Sex spænskir leikmenn hjá Þrótti Fjarðabyggð í vetur

Þróttur Fjarðabyggð hafa fengið liðstyrk fyrir veturinn bæði meistaraflokkur kvenna og karla. Jamie Monterroso Vargas og José Federico Martin (Fede) hafa samið við karlaliðið og Alba Hernandez Arades og Paula Miguel de Blas við kvennaliðið en öll eru þau spænsk. Þá halda Maria Jimenez Gallego og Miguel Angel Ramos áfram að spila með liðinu en þau voru einnig á síðasta tímabili.

Lesa meira

Höttur/Huginn deildarmeistari

Í dag varð Höttur/Huginn deildarmeistari í 3. deild karla í knattspyrnu með sigri á ÍH í Skessunni í Hafnarfirði. Það er því ljóst að liðið mun leika í 2. deild að ári. Tímabilið hefur verið býsna gott hjá Hetti/Hugin en liðið komst í toppsæti deildarinnar í 2. umferð og hefur ekki látið það af hendi síðan.

Lesa meira

Fótboltavöllurinn verði að tjaldsvæði

Íbúasamtök Stöðvarfjarðar hafa lagt til við Fjarðabyggð að gera fótboltavöll bæjarins að tjaldsvæði. Gert er ráð fyrir að helmingur vallarins yrði áfram íþróttasvæði.

Lesa meira

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir fagnaði sigri í annarri deild – Myndir

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir vann aðra deild kvenna í knattspyrnu eftir 3-1 sigur á Fjölni í framlengdum úrslitaleik í Boganum á Akureyri á föstudagskvöld. Þjálfari liðsins kveðst nær allan tímann hafa verið viss um að sigurinn færi austur.

Lesa meira

„Þetta var eiginlega óraunverulegt“

Breiðablik tryggði sér í gær sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar með 3:0 sigri á heimavelli gegn Osijek frá Króatíu en fyrri leikur liðanna fór 1:1. Óhætt er að segja að um sé að ræða eitt merkasta afrek íslensks félagsliðs.

Lesa meira

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. vann úrslitakeppnina

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir F. lauk frábæru knattspyrnusumri í gær með því að vinna úrslitakeppnina í 2. deild en fyrr í sumar hafði liðið orðið deildarmeistari og einnig tryggt sér sæti í 1. deildinni að ári með því að leggja Fram að velli í undanúrslitum úrslitakeppninnar.

Lesa meira

Ólympíuhlaupið sett á Reyðarfirði

Ólympíuhlaup Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, sem þreytt er í grunnskólum um allt land, var sett á Reyðarfirði í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.