Óbreytt staða eftir nóttina

Engin tíðindi hafa borist af ofanflóðum á Austfjörðum í nótt. Úrkoma síðustu klukkutíma virðist mest hafa fallið sem slydda á láglendi.

Lesa meira

Blokkirnar á Seyðisfirði rýmdar aftur

Veðurstofan ákvað undir klukkan tvö í dag að rýma aftur hluta af reit 14 á Seyðisfirði frá klukkan níu í kvöld. Um svipað leyti var vegurinn yfir Fjarðarheiði opnaður.

Lesa meira

Appelsínugul viðvörun gefin út fyrir Austfirði

Veðurstofa Íslands hefur gefið út appelsínugula viðvörun fyrir Austfirði vegna ofankomu og síðar asahláku. Viðvörunin tekur gildi klukkan 19 í kvöld og gildir út morgundaginn.

Lesa meira

Mesta fannfergi á Reyðarfirði í áratugi

„Auðvitað var svona mikill snjór ósköp algengt og eðlilegt hér fyrir margt löngu en ég skal viðurkenna að það eru æði mörg ár síðan ég sá svona mikinn snjó í bænum,“ segir Guttormur Örn Stefánsson, snjómoksturmaður á Reyðarfirði.

Lesa meira

Hvernig er spáð að veðrið gangi yfir Austfirði?

Úrkoma, sem síðar færist norðar eftir Austfjörðum, er byrjuð á Teigarhorni í Berufirði. Tvær veðurviðvarnir eru í gildi fyrir Austfirði á morgun, önnur vegna snjókomu, hin vegna asahláku. Hætta er á að vegir lokist og rafmagnstruflunum fram til föstudag.

Lesa meira

Allnokkrir halda brott frá Neskaupstað meðan veðrið gengur yfir

Þó þorri bæjarbúa í Neskaupstað ætli sér að halda kyrru fyrir og takast á við hvað það sem veðurguðirnir bjóða upp á næstu sólarhringa er nokkur fjöldi sem ætlar sér burt og hefur þegar komið sér á braut það sem af er degi. Ein þeirra er Kristín Hávarðardóttir og fjölskylda hennar.

Lesa meira

„Velflestir í Neskaupstað að búa sig undir að vera bara heima um hríð“

Almannavarnir, lögregla og viðbragðsaðilar hvetja íbúa á hættusvæðum austanlands til að halda kyrru fyrir í húsum sínum sé þess kostur næstu dægrin vegna slæmrar veðurspár. Miðað við mikla traffík í Kjörbúðinni í Neskaupstað í gær og í dag eru líklega margir að hlýta því kallinu.

Lesa meira

„Teljum okkur vel sett með mannafla og búnað“

Viðbragðsaðilar á Austfjörðum búa sig undir það sem koma skal eftir að appelsínugul veðurviðvörun var gefin út fyrir svæðið í kvöld og á morgun. Viðbragðsstaðan er talin ágæt en íbúar eru hvattir til að halda sig heima meðan viðvaranir eru í gildi. Komið gæti til frekari rýminga á húsum í dag.

Lesa meira

Hvert er hægt að leita eftir sálrænum stuðningi?

Á Austurlandi starfar samráðshópur um áfallahjálp sem veitir sálrænan stuðning á tímum eins og nú þar sem hundruð manns hafa þurft að rýma heimili sín Seyðisfirði, Eskifirði og í Neskaupstað vegna snjóflóðahættu. Á vegum hópsins hefur einnig verið gefið út fræðsluefni sem aðgengilegt er á netinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.