Landsnet kannar skemmdir eftir storminn

Starfsmenn Landsnets kanna nú skemmdir sem urðu á flutningslínum raforku milli landshluta í óveðrinu sem gekk yfir Austurland á sunnudag og mánudag. Útleysing á línunni milli Fljótsdalsstöðvar og álvers Alcoa Fjarðaráls í Reyðarfirði hratt af stað keðjuverkun sem varð til þess að hálft landið varð rafmagnslaust.

Lesa meira

Steypujárn af byggingasvæði skemmdu íbúðarhús á Seyðisfirði

Skemmdir urðu á íbúðarhúsi við Garðarsveg á Seyðisfirði vegna foks af byggingavæði á gamla knattspyrnuvellinum í óveðrinu sem gekk yfir Austurland á sunnudag. Húseigandi segir mikil læti hafa verið þegar mottur úr steypujárni lentu á húsinu.

Lesa meira

Aldrei séð jafn mikla seltu á raflínunum

Viðbúið er að rafmagnslaust verði í Berufirði fram yfir hádegi í dag og miklar truflanir voru í gær í Fáskrúðsfirði og á svæðinu sunnan við Djúpavog. Starfsmenn Rarik berjast við að hreinsa seltu af línum eftir storminn í byrjun vikunnar.

Lesa meira

Grisja þarf skóga fyrr og hafa þá blandaða

„Þarna er engum um að kenna enda höfum við sofið aðeins á verðinum gagnvart þessu hingað til en ég tel víst að ástæða þess hve illa fór á Djúpavogi sé að þar hafi ekki verið grisjað nógu snemma,“ segir Þröstur Eysteinsson, skógræktarstjóri.

Lesa meira

Flest umferðarslys í ágústmánuði

Alls níu umferðarslys urðu austanlands í ágústmánuði með þeim afleiðingum að ellefu einstaklingar þurftu á læknisaðstoð að halda.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.