Oddvitar í Norðausturkjördæmi mætast í beinni útsendingu
Oddvitar framboðanna til Alþingis mætast í kvöld í beinni útsendingu á RÚV og Austurfrétt. Rætt verður um áherslumál framboðanna í kjördæminu.Mest fjölgun íbúa á árinu í Fjarðabyggð
Íbúum Austurlands, frá Vopnafirði til Djúpavogs, hefur fjölgað um alls 190 einstaklinga frá áramótum. Mest í Fjarðabyggð en sveitarfélagið Múlaþing heldur þó enn titlinum fjölmennasta sveitarfélagið.
Kosningakönnun fyrir Alþingiskosningar 2024
Austurfrétt/Austurglugginn standa fyrir skoðanakönnun í aðdraganda Alþingiskosninga þann 30. nóvember næstkomandi.Ómengað vatn í kranana í Hallormsstað fyrir mánaðarmót
Íbúar og gestir Hallormsstaðar mega eiga von á að geta neytt vatns vandræðalaust beint úr krananum eigi síðar en frá og með næstu mánaðarmótum samkvæmt áætlunum HEF-veitna.
Farið að bera á afbókunum skemmtiferðaskipa í austfirskar hafnir
Yfirhafnarvörður Seyðisfjarðarhafnar, vinsælustu skemmtiferðaskipahafnar Austurlands, staðfestir að farið er að bera á afbókunum slíkra skipa næstu tvö árin.
Afhentu Fjarðabyggð tvær stórar gjafir með formlegum hætti
Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) afhenti sveitarfélaginu Fjarðabyggð tvær stórar, þýðingarmiklar gjafir með formlegum hætti í síðustu viku á sérstökum fundi bæjarráðs með forsvarsmönnum félagsins. Þar um að ræða stórendurbættan knattspyrnuvöll og nýjan heitapott í Stefánslaug.
Nýr skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar ráðinn
Ása Sigurlaug Harðardóttir hefur verið ráðin nýr skólastjóri Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar frá og með áramótum. Hún leysir af þá tvo skólastjóra sem stjórnað hafa skólanum frá haustinu.
Svifryk frá Sahara klæðir Austurlandið eftir hvassviðri næturinnar
Það ekki óþekkt að ryk- eða sandstormar af hálendinu dreifist yfir austfirsk fjöll og dali við tileknar aðstæður. Hins vegar mjög óvenjulegt að slíkt berist alla leiðina frá miðbaug í Afríku eins og raunin hefur verið síðasta sólarhring eða svo.
Fjöldi íbúða í byggingu austanlands töluvert frá áætlaðri þörf
Staða íbúðauppbyggingar á Austurlandi er ekki nógu góð að mati Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS.) Í liðnum september voru 114 íbúðir í byggingu í fjórðungnum en fjöldinn þyrfti að vera kringum 180 til að mæta þörfinni.
Tveir undir grun vegna gróðurskemmda á athafnasvæði Síldarvinnslunnar
Mikill fjöldi ábendinga barst yfir helgina um hugsanlegan ökumann bifreiðar sem spændi illa upp stór gróin svæði á athafnasvæði Síldarvinnslunnar aðfararnótt föstudagsins í síðustu viku. Enginn gefið sig fram þrátt fyrir áköll þess efnis og málið nú komið á borð lögreglu.
Eigendur Mógli enn ekki gripið til aðgerða vegna olíumengunar á Eskifirði
Ellefu dagar eru nú liðnir síðan Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hóf innheimtu dagssekta á fyrirtækið Móglí ehf. vegna mikillar olíumengunar á tveimur lóðum þess á Eskifirði. Enn hefur fyrirtækið í engu brugðist við.