Orkumálinn 2024

Afkoma A-hluta Fjarðabyggðar verri en reiknað var með

Þótt heildarafkoma Fjarðabyggðar á síðasta ári hafi verið jákvæð um 410 milljónir var afkoma A-hluta neikvæð um 102 milljónir, 80 milljónum verri en búist var við. Óhagstæð vaxtaþróun skýrir það að miklu leyti. Á sama tíma er veltufjárhlutfall sveitarfélagsins með allra besta móti.

Lesa meira

Skerðingar á rafmagni munu vara lengur fram á vorið

Miðlunarstaða Hálslóns er með því allra lægsta sem sést hefur alla tíð frá gangsetningu Fljótsdalsvirkjunar árið 2007. Vegna þess og svipaðrar stöðu í öðrum lónum landsins þarf Landsvirkjun að skerða áfram raforku til viðskiptavina lengur en vonast var til.

Lesa meira

Körfubolti: Valur vann fyrsta leikinn í einvíginu

Deildarmeistarar Vals unnu fyrsta leikinn í einvígi þeirra og Hattar í átta liða úrslitum Íslandsmót karla í körfuknattleik, 94-75, en leikið var á Hlíðarenda í gærkvöldi.

Lesa meira

Hið einstaka gistiheimili Kirkjubær á Stöðvarfirði á sölulista

Ekki á hverjum degi sem gömul afhelguð kirkja á Austurlandi dettur inn á söluskrá fasteignasölu. Það þó raunin með gömlu kirkjuna á Stöðvarfirði sem mörg síðustu ár hefur verið rekin sem gistiheimilið Kirkjubær með ágætum árangri.

Lesa meira

Fyrstu lundar ársins komið sér fyrir í Hafnarhólma

Það greypt almennt í þjóðarsálina að heiðlóan sé hinn sanni vorboði ár hvert en ófáir Austfirðingar telja þó að lundinn sé ekki síðri boðberi betri og hlýrri tíðar. Fyrstu lundarnir komu sér einmitt fyrir í Hafnarhólma á Borgarfirðri eystri um kvöldmatarleytið í gær.

Lesa meira

Óskapnaður að búa til eitt kjördæmi frá Siglufirði austur á Djúpavog

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi Alþingismaður og ráðherra, segir núverandi kjördæmakerfi hafa dregið úr tengslum þingmanna við fólkið í landinu. Innan sama kjördæmis hafi lent staðir sem eigi lítið sameiginlegt. Miður sé að hugmyndir um millistig stjórnsýslu í landinu hafi aldrei orðið til.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.