Óvissustigi aflétt

Veðurstofan aflétti í morgun óvissustigi vegna snjóflóðahættu á Austfjörðum. Engar tilkynningar bárust um snjóflóð í gær. Fjarðarheiði er enn ófær en undirbúið að opna hana.

Lesa meira

Snjóflóðahætta á Seyðisfirði og Fjarðarheiðin lokuð

Óvissuástandi var lýst yfir á Seyðisfirði í morgun vegna snjóflóðahættu. Á sama tíma hefur vegurinn yfir Fjarðarheiði verið lokaður síðan um miðjan dag í gær. Björgunarsveitarmaður segir umræðu um jarðgöng aukast við svona kringumstæður.

Lesa meira

Fækka nefndum Fjarðabyggðar úr sjö í fjórar

Vinna er hafin við að fækka fastanefndum sveitarfélagsins Fjarðabyggðar úr sjö í fjórar. Skipulags- og framkvæmdamál hafa verið sameinuð á ný, innan við tveimur árum eftir að verkefnunum var skipt milli tveggja nefnda. Forseti bæjarstjórnar segir nýtt nefndaskipulag betur í takt við sviðsskiptingu sveitarfélagsins.

Lesa meira

Fundir um nýtt verkefni í öldrunarmálum

Kynningarfundir verða haldnir á Egilsstöðum og á Reyðarfirði um nýtt verkefni sem kallast „Gott að eldast.“ Sveitarfélögin Múlaþing og Fjarðabyggð eru þátttakendur í því frá byrjun.

Lesa meira

Flutningaskip strandaði í Gleðivík

Flutningaskipið Scanbio Viking strandaði í Innri-Gleðivík á Djúpavogi á laugardagsmorgunn. Skipið losnaði á flóði og var dregið að bryggju með beltagröfum. Skrokkur þess er í lagi en skrúfa og stýri löskuð.

Lesa meira

Seyðfirðingar geta nú drukkið vatn úr krönunum á ný

Gengið hefur verið úr skugga um að neysluvatn Seyðfirðinga er nú vandræðalaust að drekka en staðfest er að vatnið er orðið laust við gerla og aðra hugsanlega mengun eftir að geislunartæki vatnsveitu bæjarins bilaði fyrir viku síðan. Síðan það gerðist hefur þurft að sjóða allt neysluvatn svo öruggt sé.

Lesa meira

Engar vísbendingar um hvað olli dauða hundanna í Breiðdal

Engar vísbendingar hafa komið fram um hvað olli dauða tíu hunda á bæ í Breiðdal í sumar. Rannsókn málsins hefur verið hætt að sinni. Rannsókn á upptökum eldvoðans í Vaski leiddi heldur ekki til afgerandi niðurstaðna.

Lesa meira

Sáralítið mælist af loðnu

Lítið hefur komið í ljós af loðnu í leiðangri sem hófst í síðustu viku. Eitt skipanna lauk um síðustu helgi yfirferð sinni úti fyrir Norðaustur- og Austurlandi.

Lesa meira

Strax jákvæð áhrif af snjallsímabanni í Egilsstaðaskóla

Frá ársbyrjun hefur börnum og unglingum í Egilsstaðaskóla verið meinað að nota snjallsíma sína meðan á skólatíma stendur. Nú einum og hálfum mánuði síða eru strax sjáanleg jákvæð áhrif að sögn skólastjórans.

Lesa meira

Ekkert Nettó í Neskaupstað

Samkaup telja ekki forsendur til að breyta verslun sinni í Neskaupstað úr Kjörbúð í Nettó. Leitað sé leiða til að styrkja Kjörbúðina og lækka vöruverð í henni. Íbúar í Neskaupstað telja fyrirtækið eiga inni tækifæri í aukinni verslun ef vöruverðið væri lægra.

Lesa meira

Skerða raforku til stóraðila á borð við Alcoa Fjarðaáls

Rúmur mánuður er síðan öllu notendum ótryggrar orku austanlands var tilkynnt um raforkuskerðingar til þeirra næstu mánuðina. Nú hefur stórnotendum sem greiða fyrir trygga raforku verið tilkynnt það sama.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.