Hættustigi vegna úrkomu lýst yfir frá klukkan 18

Óvissustig hefur verið lýst yfir á Austfjörðum vegna mikillar úrkomu. Ákveðið hefur verið að hækka viðbúnað upp á hættustig frá klukkan 18:00. Engar ákvarðanir liggja enn fyrir um frekari aðgerðir.

Lesa meira

Rannsaka hvort ná megi heitu vatni undan Lagarfljóti

Síðari hluta sumars hafa staðið yfir frumrannsóknir á því af hálfu HEF veitna hvort nægt heitt vatn finnist undir Lagarfljótinu til að verðskulda boranir. Þessar rannsóknir tengjast þeirri jarðhitaleit sem staðið hefur yfir í Eiðaþinghá um eins og hálfs árs skeið.

Lesa meira

Vegfarendur aki með gát undir bröttum hlíðum

Lögreglan á Austurlandi beinir því til vegfarenda að fara með gát eftir að skyggja tekur í kvöld vegna hættu á skriðuföllum. Tryggt verður að Fjarðarheiði haldist opin.

Lesa meira

Appelsínugul viðvörun gefin út vegna rigningar á morgun

Veðurstofan hefur gefið út nýjar viðvaranir vegna rigningarinnar sem hófst í nótt á Austurlandi. Gular viðvaranir eru á báðum austfirsku veðurspásvæðunum í dag en á miðnætti tekur appelsínugult ástand við. Með lengri tíma aukast líkurnar á flóðum eða skriðuföllum. Helst er hættan talin við lengri árfarvegi.

Lesa meira

Gul viðvörun vegna rigningar

Gul viðvörun gekk í gildi klukkan níu í morgun á Austfjörðum vegna rigningar. Búist er við mikilli úrkomu fram á miðvikudag. Fylgst er með ástandi vegna skriðuhættu.

Lesa meira

„Framar ber að hlýða Guði en mönnum og ég mun sitja sem fastast“

Til deilna kom á fundi sveitarstjórnar Múlaþings á miðvikudag þegar aðrir fulltrúar úrskurðuðu Þröst Jónsson, fulltrúa Miðflokksins, vanhæfan til að taka þátt í umræðu og afgreiðslu um breyting á aðalskipulag vegna Fjarðarheiðarganga. Breytingin, um að leiðin frá göngunum liggi innan við Egilsstaði, var samþykkt þrátt fyrir tugi athugasemda.

Lesa meira

Gengur vel að leysa vandamálin með snemmtækri íhlutun

Fjarðabyggð hefur um nokkurt skeið reynt að bregðast fyrr við vandamálum ungra barna með sérstakri aðferðafræði sem rekin er undir merkjum Spretts. Það byggir á þverfaglegri samvinnu sem þykir hafa gefið góða raun þar sem 90% mála leysast að mestu eða öllu leyti.

Lesa meira

Frá súrsuðu slátri yfir í kombucha

Sambúð manna og örvera er meðal þess sem tekið er fyrir í stóru verkefni um sjálfbært og heilsusamlegt matarræði sem leitt er af vísindafólki úr ýmsum deildum Háskóla Íslands. Þar er leitað að matarræði framtíðar sem hentar bæði samfélagi manna og umhverfi. Rannsóknir úr verkefninu voru kynntar á málþingi í Hallormsstaðarskóla. Meðal annars var rætt um framfarir í notkun örvera og hvernig hægt sé að breyta matarræði án þess að kippa fótunum undan fólkinu sem byggir lifibrauð sitt á landbúnaði í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.