu sér á toppinn. Huginsmenn töpuðu sínum fyrsta heimaleik í sumar og Hattarmenn unnu gríðarlega sterkan og mikilvægan sigur í markaleik í Fjallabyggð.

Lesa meira

Lögregla kölluð til vegna leikbrots á knattspyrnuvelli

fotbolti leiknir kf 06082015 0044 webLögreglumenn ræddu við dómara leiks Leiknis og Hattar eftir leik liðanna á Vilhjálmsvelli í lokaumferð annarrar deildar karla í knattspyrnu í dag. Tilefnið var fólskulegt brot leikmanns Leiknis á mótherja.

Lesa meira

Knattspyrna: Lokaspretturinn í 2. deild karla – Fara Huginn og/eða Leiknir upp?

leiknir huginn03Fjögur lið berjast um tvö efstu sætin í 2. deild karla í knattspyrnu, er fimm umferðir eru óleiknar. ÍR, Huginn og Leiknir hafa skipst á því að skjóta sér á toppinn í sumar en nú er staðan sú að ÍR er með 40 stig, Huginn 39 og Leiknismenn 38. Knattspyrnufélag Vesturbæjar, KV, hefur svo komið bakdyramegin inn í toppbaráttuna með góðum úrslitum á seinni hluta tímabilsins og hefur 32 stig í fjórða sæti.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.