Gauti Jóhannesson leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins

Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, leiðir framboðslista Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningar 18. apríl í sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Yfir sextán stiga hiti á Seyðisfirði í nótt

Hitastigið á Seyðisfirði fór yfir 16 gráður í nótt. Víðar á Austurlandi hafa verið óvenju mikil hlýindi miðað við árstíma, þótt hitamet hafi ekki fallið.

Lesa meira

Ásgeir Rúnar nýr umdæmisstjóri Isavia

Ásgeir Rúnar Harðarson tók til starfa sem umdæmisstjóri Isavia á Egilsstöðum þann 1. febrúar. Umdæmið annast daglegan rekstur Egilsstaðaflugvallar auk annarra áætlanaflugvalla og flugbrauta á Austurlandi.

Lesa meira

Áhyggjur af mörkuðum í Asíu ef ekki veiðist loðna annað árið í röð

Staða viðskiptaaðila austfirskra sjávarútvegsfyrirtækja í Asíu gæti orðið erfið ef ekki veiðist loðna á Íslandsmiðum annað árið í röð. Talsmenn Síldarvinnslunnar í Neskaupstað halda enn í vonina og kalla eftir að farið verði í ítarlegar rannsóknir á lífi loðnunnar.

Lesa meira

Forsætisráðherra í heimsókn í Fjarðabyggð

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, heimsótti í gær stofnanir og fyrirtæki í Fjarðabyggð auk þess að funda með bæjarstjórninni. Katrín segist ánægð með heimsóknina og hafa fengið að sjá hin margvíslegu tækifæri sem séu á Austfjörðum.

Lesa meira

Fimm skip við loðnuleit

Þrjú skip hafa síðustu daga leitað að loðnu úti fyrir Austfjörðum en ekki enn haft erindi sem erfiði. Loðnugöngur hafa sést úti fyrir Vestfjörðum en þar virðist ungloðna á ferðinni.

Lesa meira

Yfir sextíu tillögur um nafn á nýja sveitarfélagið

Alls bárust 62 mismunandi hugmyndir að hugmynd á nýtt sameinað sveitarfélag Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út á föstudag.

Lesa meira

Stefnt að áframhaldandi loðnuleit á næstu dögum

Meiri loðna fannst í loðnuleitarleiðangri sem lauk um helgina heldur en þegar leitað var í janúar. Ekki hefur þó enn fundist næg loðna til að hægt sé að gefa út veiðikvóta en leit verður haldið áfram á næstu dögum.

Lesa meira

Vilja leggja áherslu á langtímasýn fyrir nýtt sveitarfélag

Langtíðarframtíðarsýn, með áherslu á þátttöku íbúa, verður eitt helsta áherslumál Miðflokksins í komandi sveitarstjórnarkosningum nýsameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.