


Engin olía lekið úr prammanum
Kafar, sem í dag köfuðu niður að fóðurpramma Laxa fiskeldis sem sökk í óveðrinu á laugardag, fundu engin ummerki um að olía læki úr prammanum. Ástandið á prammanum verður skoðað nánar á morgun. Ekki liggur fyrir hvers vegna hann sökk.
Loðna fannst norðan Íslands allt að Langanesdýpi
Loðna fannst með landgrunnskantinum norðan Íslands allt austur að Langanesdýpi. Ekkert var að sjá á grunnum né með kantinum austan lands. Að megninu til fékkst hrygningarloðna í togsýnum. Niðurstöður mælinganna munu liggja fyrir í vikunni.

Rafmagn kemst á sunnanverðan Fáskrúðsfjörð
Verið er að vinna að viðgerð á rafmangslínu sem sló út í sunnanverðum Fáskrúðsfirði í óveðrinu um helgina. Enn eru þrír sveitabæir þar án rafmagns en viðgerð ætti að ljúka nú fyrir hádegið.
Ekkert sem bendir til sóttvarnabrots
Lögreglan á Austurlandi hefur ekki fundið neinar upplýsingar sem benda til þess einstaklingur hafi rofið einangrun og brotið sóttvarnalög í Neskaupstað í dag. Rannsókn málsins er lokið.
Breiðdalsvík í klakabrynju – Myndir
Berja þurfti ís reglulega af bátum sem stóðu í höfninni á Breiðdalsvík á laugardag til að þeir héldust á floti. Þegar storminn lægði sáust ummerki eftir mikinn sjógang á hafnarsvæðinu sem var hneppt í klakabönd.
Einstaklega góð jólaverslun á Egilsstöðum
Jólaverslunin í síðasta mánuði var einstaklega góð á Egilsstöðum og mun betri en í fyrra. Greinilegt er að íbúar bæjarins hafa tekið vel í áskoranir um að versla í heimabyggð.
Tíu þúsund lítrar af olíu í prammanum
Byrjað er að reyna að koma fóðurpramma fiskeldisfyrirtækisins Laxa, sem sökk í Reyðarfirði í nótt, á flot aftur. Ráðstafanir eru gerðar til að reyna að hindra mengun frá prammanum.
Olís í Neskaupstað lokað vegna meints sóttvarnabrots
Þjónustustöð Olís í Neskaupstað var lokað um kvöldmatarleytið í kjölfar ábendinga til lögreglu um brot á sóttvarnarlögum.
Milljarða króna stækkun hjá SVN í Neskaupstað
Ákvörðun hefur verið tekin um að stækka fiskimjölsverksmiðju Síldarvinnslunnar (SVN) í Neskaupstað og auka afköst við hrognavinnslu um helming. Afköst verksmiðjunnar fara úr 1.400 tonnum og í 2.380 tonn á sólarhing. Áætlað er að þessar framkvæmdir kosti um 5 milljarða kr.
Ekki stórvægilegt tjón á Seyðisfirði
„Miðað við óveðrið má segja að Seyðisfjörður hafi sloppið vel. Það varð að vísu foktjón í stöku tilvikum en það var ekki stórvægilegt,“ segir Jens Hilmarsson vettvangsstjóri á Seyðisfirði.