Stundum er sagt að allt sé leyfilegt í ástum og stríði og að síðustu virðist þetta líka eiga við um markaðssetningu. Í síðustu viku veitti upplýsingafulltrúi bókaforlags Fréttatímanum viðtal við rithöfund sem reyndist ekki til í alvörunni. Það var hins vegar hvergi tekið fram að skrifað væri undir dulnefni og blaðamaðurinn taldi sig vera í góðri trú þar til hið sanna kom í ljós og myndin, sem sögð var framsend af rithöfundinum, reyndist vera úr myndabanka.
Það hefur væntanlega ekki farið framhjá neinum Austfirðingi að nú hefur verið staðfest að reglulegt millilandaflug mun hefjast til Egilsstaða í vor. Um tilraunaverkefni er að ræða en lengi hefur verið talið að það vanti aðra fluggátt inní landið, en oft hefur verið rætt að Keflavíkurflugvöllur sé nánast sprunginn.
Eins og fram hefur komið í blaðagreinum, útvarpsviðtali og auglýsingum, voru haldnir tveir fundir til kynningar á verkefninu ,,Matjurtarækt á Austurlandi - undirbúningsverkefni" hér eystra.
Það er margsannað að ekkert sameinar menn eins og sameiginlegur óvinur og á stundum virðist hann vera það sem helst heldur ríkisstjórninni saman. Ítrekað hafa komið upp atvik þar sem einn stjórnarliðinn virðist ekki vita hvað annar er að gera og viti hann það á annað borð er allt eins víst að hann setji sig beinlínis upp á móti því. Og það þarf ekkert að vera á milli flokka.
Geðsýki er fjölskylduleyndarmálið í hverri fjölskyldu, þótt það virðist sumum ósýnilegt þá er það nágranni þinn, það er tilvonandi barnið þitt, það er húmoríski frændi þinn, það er besta vinkona þín, það er ástríka foreldri þitt.
Ég er menntaskóla „droppát" eins og það er stundum kallað. Fann mig ekki í skóla þrátt fyrir að mér hafi svo sem gengið ágætlega þar í sjálfu sér, var bara ekki rétt stemmdur á þessum árum fyrir skólabekk.
Sveitarfélagið Fjarðabyggð á Mið-Austurlandi er fjölmennasta og öflugasta sveitarfélagið í landshlutanum. Á sl tveim áratugum hefur það styrkt sig í sessi með sameiningum nærliggjandi sveitarfélaga og dyggum stuðningi annarra sveitarfélaga í landshlutanum við stórfellda atvinnuuppbyggingu í sveitarfélaginu.