Knattspyrna: Huginsmenn unnu baráttuna á Vilhjálmsvelli og fara á toppinn (í bili)

QM1T5565Huginn vann sigur í grannaslag gegn Hetti á Vilhjálmsvelli í gærkvöldi. Höttur byrjaði leikinn vel en Huginsmenn komu sér inn í leikinn af krafti og skoruðu tvö mörk áður en flautað var til hálfleiks. Hattarmenn urðu svo manni færri snemma í seinni hálfleik og þegar upp var staðið gátu Hattarmenn einungis þakkað markverði sínum fyrir að tapa leiknum ekki með fleiri mörkum.

Lesa meira

Stefna að byggingu fimleikahúss á næstu þremur árum

hottur fherad fimleikahus vilji webÍþróttafélagið Höttur og sveitarfélagið Fljótsdalshérað undirrituðu í morgun viljayfirlýsingu um uppbyggingu íþróttamannvirkja. Hún felur í sér að Höttur tekur að sér að leita tilboða og framkvæmdir við nýtt gólf í íþróttahúsinu og byggingu fimleikhúss með fjármagni frá sveitarfélaginu.

Lesa meira

Knattspyrna: Höttur náði í sinn fyrsta sigur á Norðfirði – Umfjöllun, myndir og viðtöl

QM1T5532Fjarðabyggð tók á móti Hetti í æsispennandi grannaslag í C-riðli 1. deildar kvenna á Norðfjarðarvelli í gærkvöldi. Fyrir leikinn var Fjarðabyggð í stöðu til þess að lyfta sér upp í annað sæti riðilsins, á meðan að Hattarliðið var við botninn, enn án sigurs í sumar. Hattarstúlkur gerðu sér þó lítið fyrir og unnu leikinn með tveimur mörkum gegn einu.

Lesa meira

Knattspyrna: Alvaro Montejo Calleja snýr aftur til Seyðisfjarðar

huginn ir juni14 0083 webSpænski sóknarmaðurinn Alvaro Montejo Calleja, sem lék með Huginn á síðustu leiktíð, hefur gengið aftur til liðs við félagið og fékk leikheimild í dag. Þessi félagaskipti ættu að styrkja Seyðfirðinga enn frekar í toppbaráttu 2. deildar karla í knattspyrnu.

Lesa meira

Knattspyrna: Leiknir og Huginn vinna enn og aftur

QM1T0918Austfirsku knattspyrnuliðin stóðu í ströngu um helgina. Karlalið Fjarðabyggðar náði ekki í stig gegn KA á Akureyri, en kvennaliðið vann hinsvegar góðan sigur gegn Tindastól og kom sér í góða stöðu. Huginn og Leiknir héldu áfram að hala inn stigum í 2. deildinni á meðan að lið Hattar tapaði gegn KV. Einherjamenn gerðu svo jafntefli í miklum markaleik á Vopnafirði.

Lesa meira

Gautaborgarleikar: „Frábært að fá að keppa á svona flottum velli“

IMG 0680Alls voru 10 keppendur frá UÍA á Gautaborgarleikunum, alþjóðlegu frjálsíþróttamóti fyrir unglinga sem haldið var fyrr í mánuðinum. Þar af voru níu keppendur frá Hetti og einn frá Leikni. Alls tóku um 4000 unglingar þátt í mótinu og í ár voru íslenskir keppendur rúmlega 100 talsins.

Lesa meira

Stefnir í metþátttöku í Urriðavatnssundi

urridavatnssund 0049 webForsvarsmenn Urriðavatnssunds búa sig undir að taka á móti allt að 100 þátttakendum sem yrði mesti fjöldi í sögu sundsins.Tæpar tvær vikur eru í að það verði haldið í sjötta sinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.