Fyrstu sýnin farin suður

Von er á fyrstu niðurstöðum úr skimun Íslenskrar erfðagreiningar og Heilbrigðisstofnunar Austurlands fyrir covid-19 veirunni á mánudag. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum síðustu þrjá daga.

Lesa meira

Helmingsfækkun í sóttkví á tveimur dögum

Innan við eitt hundrað manns eru nú í sóttkví á Austurlandi og hefur fækkað hratt síðustu tvo daga. Ekkert nýtt covid-19 smit hefur komið fram á sama tíma.

Lesa meira

Fækkar í sóttkvínni

Ekkert nýtt covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi undanfarinn sólarhring. Nokkur fækkun hefur orðið á fjölda þeirra sem eru í sóttkví.

Lesa meira

Opnað fyrir skráningu í skimanir

Opnað hefur verið fyrir skráningu í skimanir vegna covid-19 veirunni á Austurlandi. Skimað verður á Reyðarfirði og Egilsstöðum á laugardag og sunnudag.

Lesa meira

Sýnatakan hafin eystra

Skimun meðan Austfirðinga fyrir covid-19 veirunni hófst á Egilsstöðum og Reyðarfirði um klukkan níu í morgun. Alls er gert ráð fyrir að taka 1500 sýni eystra næstu þrjá daga.

Lesa meira

Verða að koma með popp og kók að heiman í bílabíó

Menningarstofa Fjarðabyggðar stendur í kvöld fyrir bílabíói á Eskifirði. Til stendur að standa fyrir fleiri slíkum sýningum á meðan samkomubanni stendur. Forstöðumaður Menningarstofuna segir gott fyrir fólk að komast út og brjóta upp hversdaginn innan allra reglna.

Lesa meira

Fylltist í sýnatöku á klukkutíma

Allir tímar í skimun vegna covid-19 veirunnar á Austurlandi eru uppbókaðir. Um 1000 sýni verða tekin úr Austfirðingum.

Lesa meira

Sérstakt að varaforsetinn hafi ætlað að bjóða lífskjör alþýðufólks til viðbótar ríkisaðgerðum

Stjórn AFLs starfsgreinasambands segir gagnrýni á miðstjórn Alþýðusambands Íslands (ASÍ) fyrir að vilja ekki seinka kjarasamningshækkunum né skerða mótframlag í lífeyrissjóði ósanngjarna því miðstjórnin hafi ekki heimild til þess. Hörð gagnrýni er sett á fyrrum varaforseta sambandsins fyrir að styðja slíkar aðgerðir.

Lesa meira

Bætt við tímum í skimun

Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa borist fleiri pinnar til að taka covid-19 sýni. Fleirum býðst því að skráð sig í rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á útbreiðslu veirunnar í íslensku samfélagi.

Lesa meira

Mál gegn Gautavíkurbændum vegna hampræktunar fellt niður

Lögreglan á Austurlandi hefur fellt niður mál gegn ábúendum í Gautavík í Berufirði sem hófst með athugasemd Lyfjastofnunar um ræktun þeirra á iðnaðarhampi. Ábúendur segja málið hafa verið sér þungbært en fagna því að geta nú haldið ótrauð áfram.

Lesa meira

Tengivagn hrökk aftan úr flutningabíl

Ysti hluti leiðarinnar um Tjarnarás á Egilsstöðum lokaðist á fjórða tímanum í dag eftir að tengivagn hrökk aftan úr flutningabíl Flytjanda á leið út götuna.

Lesa meira

Stefnt að skimunum um helgina

Íslensks erfðagreining, í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Austurlands, stefnir að því að skima fyrir covid-19 smiti meðal Austfirðinga um helgina.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.