Síðustu vikur hafa verið úrkomusamar á Austurlandi og á laugardag rigndi mörkum þegar Einherji vann KH í annarri deild kvenna í knattspyrnu. Knattspyrnufélag Austfjarða er eitt þriggja liða sem er enn ósigrað á Íslandsmótinu í knattspyrnu.
UÍA stendur fyrir árlegri Sumarhátíð í samstarfi við Síldarvinnsluna. Áhersla er lögð á að kynna íþróttastarfsemina á svæðinu með árlegum dagskrárliðum ásamt nýjum sem ekki hafa sést undanfarin ár. Þátttökugjaldið er ekkert og þátttakendur hafa ótakmarkaða skráningu.
Skotfélag Austurlands (SKAUST) hélt um síðustu helgi sitt fyrsta Íslandsmót á vegum Skotsambands Íslands þegar keppt var í riffilskotfimi í klösum á félagssvæði þess við Þuríðarstaði á Eyvindarárdal.
Aflraunakeppnin Víkingurinn hefst á morgun þegar sterkustu menn landsins halda í ferðalag um suðurströndina, austfirði og enda svo á Breiðdalsvík. Keppt verður í fjórum sveitarfélögum alls undir stjórn Magnúsar Ver Magnússonar.
Brynja Líf Júlíusdóttir úr Hetti var í íslenska landsliðinu sem um síðustu helgi lenti í öðru sæti á Norðurlandamóti U-16 ára sem haldið var í Kisakallio í Finnlandi.
Lið Knattspyrnufélags Austfjarða í annarri deild karla í knattspyrnu er taplaust eftir fyrri helming deildarinnar. Liðið gerði jafntefli við Sindra á Höfn um helgina.
Um helgina fer fram sannkölluð hlauparahátíð við Borgarfjörð eystri. Mótshaldarar bjóða nú upp á þriðju hlaupaleiðina og metnaðarfyllstu dagskrá til þessa.
Knattspyrnufélag Austfjarða styrkti heldur stöðu sína á toppi annarrar deildar karla í knattspyrnu um helgina með 2-1 sigri á ÍR. Rautt spjald og víti snéri leik Hattar/Hugins gegn Dalvík/Reyni.