Burt með trén - veghefillinn er að koma!

laufas1 haustmynd webVegna framgöngu bæjarstarfsmanna Fljótsdalshéraðs gegn trjágróðri á lóð okkar að Laufási 1 langar mig að skrifa nokkur orð til forsvarsmanna sveitarfélagsins og allra sem áhuga hafa á eðlilegum vinnubrögðum og samskiptum þeirra við íbúa. Og kannski ekki síst til þeirra er finnst þetta allt vera stormur í vatnsglasi og frekja og merkilegheit að vera ósáttur við þessi vinnubrögð. Tré sé bara tré.

Lesa meira

Samtal við samfélagið eða brotakenndar myndir – Svæðisútvörpin og Landinn

hrafnkell larusson headshotEftir að stjórnendur RÚV ákváðu síðla árs 2009 að leggja niður svæðisbundnar útsendingar starfsstöðva stofnunarinnar á landsbyggðinni (en þær hættu snemma árs 2010) voru kynntar nýjungar í dagskrárgerð sem ætlað var að koma í stað þeirra. Sá dagskrárliður sem mest var haldið á lofti í því efni var frétta- og þjóðlífsþátturinn Landinn, sem hóf göngu sína árið 2010. Hann var kynntur sem hluti af viðleitni RÚV til að bæta þjónustu við landsbyggðina og hefur verið fastur liður á vetrardagskrá Ríkisútvarpsins síðan.

Lesa meira

Útrýmum ofbeldi gegn börnum

vitundarvakning neskFræðsluþing Vitundarvakningar um kynferðislegt, andlegt og líkamlegt ofbeldi gegn börnum var haldið í Neskaupstað þriðjudaginn 25. febrúar s.l. að frumkvæði Verkmenntaskóla Austurlands. Slíkt fræðsluþing var haldið á Reyðarfirði í október 2013 fyrir íbúa Fjarðabyggðar en Norðfirðingum fannst ástæða til að halda einnig slíkt þing í Neskaupstað með það að markmiði að ná til sem flestra sem starfa með börnum.

Lesa meira

Um þjónustuhlutverk RÚV við Austurland

-hrafnkell larusson headshotVegna ummæla sem höfð eru eftir Gísla Einarssyni ritstjóra sjónvarpsþáttarins Landans á RÚV, í frétt hér á Austurfrétt í gær (12. mars), vil ég koma á framfæri viðbrögðum við þeirri gagnrýni sem þar er beint að mér. Umræddar athugasemdir Gísla beinast að grein sem ég skrifað og birtist hér á Austurfrétt 9. mars sl. undir yfirskriftinni „Samtal við samfélagið eða brotakenndar myndir – Svæðisútvörpin og Landinn".

Lesa meira

Það þarf engin kona að skammast sín fyrir fæðingarþunglyndi

thumb hulda thrainsdottirÁ dögunum var viðtal á Stöð 2 við unga konu sem lýsti sinni reynslu af fæðingarþunglyndi. Mjög áhugavert viðtal þar sem móðirin sagði á opinskáan hátt frá reynslu sinni. Margt í viðtalinu hljómaði óþægilega kunnuglega í mínum eyrum og ýfði upp erfiðar minningar.

Lesa meira

Má ég fara í framboð? Já eða nei

IvarIngimars 131011Viljum við að einstaklingar spyrji þjóðina hvort þeir megi fara í framboð? Eða viljum við að einstaklingurinn geti boðið sig fram svo við getum myndað okkur skoðun á viðkomandi og kosið já eða nei.

Lesa meira

Er stytting náms byggðamál?

eydis asbjornsdottir 2014 webEftir að hafa hlustað á Illuga Gunnarsson mennta- og menningarmálaráðherra í viðtali á Bylgjunni fyrir skömmu, er ég mjög hugsi yfir orðum háttvirts menntamálaráðherra um kjaramál framhaldsskólakennara.

Eitt er víst að hann þarf að kynna sér betur málefni landsbyggðanna og vinna þarf miklu betur í málefnum um styttingu framhaldsskólans.

Lesa meira

Svissneskur Seyðfirðingur „fyrir Íslands hönd"

huginn 100ara 0014 webEins og alþjóð er kunnugt er List með stóru L-i í hávegum höfð á Seyðisfirði. Má þar nefna Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi, Lunga - listahátíð ungs fólks sem haldin er árlega og ungir listamenn og leiðbeinendur víða að úr heiminum sækja. Afkvæmi Lunga-hátíðarinnar er Lungaskólinn - Listalýðháskóli, sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi. Hann mun hefja starfsemi sína nú í mars.

Lesa meira

Bæjarmálin – fýla eða frumleiki.

siddi ragnarsStjórnun lands eða sveitarfélags er eitthvað sem snertir alla íbúa þess og allir ættu að hafa áhuga á, en er það svo. Hvernig stendur á því að áhugi á þátttöku í bæjarmálum er jafn lítill og raun ber vitni?

Getur verið að fólk hugsi sem svo að vinna pólitískra fulltrúa sé illa borguð, vanþakklát, og að áhugi þeirra sem veljast til starfa sé umsvifalaust drepinn með kerfismennsku, skriffinnsku og óbærilegum leiðindum? Getur verið að þeir örfáu hugsjónamenn, sem vilja leggja fram krafta sína fyrir bæinn sinn, leggi ekki í það vegna ómanneskjulegs álags með annarri vinnu, tekjutaps, og svo jafnvel hugsanlegra ásakana um annarleg sjónarmið eða þrönga hagsmunavörslu?

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar