Gagnrýna tafir á fjárhagsáætlun Vopnafjarðar

Minnihlutinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps gagnrýnir að drög að fjárhagsáætlun liggi ekki enn fyrir þótt samþykktir hreppsins geri ráð fyrir að þau liggi fyrir eigi síðar en 1. nóvember ár hvert. Oddviti sveitarstjórnar segir seinkunina skýrast af miklu álagi á starfsfólks hreppsskrifstofunnar.

Lesa meira

Aðaleigandi laxeldisins á Austfjörðum leitar að nýjum meðeiganda

Måsøval Eiendom, meirihlutaeigandi Ice Fish Farm sem á öll leyfi til fiskeldis á Austfjörðum, hefur ráðið ráðgjafafyrirtæki til að leita eftir mögulegum meðeiganda að eignarhluta þess í Ice Fish Farm, móðurfélagi Fiskeldis Austfjarða/Laxa.

Lesa meira

Móðurást fallegasta íslenska orðið

Orðið „móðurást“ var valið fallegasta orð íslenskrar tungu í kosningu á vegum Verkmenntaskóla Austurlands. Þetta var tilkynnt í morgun á sama tíma og skólinn tók á móti Grænfánanum í þriðja sinn.

Lesa meira

Kynna niðurstöður vindorkuferðar fyrir íbúum Fljótsdals

„Ekki reyndist unnt að fá tæmandi upplýsingar um greiðslur til landeigenda eða nákvæman hlut sveitarfélags vegna leigu lands undir vindorkugarða en þó kom fram að árleg greiðsla fyrir hverja meðalstóra vindmyllu gæti verið kringum eina millljón króna.“

Lesa meira

Foreldrar á Eskifirði hika við að senda börn sín í íþróttir vegna ástands íþróttahússins

Dæmi eru um að foreldrar á Eskifirði hafi óskað eftir því að börn þeirra þurfi ekki að mæta í íþróttir vegna ástands íþróttahúss staðarins. Mikils leka varð vart þar í byrjun vikunnar eftir rigningar síðustu daga og ekki í fyrsta sinn. Bæjarstjóri segir vonbrigði að fyrri aðgerðir hafi ekki skilað árangri en vandamál virðist í þakrennukerfi hússins.

Lesa meira

Sýni tekið úr neysluvatni á Hallormsstað í dag

Íbúum á Hallormsstað hefur síðan síðdegis á mánudag verið ráðlagt að sjóða neysluvatn eftir að óhreinindi bárust í það vegna mikilla vatnavaxta. Unnið er að því að skola út úr kerfinu.

Lesa meira

Ekki fundust fleiri rómverskir peningar á Bragðavöllum

Fornleifafræðingar leituðu í sumar eftir frekari minjum í landi Bragðavalla í Hamarsfirði. Rómverskir peningar sem fundust þar snemma á síðustu öld eru taldir elstu munir sem fundist hafa hérlendis. Ekki fundust fleiri slíkir við athugunina núna.

Lesa meira

Veðurstofan ánægð með mælitækin á Seyðisfirði

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands eru afar ánægðir með þau gögn sem þeim berast úr mælitækjum sem vakta jarðhreyfingar í hlíðinni fyrir ofan byggðina í sunnanverðum Seyðisfirði. Enn er verið að setja upp ný tæki til að styrkja kerfið.

Lesa meira

Samkeppnisyfirlitið grípur ekki inn í kaup Síldarvinnslunnar á Vísi

Samkeppniseftirlitið telur ekki ástæðu til íhlutunar vegna kaupa Síldarvinnslunnar á Vísi í Grindavík sem tilkynnt var um í sumar þar sem hún hafi ekki teljandi áhrif á stöðu í íslenskum sjávarútvegi. Eftirlitið telur hins vegar ástæðu til að skoða hvort eigna- og stjórnunartengsl í íslenskum sjávarútvegi, þar með talið tengsl Síldarvinnslunnar við Samherja, séu meiri en áður hafi verið skýrt frá.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.