Hattarmenn unnu sér sæti í Dominos-deild karla í körfubolta síðasta vor, en þá sigraði liðið 1. deild karla. Keppni í Dominos-deildinni hefst um miðjan október og undirbúningur er í fullum gangi. Viðar Örn Hafsteinsson þjálfari liðsins segir að markmið vetrarins sé skýrt; að halda sér í deildinni og verða í framhaldinu stöðugt úrvalsdeildarlið.
Í gærkvöldi mættust lið Einherja og Hattar í lokaleik sínum í C-riðli 1. deildar kvenna í sumar. Það var lítið undir hjá liðunum í leiknum, annað en stoltið og ljóst að það lið sem myndi tapa leiknum myndi enda sumarið á botni riðilsins.
Eftir frábæra byrjun Fjarðabyggðar í 1. deild karla hefur liðið misst dampinn svo um munar, en í gærkvöldi tapaði liðið 2-3 gegn liði Gróttu frá Seltjarnarnesi, sem er í harðri botnbaráttu. Lið Fjarðabyggðar hefur nú ekki unnið í síðustu sex leikjum, eða allt frá því að liðið vann topplið Ólafsvíkur-Víkinga á Eskjuvelli þann 11. júlí síðastliðinn.
Stjórn Hattar rekstrarfélags ehf. hefur verið hrósað í hástert fyrir að leysa Georgi Stefanov, búlgarskan leikmann liðsins, undan samningi við félagið í kjölfar þess að hann varð uppvís að kynþáttafordómum í garð markvarðar Ægis á laugardag.
Á morgun fer fram sannkallaður stórleikur í 2. deild karla í knattspyrnu, þegar Leiknismenn taka á móti Huginn í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði kl. 18:30. Liðin skipa tvö efstu sæti deildarinnar fyrir leikinn, Huginsmenn eru á toppnum með 38 stig og Leiknir eru í öðru sæti með einu stigi færra. ÍR-ingar anda ofan í hálsmálið á austfirsku liðunum og hafa jafnmörg stig og Leiknir í þriðja sætinu.
Austfirsku liðin stóðu í stórræðum um helgina, en nú er farið að styttast í annan endann á fótboltasumrinu og hver leikur byrjaður að skipta gríðarlegu máli hjá sumum liðunum og þá sérstaklega þeim sem eru að gera atlögu að því að fara upp um deild.
Austfirsku knattspyrnuliðin fóru víða um helgina. Það var algjör toppslagur í annarri deild karla á föstudagskvöld þegar að Leiknir og Huginn mættust í Fjarðabyggðarhöllinni, en sá leikur var tilþrifalítill í meira lagi. Kvennalið Fjarðabyggðar tryggði sér annað sæti C-riðils 1. deildar með heimasigri gegn Sindra, en karlalið félagsins gerði svekkjandi jafntefli gegn Selfossi og hefur nú leikið sjö leiki án sigurs.
Á morgun fer fram sannkallaður stórleikur í 2. deild karla í knattspyrnu, þegar Leiknismenn taka á móti Huginn í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði kl. 18:30. Liðin skipa tvö efstu sæti deildarinnar fyrir leikinn, Huginsmenn eru á toppnum með 38 stig og Leiknir eru í öðru sæti með einu stigi færra. ÍR-ingar anda ofan í hálsmálið á austfirsku liðunum og hafa jafnmörg stig og Leiknir í þriðja sætinu.
Þór Albertsson frá Djúpavogi varð þrefaldur unglingalandsmótsmeistari í sundi á Unglingalandsmóti UMFÍ sem haldið var á Akureyri um verslunarmannahelgina.