„Samkvæmt útreikningi verkfræðinga og framleiðanda mun hávaðinn fara undir viðmiðunarmörkin“

Fyrr í dag greindi Austurfrétt frá því Fjarðabyggð hafi veitt Loðnuvinnslunni byggingarleyfi fyrir viðbyggingu á vinnslu sinni á þeim forsendum „að hljóðvist við Búðaveg 24 verði mæld þegar framkvæmdum er lokið og búnaður kominn í fulla virkni, til að sannreyna útreikninga um að hljóðstig sé innan tilskilinna marka.“

Lesa meira

Fækkar á tjaldsvæðum Austurlands

Síðastliðinn mánuð hafa öll tjaldsvæði á Austurlandi verið meira og minna full af sólarþyrstum Íslendingum.

Lesa meira

Fólk hugi að persónubundnum sóttvörnum

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi minnir fólk á að sinna vel persónubundnum sóttvörnum. Mikill fjöldi COVID smita hefur greinst að undanförnu og voru þau t.d. 123 talsins í fyrradag.

Lesa meira

„Ekki svefnfriður í jafnvel svo vikum og mánuðum skiptir“

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði ætlar að byggja 147,5 m2 og 652,7 m3 viðbyggingu í kverk austan við frystitækjasal fyrirtækisins og norðan við núverandi pökkunarsal auk starfsmannaaðstöðu í húsnæði fyrirtækisins að Hafnargötu 32.

Lesa meira

Meiri makríll fyrir austan landið en í fyrra

Bráðbirgða niðurstöður sýna að magn makríls í íslenskri landhelgi er meira en sumarið 2020 en mun minna en áratuginn þar á undan. Makríll hefur áberandi meiri útbreiðslu fyrir austan landið en sumarið 2020 en þéttleikinn er lítill.


Lesa meira

Þungt yfir næstu daga

Veðursældin hefur verið einstök á Austurlandi síðastliðinn mánuð og hitatölur margsinnis farið fyrir 20 gráður.

Lesa meira

Halda sirkusnámskeið í Fellabæ og Neskaupstað

Sirkushópurinn Hringleikur býður upp á tveggja daga sirkusnámskeið fyrir 8-16 ára í íþróttahúsinu í Fellabæ 30.-31. júlí. Námskeiðið er klukkan 11:00-13:30 báða dagana. Á sömu dögum og tímum er einnig boðið upp á slíkt námskeið í íþróttahúsinu í Neskaupstað.


Lesa meira

Minnst af COVID smitum á Austurlandi

Annan daginn í röð finnast yfir 100 COVID smit á landinu en þau voru 115 í gærdag. Af einstökum landshlutum er minnst af smitunum á Austurlandi.

Lesa meira

Veginum við Kárahnjúka lokað í tvo daga

Vegna framkvæmda á vegum Landsvirkjunar í Fremri-Kárahnjúk þarf að loka veginum fimmtudaginn 29. júlí milli kl. 10:00 og 20:00 og einnig á föstudaginn 30. júlí milli kl. 08:00 og 18:00.

Lesa meira

Létt hreyfing í náttúrunni getur losað um streituna

Brynhildur Arthúrsdóttir frá Syðri-Vík í Vopnafirði, stendur um næstu helgi fyrir námskeiðinu Konur í kærleika á heimaslóðum sínum. Hún segir létta hreyfingu í náttúrunni geta losað um spennu sem herjar á mannfólkið í daglegu lífi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.