Knattspyrna: KFA komið í efsta sætið
Knattspyrnufélag Austfjarða er eftir leiki helgarinnar eina taplausa liðið í efri deildum Íslandsmótsins í knattspyrnu og að auki komið í efsta sæti 2. deildar karla. Kvennalið Einherja vann sinn fjórða leik í röð í annarri deild kvenna.Knattspyrna: KFA afgreiddi Hött/Huginn með þremur mörkum á átta mínútum - Myndir
Knattspyrnufélag Austfjarða er komið í 8 liða úrslit bikarkeppni neðri deilda karla eftir 3-0 sigur á Hetti/Huginn á Eskifjarðarvelli í gærkvöldi.Ungmennafélagsandinn svífur yfir vötnum
„Við verðum með tíu keppendur á unglingalandsmótinu um helgina. Þeim fylgja að sjálfsögðu aðstandendur þannig að ætla má að hér á Sauðárkróki verði um 30 manns tengdir okkar klúbbi um helgina,“ segir Hörður Kristjánsson, stjórnarmaður í akstursíþróttafélaginu START.Fyrrverandi leikmaður FHL á HM: Hún var langbest í liðinu
Allyson Swaby, sem spilar með Jamaíku í heimsmeistarakeppni kvenna í knattspyrnu, lék með Fjarðabyggð/Hetti/Leikni í annarri deild kvenna sumarið 2018. Fyrrum liðsfélagi hennar segir hana hafa verið virkilega góða.KFA taplaust í Íslandsmótinu en þjálfarinn vill samt meira
Knattspyrnufélag Austfjarða hefur ekki tapað enn í fyrstu tólf leikjum sínum í Íslandsmóti karla í knattspyrnu í sumar. Liðið hefur hins vegar gert sjö jafntefli sem er of mikið að mati þjálfarans. Nágrannaslagur verður í kvöld þegar KFA og Höttur/Huginn mætast í 16 liða úrslitum Fotbolti.net bikarsins.Fótbolti: KFA með fimm stiga forskot inn í fríið í mótinu
Knattspyrnufélag Austfjarða hefur fimm stiga forskot á toppi annarrar deildar karla fyrir tíu daga frí í deildinni eftir sigur í toppslag við Dalvík/Reyni í gærkvöldi. Einherji hefur unnið sig inn í baráttuna í annarri deild kvenna með fimm sigrum í röð.Fótbolti: FHL kláruðu Grindavík manni færri
FHL náði í sigur gegn Grindavík í Lengjudeild kvenna í knattspyrnu um helgina eftir þrjá leiki í röð án sigurs. Einherji vann sinn annan leik í röð í annarri deild en Spyrnir gerði tvö jafntefli í fimmtu deild karla. Þrjú rauð spjöld fóru á loft í þeim þremur leikjum sem austfirsku liðin spiluðu.Þrjú bronsverðlaun af Norðurlandamóti í bogfimi heim í Hérað
Tveir drengir úr Skotfélagi Austurlands (SKAUST) gerðu sér lítið fyrir í byrjun mánaðarins og náðu sér í þrenn bronsverðlaun á Norðurlandameistaramóti ungmenna í bogfimi.