Þróttur Fjarðabyggð fer vel af stað
Uppskeran var góð hjá Þrótti Fjarðabyggð í blakinu síðastliðna helgi en karlaliðið sigraði Fylki og kvennaliðið lék tvo leiki gegn Þrótti Reykjavík og vann báða. Allir leikirnir fóru fram á heimavelli Þróttar.
Brynjar Árna: Töluðum ekki hátt í vor utan hópsins um að stefnan væri upp
Brynjar Árnason, þjálfari Hattar/Hugins sem í dag fagnaði sigri í þriðju deild karla í knattspyrnu, segir að léttir hafi verið að þurfa ekki að treysta á sigur í síðasta leik til að ná markmiðinu um að komast upp um deild. Liðið hefði þó spilað vel og verið óheppið að enda ekki með sigri.Leiknir og Fjarðabyggð í viðræður um sameiningu
Stjórnir Knattspyrnufélags Fjarðabyggðar og knattspyrnudeildar Leiknis Fáskrúðsfirði auk yngri flokka Fjarðabyggðar hafa ákveðið að hefja viðræður um að senda sameiginlegt lið til þátttöku í Íslandsmótinu í knattspyrnu á næsta ári. Leiknir hefur sagt upp samningi við þjálfara meistaraflokks vegna þessa.Múlaþing verðlaunar Hött með milljón króna styrk
Byggðaráðs Múlaþings samþykkti á fundi sínum í gær að verðlauna Hött rekstrarfélag með milljón króna styrk vegna þess hve vel gekk í knattspyrnunni í sumar. Styrkurinn er eyrnamerktur meistaraflokki Hattar/Hugins í karlaflokki og meistaraflokki Fjarðabyggð/Hetti/Leikni F. í kvennaflokki.