Brýn þörf á fræðslu ef lækka á kosningaaldur niður í sextán ár

Verði frumvarp til laga þess efnis að lækka skuli kosningaaldur niður í sextán ár, eins og tíu þingmenn hafa lagt fram, að veruleika er bráðnauðsynlegt að ríki og eða sveitarfélögin kynni málið ítarlega fyrir þeim ungmennum sem skyndilega mega kjósa á þeim aldri.

Lesa meira

Allir viljugir að aðstoða Grindvíkinga

Íris Sverrisdóttir, uppalinn Grindvíkingur sem í dag býr á Egilsstöðum, segir mikinn samhug ríkja meðal Grindvíkinga hvar sem þeir séu uppaldir eftir að bærinn var rýmdur vegna hættu á eldgosi síðasta föstudag. Þá séu aðrir landsmenn tilbúnir að gera það sem þeir geta til að aðstoða.

Lesa meira

Bíll út í sjó í Reyðarfirði í hálku

Ökumaður slapp án teljandi meiðsla þegar bifreið endaði úti í sjó í Reyðarfirði neðan við Fáskrúðsfjarðargöng. Lúmsk hálka var á vegum á Austfjörðum í morgun.

Lesa meira

Sr. Jóna Kristín: Finn sárt til með íbúum Grindavíkur

Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, sóknarprestur í Austfjarðaprestakalli, segist finna ákaft til með íbúum Grindavíkur sem bíða þess sem verða vill vegna eldgosahættu við bæinn. Hún bjó þar í um 20 ár og á þar enn bæði fjölskyldu og vini sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín.

Lesa meira

Segir heimastjórn Seyðisfjarðar hafa brugðist hlutverki sínu

Hildur Þórisdóttir, oddviti Austurlistans í sveitarstjórn Múlaþings, telur að heimastjórn Seyðisfjarðar hafi brugðist því meginhlutverki sínu að vera rödd íbúa bæjarins með áskorun sinni til Matvælastofnunnar um að flýta útgáfu leyfis vegna fiskeldis í firðinum.

Lesa meira

Lýsir áhyggjum af leikskólamálum á Héraði næstu árin

Miðað við fjárhagsáætlun Múlaþings til ársins 2027 er ekki gert ráð fyrir neinni aukningu leikskólaplássa á Héraði frá því sem nú er fyrr en árið 2030. Það þrátt fyrir að nú þegar séu fyrirséð vandamál og plássleysi.

Lesa meira

Minnka tilgreint verndarsvæði í byggðinni á Djúpavogi

Samþykkt hefur verið að minnka það svæði á Djúpavogi sem lengi vel hefur verið sérstaklega tilgreint sem verndarsvæði í byggð. Þar með fellur meðal annars gamla kirkjan í bænum út af því svæði

Lesa meira

Íbúafundur um rafeldsneyti og menningarmót í Fjarðabyggð

Íbúafundur verður á Reyðarfirði í kvöld um áformaða framleiðslu rafeldsneytis þar. Þá býður Menningarstofan til menningarmóta næstu tvö kvöld þar sem rætt verður um menningarstefnu fyrir Fjarðabyggð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.