Knattspyrna: Hefðum þurft að tala meira saman inni á vellinum

Kvennalið Einherja náði sínum fyrsta sigri í sumar þegar liðið vann Hvíta riddarann á sunnudag. Fyrirliðinn hefur trú á að bjartari tíð sé framundan hjá liðinu. Huginn tekur fullan þátt í toppbaráttu 2. deildar karla en Leiknir tapaði mikilvægum leik í fallbaráttunni í fyrstu deild.

Lesa meira

„Svona mót ganga aldrei án sjálfboðaliða“

„Sjálfboðaliðarnir taka þátt í allskonar skemmtilegum verkefnum,“ segir Margrét Sigríður Árnadóttir, verkefnastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ, sem óskar nú eftir sjálfboðaliðum til að aðstoða við mótið sem haldið verður á Egilsstöðum um verslunarmannahelgina.

Lesa meira

Jóna Guðlaug og María Rún í gullhópnum

María Rún Karlsdóttir og Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir voru í íslenska landsliðshópnum sem fór með sigur af hólmi á Evrópumóti smáþjóða í blaki. Jóna Guðlaug átti sérlega góða daga á mótinu.

Lesa meira

Knattspyrna: Fjórði sigur Hugins í röð

Huginn er farinn að blanda sér í toppbaráttuna í annarri deild karla en liðið vann sinn fjórða sigur í röð um helgina. Höttur hefur hins vegar sogast niður í fallbaráttuna með Fjarðabyggð.

Lesa meira

Höttur styrkir sig fyrir úrvalsdeildina

Körfuknattleikslið Hattar hefur samið við tvo unga leikmenn um að spila með liðinu í úrvalsdeild karla næsta vetur. Nýr Bandaríkjamaður verður í herbúðum liðsins.

Lesa meira

Sumarhátíðin hefur þróast með samfélaginu

„Sumarhátíðin er í sífelldri þróun frá ári til árs og reynt er að vera í takt við nútímasamfélagið,“ segir Ester Sigurðardóttir, framkvæmdarstjóri UÍA, en Sumarhátíð UÍA og Síldarvinnslunnar fer fram á Egilsstöðum um helgina.

Lesa meira

Vann Opna breska meistaramótið í frisbígolfi: Öll sumarlaunin fara í íþróttina

Mikael Máni Freysson, Ungmennafélaginu Þristi, fór með sigur af hólmi í sínum flokki á Opna breska meistaramótinu í frisbígolfi fyrir tveimur vikum. Félagi hans, Snorri Guðröðarson, varð í fjórða sæti í sama flokki. Félagarnir hafa fært miklar fórnir fyrir íþróttina enda eiga þeir sér stóra drauma.

Lesa meira

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir lagði toppliðið: Áttum sigurinn skilinn

Sameiginlegt lið Fjarðabyggðar, Hattar og Leiknis í annarri deild kvenna vann í gær sinn annan leik í sumar þegar liðið hafði betur, 1-0 gegn Aftureldingu/Fram á Norðfjarðarvelli. Þjálfarinn segir liðið hafa verið seinheppið upp við mark andstæðingana í sumar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.