Bygging viðbyggingu Múlans hafin

Fyrsta skóflustungan að tæplega 800 fermetra viðbyggingu samvinnuhússins Múlans í Neskaupstað var tekin í síðustu viku. Þegar er búið að leigja út nær allt pláss í henni. Tilkoma hússins hefur skapað fjölda nýrra starfa þar.

Lesa meira

Mikilvægt að rætist úr ferðamannasumrinu

Hagtölur gefa vísbendingu um mikinn samdrátt í ferðamennsku á Austurlandi í byrjun sumars. Verkefnastjóri hjá Austurbrú segir stöðuna misjafna milli ferðaþjónustuaðila en erfitt geti orðið hjá mörgum ef ekki rætist úr þegar líður á.

Lesa meira

Austurland greiðir hæstu veiðigjöldin

Austurland greiðir hæstu veiðigjöld einstakra landshluta, 23% af heildinni eða um 2,33 milljarða króna fyrir árið 2023. Þetta er annað árið í röð sem hæstu veiðigjöldin koma úr Austfirðingafjórðungi.

Lesa meira

Stöðvarfjörður fær heimsendingarþjónustu

Íbúar á Stöðvarfirði eiga eftirleiðis hægara um vik að nálgast nauðsynjavörur úr næstu verslun því Krónan á Reyðarfirði hefur bætt þorpinu við þá staði þar sem heimsending er í boði.

Lesa meira

Uppselt að verða á tjaldsvæðinu á Egilsstöðum

Engum dylst sem ekið hefur framhjá tjaldsvæðinu á Egilsstöðum síðustu dagana að þar eru stæðin orðin vel troðin en þó ekki alveg orðið uppselt. Sterkar líkur eru á að það verði raunin síðar í vikunni.

Lesa meira

Góð makrílveiði í gær

Makrílveiðin miðja vegu milli Íslands og Færeyja, þar sem íslensku skipin hafa verið við veiðar undanfarna viku, glæddist í gær. Fiskurinn sem veiðist er stór en í honum mikil áta.

Lesa meira

„Sláandi lágar“ fjárhæðir koma í hlut Austurlands vegna rannsókna- og þróunar

Skattafrádráttur vegna rannsóknar- og þróunarverkefna hefur síðasta áratuginn því sem næst eingöngu skilað sér til höfuðborgarsvæðisins. Hið sama má segja um úthlutanir úr tækniþróunarsjóði. Sáralítið hlutfall hefur runnið til landsbyggðarinnar og hvað minnst til Austurlands. Þingmaður segir sláandi hvað lítið skili sér út á land og kallar eftir bættri ráðgjöf.

Lesa meira

Guðrún Þorkelsdóttir sett á söluskrá

Stjórnendur útgerðarfélagsins Eskju á Eskifirði hafa ákveðið að skrá uppsjávarveiðiskipið Guðrúnu Þorkelsdóttur á söluskrá. Minnkandi kvóti í makríl og loðnubrestur eru stærstu orsakavaldarnir.

Lesa meira

Nýtt mastur rís að Eiðum

Nýtt mastur mun að öllum líkindum rísa að Eiðum innan tíðar en það þó öllu lægra en Eiðamastrið fræga sem fellt var fyrir rúmu einu og hálfu ári síðan.

Lesa meira

Mikil afföll á fuglum eftir hretið í júní

Vísbendingar eru um að mikil afföll hafi verið á fuglum á Austurlandi í óveðrinu sem gekk yfir fjórðunginn í byrjun júní. Þar sem verst lætur virðist um helmingur varps hafa misfarist.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.