Varað við úrkomu á Austfjörðum

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna úrkomu á Austfjörðum í nótt og á morgun. Sérstaklega verður fylgst með ástandinu á Seyðisfirði og Eskifirði meðan veðrið gengur yfir.

Lesa meira

Seyðfirðingar hittast í kvöldverði í Herðubreið

Á fimmtudagskvöldum hittast Seyðfirðingar og borða saman í félagsheimilinu Herðubreið. Skipuleggjandi segir mikilvægt fyrir íbúa að hittast og tala saman í kjölfar skriðufallanna í desember.

Lesa meira

Sérstök upplýsingasíða fyrir Seyðfirðinga

Starfshópur á vegum íslensku ríkisstjórnarinnar hefur komið upp sérstakri upplýsingasíðu á vefsvæðinu Island.is fyrir íbúa á Seyðisfirði í kjölfar skriðufallanna sem urðu þar um miðjan desember.

Lesa meira

Fannst þakið ekki fjúka af heldur sogast upp

Um 300 fermetrar af þaki brettasmiðju Tandrabergs á hafnarsvæðinu í Norðfirði eru ónýtir eftir óveðrið síðasta laugardag. Nokkrir starfsmenn voru að störfum þar inni þegar þakið fór af, meðal annars framkvæmdastjórinn sem segir óhugnanlegt hafa verið að fylgjast með.

Lesa meira

Vinnu hætt á skriðusvæðinu

Búið er að rýma svæðið á svæði stóru skriðunnar á Seyðisfirði sem og starfssvæði Síldarvinnslunnar í öryggisskyni eftir að vart varð við los á jarðvegi utarlega í skriðusvæðinu.

Lesa meira

Fyrsti fundur ríkissáttasemjara á landsbyggðinni í áratugi

Fundað hefur verið í kjaradeilu AFLs Starfsgreinafélags og Rafiðnaðarsambands Íslands við Alcoa Fjarðaál á Egilsstöðum í dag og í gær. Ríkissáttasemjari kom austur til að stýra fundum og mun þetta vera í fyrsta sinn í áraraðir sem haldnir eru fundir á hans vegum utan höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

Skautafélagið fær grindur að gjöf

Skautasvellið við Samfélagssmiðjuna hefur notið mikilla vinsælda meðal barna og fullorðinna í vetur. Skautafélaginu barst á dögunum gjöf frá versluninni Vaski en þau gáfu stuðningsgrindur fyrir byrjendur.

Lesa meira

Sprunga hefur lengst en engin aukin hætta talin á ferðum

Sprunga, sem gengur út frá farvegi stóru skriðunnar er féll á Seyðisfjörð þann 18. desember, hefur lengst. Engin hreyfing virðist þó vera á jarðveginum í kringum hana og því talið óhætt að halda áfram vinnu á skriðusvæðinu.

Lesa meira

„Mér fannst fjallið springa fyrir framan augun á mér“

Tíma tekur fyrir Seyðfirðinga að treysta aftur fjöllunum fyrir ofan bæinn eftir aurskriðurnar sem féllu þar um miðjan desember. Um þrjátíu manns bíða enn eftir upplýsingum um hvort það geti búið aftur í húsum sínum á svæðinu þar sem stóra skriðan féll 18. desember. Íbúi sem horfði á skriðuna koma niður ofan heimilis síns segist enn upplifa það augnablik.

Lesa meira

Nýtt smit eftir landamæraskimun

Fimm einstaklingar eru nú í einangrun vegna Covid-19 veirunnar á Austurlandi. Allir greindust við komuna til landsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.