Umsóknafjöldi um veiðileyfi slær öll met

Aldrei hafa fleiri umsóknir verið um hreindýraveiðileyfi en nú, þrátt fyrir örðugt efnahagsástand. Umsóknarfrestur rann út á miðnætti 15. febrúar og höfðu þá borist 3.300 umsóknir. Í fyrra voru umsóknir rétt innan við 3.100 talsins.

hreindraveiar.jpg

Lesa meira

Vetrarævintýri á Austurlandi

Á Austurlandi eru frábærir útivistarmöguleikar og veðrið oftast gott. Hér eru frábær skíða- og brettasvæði í Oddsskarði og Stafdal og endalausir möguleikar fyrir skíðagöngu. Hægt að skiða í skóginum eða þeysa um snjóbreiður í vélsleðaferð. Ganga í síðdegissólinni sem gyllir snæviþakin fjöll og skóg eða fara fetið á hestbaki.  Hið fræga ístölt verður á Egilsstaðavíkinni 21. febrúar.

borgarfjrur8_vefur.jpg

Lesa meira

Framboð í forvali VG í Norðausturkjördæmi

Eftirfarandi framboð hafa borist í forval Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, en framboðsfrestur er runninn út. Kosningarétt hafa allir félagsmenn í VGNA sem skráðir eru 23. febrúar 2009 en þá verður kjörskrá lokað.

Kjörfundur verður haldinn 28. febrúar 2009 en kjördæmisráð Norðausturkjördæmis mun annast kynningu á frambjóðendum með sérstöku kynningarefni sem og standa fyrir fundum.

vg_logoweb.jpg

Lesa meira

Austurglugginn er kominn út

Nýr Austurgluggi kom út í dag. Meðal efnis er umfjöllun um niðurröðun á prófkjörslistum stjórnmálaflokkanna í Norðausturkjördæmi, fréttir og íþróttatíðindi. Þá er hinn sívinsæli matgæðingur á sínum stað og uppskrift að einhverri bestu bollu allra tíma, enda bolludagur á næsta leyti.

Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum.

56385574.jpg

Dregið úr veiðileyfum á sunnudag

Dregið verður úr innsendum umsóknum um hreindýraveiðileyfi sunnudaginn 22. febrúar kl. 17:00, í húsnæði Þekkingarnets Austurlands á Egilsstöðum. Til stendur að varpa niðurstöðunum beint á netið með sérstökum búnaði og verður sett slóð á vef Umhverfisstofnunar, www.ust.is og www.hreindyr.is í dag eða á morgun. Þá verður aðalfundur Félags leiðsögumanna með hreindýraveiðum haldinn á Hótel Héraði, Egilsstöðum, fyrr þennan sama dag kl. 13:00. Formaður FLH er Sævar Jónsson.

 

Þróttur áfram í bikarnum

Þróttur Neskaupstað tryggði sér um helgina sæti í undanúrslitum bikarkeppni kvenna í blaki. Körfuknattleikslið Hattar tapaði fyrir Val.

 

Lesa meira

Skráningum á Ístölt Austurland að ljúka

Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116.

img_77481.jpg

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar