Sundlaugar og skíðasvæði opna að nýju

Í nýjum sóttvarnareglum heilbrigðisráðherra kemur fram að frá og með fimmtudeginum fari almennar fjöldatakmarkanir úr 10 í 20 manns. Hægt verður að hefja íþróttastarf, sund og heilsurækt með takmörkunum.


Lesa meira

360 skammtar af bóluefni

360 skammtar af bóluefni gegn Covid-19 verða gefnir á Austurlandi í vikunni. Meira en helmingur þeirra verður á Vopnafirði.

Lesa meira

Miðflokkurinn skoðar framboðsmál eftir þinglok

Ekki hefur enn verið ákveðið hvaða leið verður farin hjá Miðflokkinum við val á framboðslista fyrir þingkosningarnar í haust. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, hefur staðfest að hann gefi áfram kost á sér í Norðausturkjördæmi.

Lesa meira

Undirbúningur að Vopnaskaki 2021 hafinn

Menningarmálanefnd Vopnafjarðar hefur hafið undirbúning að hinni árlegu bæjarhátið Vopnaskak í sumar. Áætluð tímasetning hátíðarinnar er í kringum helgina 3-4. júlí.


Lesa meira

Skólastjóri Fellaskóla sé einnig skólastjóri á Borgarfirði

Borgfirðingar vilja til að skólastjóri Fellaskóla verði einnig skólastjóri Grunnskóla Borgarfjarðar. Töluverð samvinna hefur verið milli skólana á síðustu árum. Skólinn á Borgarfirði er mjög fámennur en í honum eru fjórir nemendur í vetur.


Lesa meira

Veðurblíða í kortunum á Austurlandi

Veðurstofan hefur spáð talsverðri veðurblíðu á Austurlandi næstu dagana. Á kortinu sem fylgir hér með sést staðan á hádegi á fimmtudaginn kemur hvað hita varðar.

Lesa meira

Skemma brann á bænum Freyshólum

Allt tiltækt slökkvilið á Egilsstöðum var kallað út í dag að bænum Freyshólum í útjaðri Hallormsstaðarskógar þar sem skemma stóð í ljósum logum. Ekki tókst að bjarga skemmunni en slökkviliðið kom í veg fyrir að eldurinn bærist í nærliggjandi einbýlishús.

Lesa meira

Ratcliffe aftur orðinn ríkastur Breta

Jim Ratcliffe, landeigandi í Vopnafirði og stangveiðimaður, er á ný orðinn ríkasti maður Bretlandseyja. Eignir hans eru metnar á 17 milljarða Bandaríkjadala eða um 2.177 milljarða íslenskra króna.

Lesa meira

Eiríkur Björn oddviti Viðreisnar?

Útlit er fyrir að Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrum bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, skipi fyrsta sætið á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.