Enn von á talsverðri úrkomu

Enn er viðbúið að 70-80 mm af úrkomu eigi eftir að falla þar sem mest lætur áður en styttir upp. Ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar um skriður af Austfjörðum.

Lesa meira

Kynna nýja samskiptastefnu í Egilsstaðaskóla

Það aðeins ef samskipti í skólum eru góð og gefandi sem byggja má á þeim árangursríkt nám. Það er meginstef nýs hugmyndakerfis sem Egilsstaðaskóli hefur tekið upp og hyggst kynna fyrir foreldrum og forráðamönnum nemenda í vikunni.

Lesa meira

Höfnuðu áskorun Landverndar vegna vindorkuvers við Klaustursel

Rétt tæplega sex þúsund einstaklingar skrifuðu undir áskorun Landverndar á sveitarstjórn Múlaþings þess efnis að hafna alfarið öllum hugmyndum norska fyrirtækisins Zephyr um byggingu allt að hundrað vindmylla í landi Klaustursels í Efri-Jökuldal.

Lesa meira

Vegurinn til Mjóafjarðar í sundur á tveimur stöðum

Vegurinn til Mjóafjarðar er kominn sundur á tveimur stöðum að sögn heimamanns. Allir hafa það gott í firðinum en nokkrar áhyggjur eru af ferðafólki sem enn er töluvert að þvælast á þessum slóðum.

Lesa meira

Aflétta öllum rýmingum á Seyðisfirði

Að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hafa lögregluyfirvöld á Austurlandi ákveðið að afléttu öllum rýmingum á Seyðisfirði.

Lesa meira

Rigning sem vænta má á meira en 100 ára fresti í Neskaupstað

Úrkomu eins og þeirrar sem steyptist yfir Neskaupstað í gær má vænta þar á ríflega 100 ára fresti. Engar tilkynningar hafa enn borist um skriðuföll eða aðrar vatnsskemmdir af Austfjörðum eftir nóttina. Á flestum stöðum er stytt upp.

Lesa meira

Fáskrúðsfjörðurinn kolmórauður og alls staðar lækir - Myndir

Mesta úrkoma sem fallið hefur á landinu síðan úrhellisrigning hófst aðfaranótt mánudags er á Fáskrúðsfirði, rúmir 160 mm. Fjórðungur þess féll á þremur tímum í kringum miðnættið. Skemmdir eru farnar að sjást í varnargörðum meðfram Dalsá.

Lesa meira

Allt meira og minna með felldu á Eskifirði

Björgunarsveitarmenn á Eskifirði hafa verið að taka stöðuna í og við bæinn síðan snemma í morgun. Þrátt fyrir vatnavexti hafa engin vandamál komið upp enn sem komið er.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.