Afríka eða Austurland
Ótrúlega margir Íslendingar hafa meiri áhuga á og þekkja betur til Afríku en Austurlands. Þetta er ekki vísindalega sannað, heldur eitthvað sem ég hef fengið á tilfinninguna eftir mörg samtöl við kunningja og vini sem búsettir eru á höfuðborgarsvæðinu. Þetta sama fólk hefur aldrei farið í innanlandsflug en getur ekki talið ferðarnar sem það hefur farið í utanlandsflug.Hvers vegna samstarf?
Er hugsanlegt að samstarf félaga í knattspyrnu dragi úr áhuga ungra barna á íþróttinni? Þessari spurningu verður ekki svarað með já-i eða nei-i. Það má hins vegar velta henni svolítið fyrir sér og reyna að átta sig á því hversu gott eða vont það er fyrir knattspyrnuhreyfinguna að félög sameini krafta sína í yngriflokkum. Það sem er jákvætt við að félög starfi saman í einstökum flokkum er að skapa verkefni fyrir börn á fámennum stöðum. Samstarf á fyrst og fremst að snúast um þörfina fyrir samstarfi, ef fjöldinn er til staðar þá þarf ekki samstarf. Þetta er lykilatriðið og segir sig sjálft.Yfirlýsing Fjarðabyggðar vegna beiðni P/F Smyril Line um hafnaraðstöðu fyrir Norrænu
Sú staða er komin upp, að útgerð Norrænu, P/F Smyril Line, hefur óskað eftir viðræðum um hafnaraðstöðu fyrir ferjuna í Fjarðabyggð. Á engum tímapunkti hafa forsvarsmenn Fjarðabyggðar nálgast stjórn útgerðarinnar um flutning Norrænu frá Seyðisfirði.Heill heilsu: RS–veirusýking í börnum
Á hverju ári gengur yfir vetrarmánuðina kvefvírus sem kallast RS-vírus, eða Respiratory Syncytial vírus og lýsir sýkingin sér einkum sem kvef og hósti. Allir aldurshópar geta smitast, en hann leggst þyngst á börn á fyrsta æviári og eldra fólk. Rúmlega helmingur allra barna fá RSV-sýkingu á fyrsta aldursári og nánast öll börn hafa fengið hana þegar þau eru orðin 2-3ja ára gömul. Hægt er að fá RSV–sýkingu oftar en einu sinni.Hjálparsíminn sem úrræði í íslensku samfélagi
Þegar mikið mæðir á og fólk hefur engan til að tala við um sín hjartans mál í trúnaði er Hjálparsími Rauða krossins ætíð til staðar. Hjálparsíminn hefur staðið vaktina fyrir þá sem líður illa frá árinu 2004 og eru þrautþjálfaðir sjálfboðaliðar hans alltaf á vaktinni og tilbúnir að veita sálræna aðstoð og upplýsingar um þau úrræði sem í boði eru.Opið bréf til bæjarstjórnar Fjarðabyggðar
Í vetur hafði ég einhvern pata af því að Smyril-Line ætti í viðræðum við yfirvöld í Fjarðabyggð um hafnaraðstöðu fyrir Norrænu yfir vetrartímann. Í einfeldni minni taldi ég víst að Fjarðabyggð vísaði slíku erindi kurteislega á bug. Það er svo margt í nútíð og fortíð sem æpir á slíka afgreiðslu.Mig rak því í rogastans þegar ég las frétt Austurfréttar 27. mars um viðræður yfirvalda í Fjarðabyggð og Smyril-Line um að Norræna hefði Eskifjörð en ekki Seyðisfjörð sem viðkomustað.
Upplýsingafundir á Austurlandi
Frá því að Alcoa Fjarðaál hóf framleiðslu í Reyðarfirði árið 2007 hefur skapast sú hefð að boða til upplýsingafunda um starfsemi fyrirtækisins fyrir íbúa á Austurlandi einu sinni á ári. Að þessu sinni munu stjórnendur fyrirtækisins heimsækja sex staði á áhrifasvæði álversins, kynna starfsemina, sitja fyrir svörum og vonandi eiga gæðastund með áhugasömum yfir léttum hádegisverði. Boðað verður til svokallaðra súpufunda á eftirfarandi stöðum og tímum:Nýbúinn – íbúinn: Mars
Á Egilsstöðum er frábær sundlaug og heitir pottar. Ég hef reglulega lagt leið mína í sund, enda mikilvægt að stunda heilsurækt. Lenti þó í sérkennilegri stöðu einn daginn. Í sakleysi mínu stakk ég mér til sunds og synti 25 metra. Ákvað að stoppa ögn og draga að mér andann. Þá sé ég á næstu braut fyrrum skólasystur sem ég hafði ekki séð í töluverðan tíma. Hún heilsar mér og bíður mig velkomna „Ætlar þú að vera með okkur í vetur?"Ég áttaði mig ekki alveg strax hvað hún var að fara. Á annarri braut kemur þá kunnuglegt höfuð upp úr vatninu og viðkomandi snýr sér að mér og heilsar. Viðkomandi er að vinna í sama húsnæði og ég. Þarna var ég óvænt komin inn á sundæfingu. Þetta kom mjög flatt uppá mig.