Litahlaupinu á Egilsstöðum frestað um ár

Vegna nýrra samkomutakmarkana stjórnvalda getur Litahlaupið (The Color Run) ekki farið fram á Egilsstöðum í næsta mánuði eins og til stóð. Því hefur hlaupinu verið frestað til laugardagsins 11. júní 2022.

Lesa meira

Björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út

Rúmlega átta í morgun voru björgunarsveitir á Austurlandi kallaðar út vegna göngumanns sem óskaði eftir aðstoð í grennd við Snæfell. Svartaþoka er á svæðinu sem olli því að göngumaðurinn villtist.

Lesa meira

Segja velferð íbúa og starfsmanna í forgrunni

Í maí síðastliðnum skilaði verkfræðistofan EFLA skýrslu til Fjarðabyggðar þar sem kynntar voru niðurstöður á sýnatöku sem framkvæmdar voru á húsnæði Breiðabliks, íbúðum eldri borgara, í Neskaupstað.

Lesa meira

Sigurður Ingi: Geta hraðpróf hjálpað útihátíðum?

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir ríkisstjórnina hafa verið einhuga um þær takmarkanir sem ákveðnar voru á fundi hennar á Egilsstöðum í dag til að hemja útbreiðslu Covid-19 veirunnar. Hann kveðst vilja skoða möguleikann á að Íslendingar nýti hraðpróf til að skima fyrir veirunni í auknu mæli.

Lesa meira

Gullver kominn í nýjan búning

Ísfisktogarinn Gullver NS hefur verið í slipp á Akureyri að undanförnu. Þar var sinnt almennu viðhaldi og auk þess var togarinn málaður og er nú kominn í bláan búning. 

 

Lesa meira

Aðeins einn AFS skiptinemi á Austurlandi

„Nágrannar ykkar í Vopnafirði tóku sérlega vel í beiðni okkar og björguðu Austurlandi frá því að vera AFS skiptinemalaust á komandi ári. Þangað fer einn af okkar nemum og það væri ekki verra ef við gætum verið með fleiri nema í landshlutanum.“

Lesa meira

Neistaflugstónleikunum aflýst

Í vor tilkynnti Neistaflugsnefndin að ekkert Neistaflug yrði í ár vegna þess óvissuástands sem ríkti í samfélaginu sökum heimsfaraldursins.

Lesa meira

Frönskum dögum slitið fyrr en áætlað var

Síðasti hluti dagskrár Franskra daga í ár mun hefjast klukkan 17:00 á morgun þegar keppt verður í Pétanque, frönsku kúluspili. Allri dagskrá verður slitið að því loknu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.