Ekki talið brot gegn sóttkví af ásetningi

Lögreglan á Austurlandi hafði í morgun afskipti af erlendum ferðamanni sem talinn var hafa brotið gegn reglum um sóttkví. Eftir að hafa rætt við viðkomandi var talið að brotið hefði verið framið af misskilningi frekar en ásettu ráði.

Lesa meira

Fjarðarheiðin lokuð til morguns

Búið er að loka Fjarðarheiðinni og verður hún lokuð til morguns. Gísli Sæmundsson hjá Vegagerðinni segir að gul veðurviðvörun sé að skella á núna eftir hádegið og því verði ekki reynt að halda heiðinni opinni í dag.

Lesa meira

Spá allt að 40 m/s í hviðum á Austfjörðum

Gul veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum klukkan þrjú í dag og sendur til klukkan níu í fyrramálið. Spáð er vindhraða upp að 40 m/s í snörpum vindhviðum.


Lesa meira

Mikið um hraðakstur í mars á Austurlandi

Í marsmánuði voru hundrað og fimmtíu ökumenn stöðvaðir á Austurlandi vegna of hraðs aksturs, margir þeirra innanbæjar. Tvö hundruð umferðarlagabrot voru skráð í mánuðinum.

Lesa meira

Breytt fyrirkomulag Eyrarrósarinnar

Eyrarrósin, verðlaun fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, verður framvegis afhent á tveggja ára fresti í stað eins áður. Verðlaunaféð hækkar á sama tíma.

Lesa meira

Eydís í þriðja sæti hjá Samfylkingunni

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og Hilda Jana Gísladóttir, bæjarfulltrúi á Akureyri, skipa efstu sætin á lista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi þingkosningar. Eydís Ásbjörnsdóttir, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, er efst Austfirðinga í þriðja sætinu.

Lesa meira

Fundað með húseigendum um mat Ofanflóðasjóðs í næstu viku

Áformað er að funda með eigendum húsa við Stöðvarlæk á Seyðisfirði eftir helgi. Búseta í húsunum er nú óheimil vegna skriðuhættu. Íbúar hafa lýst óánægju með lágt verðmat á húsunum sem í einhverjum tilfellum er undir fasteignamati.

Lesa meira

Olíudreifing vill bætur vegna tjóns á Seyðisfirði

Olíudreifing hefur óskað eftir því að Múlaþing taki til skoðunar hvort grundvöllur sé til úrbóta eða mögulegra bóta vegna tjóns sem varð á olíubirgðageymi félagsins í kjölfar uppdælingar á sandi undan lóð félagsins á Seyðisfirði sumarið 2017.

Lesa meira

Enginn lengur veikur í súrálsskipinu

Allir þeir skipverjar af súrálsskipinu Taurus Confidence, sem greindust með Covid-19 veiruna við komu þess til Mjóeyrarhafnar 20 mars, teljast nú heilir heilsu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.