Listahátíð í Reykjavík 2009 stendur í vor að óhefðbundinni listsýningu í fjórum vitum hringinn í kring um landið, einum í hverjum landsfjórðungi. Myndlistarmönnum hefur verið boðið að setja upp verk sín í vitunum, sem verða opnir ferðalöngum fram yfir verslunarmannahelgi. Um er að ræða Dalatangavita, Garðskagavita, Bjargtangavita og Kópaskersvita. Listamaðurinn Unnar Örn sýnir á Austurlandi og opnar sýningin um miðjan maí.
Formaður Framsóknarflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, mun ásamt frambjóðendum flokksins í NA-kjördæmi heimsækja í dag vinnustaði og efna til funda á Austurlandi. Verða þeir á kaffistofu Tandrabergs á Eskifirði í hádeginu, á kaffihúsinu Sumarlínu á Fáskrúðsfirði milli kl. 17 og 18 og á Hótel Héraði, Egilsstöðum, kl. 20 í kvöld. Allir eru velkomnir.
Björgunarsveitir á Austurlandi verða með sameiginlega æfingu á Fjarðarheiði 18. apríl. Skúli Hjaltason hjá Björgunarsveitinni Gerpi á Norðfirði heldur ásamt fleirum utan um framkvæmd æfingarinnar. ,,Markmiðið er að æfa nokkuð mikla breidd,“ segir Skúli. ,,Til að samtvinna þetta nú allt í eitt allsherjarslys setjum við þetta þannig upp að á heiðinni hrapi flugvél, sem kemur af stað snjóflóði, sem fellur síðan á rútu.
Í Austurglugga þessarar viku má meðal annars lesa um ný áform um matvælaþróun í mjólkurstöðinni á Egilsstöðum í samstarfi MS og Matís og áform um fullvinnslu áls á Seyðisfirði. Karólína Þorsteinsdóttir á Seyðisfirði ritar vikulegan samfélagsspegil og greint er frá svaðilförum sængurkonu á Oddsskarði fyrr í vikunni. Alls óvenjuleg gæði heita vatnsins hjá Hitaveitu Egilsstaða og Fella eru tekin til skoðunar og auk pólitískra aðsendra greina er hinn ómissandi matgæðingur á sínum stað. Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum.
Auglýst hefur verið til umsóknar verkefnið ,,Networks for the Competiveness and Sustainability of European Tourism." Umsóknarfrestur er til 30. júní 2009. Í þessu verkefni er markmiðið að auka samkeppnishæfni lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan ferðaiðnaðarins. Einnig er lögð áhersla á að styðja við samstarfsnet þessara fyrirtækja, svæðisbundið og á milli svæða, sem og að miðla þekkingu til fyrirtækja um góða viðskiptahætti sem stuðlað gætu að aukinni nýsköpun innan ferðaiðnaðarins.
Enn er vont veður til fjalla á Austurlandi og ekkert ferðaveður. Samkvæmt upplýsingum Vegagerðar má búast við að vegir verði ófærir eftir að þjónustu líkur í kvöld. Í fjórðungnum er mikil ófærð, stórhríð og skafrenningur. Um kl. hálftíu í kvöld var þæfingsfærð á Fagradal, á Oddsskarði og með ströndinni. Veðurstofan varar við stormi við austurströndina sem gangi ekki yfir fyrr en á morgun.
Hafa skal það sem sannara reynist og vill Austurglugginn nú upplýsa þá sem þegar hafa ekki áttað sig á aprílgabbi vefsins. Þannig er frétt um að byggja eigi heilsuhótel í túnfætinum hjá Þorsteini Bergssyni á Unaósi fullkominn heilaspuni, sem og frétt um tugprósenta verðlækkun á ákveðnum vöruflokkum Nesbakka í Neskaupstað. Vonandi hafa einhverjir látið blekkjast og hlaupið apríl! Megið þið öll eiga farsælt vor framundan.
Benedikt Ásgeirsson, sendiherra Íslands í Moskvu, verður til viðtals miðvikudaginn 8. apríl næstkomandi. Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi sendiráðsins, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland, Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan, Túrkmenistan og Úsbekistan.
Björgunarsveitir á Austurlandi hafa margar átt annríkt frá því í nótt. Færð er mjög breytileg innan þéttbýlis. Þannig hefur verið mjög þungfært innanbæjar á Vopnafirði og Eskifirði, en ekki sérstaklega í Neskaupstað eða á Egilsstöðum. Fjallvegir eru alls ófærir. Kona í barnsnauð lenti í hrakningum á Oddsskarði í nótt og foktjón er nokkurt, enda hefur verið gríðarlega hvasst og vindur farið upp í 48 m/sek þegar verst var. Veður er lítið farið að ganga niður.