Hjólreiðakeppnin Tour de Ormurinn er orðin að árlegum viðburði á Héraði og á morgun er keppnin haldin í fjórða sinn. Austurfrétt hitti á Hildi Bergsdóttur, framkvæmdastýru UÍA og forvitnaðist um keppnina, sem UÍA stendur að ásamt Fljótsdalshéraði og Austurför.
Í kvöld kemur í ljós hvaða lið mætast í úrslitum bikarkeppni UÍA og Launafls í knattspyrnu, en þá fara undanúrslit bikarsins fram. Á Fellavelli taka Spyrnismenn á Boltafélagi Norðfjarðar og á Búðagrund mætast heimamenn í Leikni B og Ungmennafélag Borgarfjarðar.
Leiknir og Huginn áttu leiki í 2. deild karla í gærkvöldi. Leiknismenn lentu í vandræðum með KF í Fjarðabyggðarhöllinni en náðu þó að sigra og á sama tíma unnu Seyðfirðingar þægilegan útisigur gegn botnliði deildarinnar, Dalvík/Reyni.
Egilsstaðabúinn Hjálmar Jóelsson varð um helgina elstur þeirra sem lokið hafa svokallaðri landvættaþraut, sem felst í að ljúka fjórum þolíþróttakeppnum á sama árinu. Hann segist hafa gaman af félagsskapnum í kringum keppnirnar.
Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands hefur undanfarnar vikur leitað ungmenna á aldrinum 15-25 ára til að fara til Ungverjalands í september og taka þátt í samstarfsverkefni UÍA við ungverskt ungmennafélag. Verkefnið er styrkt af Evrópu unga fólksins og reiknað er með því að þátttaka verði þátttakendum að mestu leyti að kostnaðarlausu.
Fjarðabyggð vann mikilvægan sigur í toppbaráttu C-riðils 1. deildar kvenna í gærkvöldi. Þá tryggðu Spyrnir og Leiknir B sér sæti í úrslitum Launaflsbikarsins með sigrum á Boltafélagi Norðfjarðar og Ungmennafélagi Borgarfjarðar.
Það var nóg að gerast í austfirskri knattspyrnu um helgina. Kvennalið Fjarðabyggðar steig skref í átt að úrslitakeppninni í C-riðli 1. deildar með góðum útisigri gegn Tindastól, Hattarmenn gerðu nágrönnum sínum í Leikni og Huginn stóran greiða þegar þeir unnu óvæntan sigur gegn ÍR á heimavelli og Fjarðabyggð gerði jafntefli gegn Þór á Eskjuvelli, í leik sem bæði lið hefðu helst þurft að vinna til að nálgast topplið 1. deildar karla.
Fjarðabyggð, Leiknir og Einherji léku í sínum deildum í gærkvöldi. Fjarðabyggð náði ótrúlegu jafntefli gegn Fram á Eskjuvelli í einum skemmtilegasta leik sem Austurfrétt hefur séð í sumar og Leiknismenn lentu í örlitlum vandræðum gegn neðsta liði annarar deildar en höfðu þó sigur að lokum.