Kennsla felld niður í þremur skólum á morgun

Á fundi aðgerðastjórnar Austurlands í dag var ákveðið, í samráði við Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, að fella niður kennslu í Nesskóla í Neskaupstað, Eskifjarðarskóla og Grunnskóla Reyðarfjarðar á morgun, föstudaginn 14. janúar.

Lesa meira

Stærsta loðnufarmi sögunnar landað á Seyðisfirði

„Þetta er stærsti loðnufarmur sem hingað hefur borist og ég hef reyndar aldrei heyrt um stærri loðnufarm,“ segir Eggert Ólafur Einarsson verksmiðjustjóri Síldarvinnslunnar í samtali á vefsíðu félagsins. Um er að ræða 3.211 tonn sem Börkur NK landaði í gærdag á Seyðisfirði.

Lesa meira

Sýni komust ekki suður vegna veðurs

„Sýni sem voru tekin í gær á Reyðarfirði og Egilsstöðum komust ekki suður til greiningar þar sem hvorki var flogið seinnipartinn eða í gærkvöldi vegna veðurs. Sýnin fóru því suður með fyrstu vél í morgun. Niðurstöður eru væntanlegar síðar í dag eða kvöld.“

Lesa meira

Samþykkt að leita leiða til að bæta vetrarþjónustu í Múlaþingi

„Ég hef það eftir akstursaðila á Fjarðarheiðinni að þjónustan hefur þar versnað og það er ekki í samræmi við það sem var búið að tala um þegar við vorum að vinna að þessari sameiningu hér í Múlaþingi,“segir Hildur Þórisdóttir, sveitarstjórnarmaður, en samþykkt var á fundi sveitarfélagsins í vikunni að leita leiða til að endurskoða og bæta vetrarþjónustu á vegum.

Lesa meira

Síldarvinnslan kaupir jörð til skógræktar

Síldarvinnslan hefur fest kaup á jörðinni Fannardal í Norðfirði og er áformað að nýta hana til skógræktar. Með skógræktinni mun fyrirtækið hefja bindingu kolefnis á móti þeirri kolefnislosun sem það veldur með starfsemi sinni.

Lesa meira

Aukinn fjöldi í einangrun og sóttkví á Austurlandi

Nokkur aukning hefur orðið í fjölda einstaklinga sem eru í einangrun eða sóttkví á Austurlandi vegna COVID. Á vefsíðunni covid.is má sjá að nú eru 131 einstaklingur í einangrun og 175 í sóttkví.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.