Íbúar á Eskifirði þurfa að sjóða allt neysluvatn. Gerlamengun í vatninu reyndist yfir leyfilegum mörkum. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að verið sé að leita orsaka mengunarinnar og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Nánari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggi fyrir.
Matvælastofnun hefur sent atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu tillögu um að öllum gripum sem greinst hafi með smitandi barkabólgu verði slátrað. Ákvörðun um frekari niðurskurð verði síðan tekin á grundvelli rannsókna sem nú standa yfir.
Forstjóri Landsnets segir það ekki rétt að tíðari sveiflur í raforkukerfinu og skemmdir af þeim völdum sé stórnotendum á borð við álverin að kenna. Dreifikerfið á landsbyggðinni sé úr sér gengið. Ekki hafi fengist leyfi til að bæta það hjá sveitarfélögum sem fara með skipulagsmál.
Skemmdir á rafmagnstækjum virðast hafa aukist vegna tíðra rafmagnssveiflna. Bilanir í búnaði stóriðju auka sveiflurnar og koma harkalega niður á almennum notendum.
Íbúar á Eskifirði þurfa að sjóða allt neysluvatn. Gerlamengun í vatninu reyndist yfir leyfilegum mörkum. Í tilkynningu á vef Fjarðabyggðar segir að verið sé að leita orsaka mengunarinnar og grípa til nauðsynlegra aðgerða. Nánari upplýsingar verði gefnar út þegar þær liggi fyrir.
Það var fjölmenni í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudagsmorgni fyrir skemmstu þegar svokölluð Poppmessa fór fram. Hún markaði endalok landsmóts æskulýðssambands Þjóðkirkjunar sem fór fram á Fljótsdalshéraði.
Það var fjölmenni í íþróttahúsinu á Egilsstöðum á sunnudagsmorgni fyrir skemmstu þegar svokölluð Poppmessa fór fram. Hún markaði endalok landsmóts æskulýðssambands Þjóðkirkjunar sem fór fram á Fljótsdalshéraði.
Skemmdir á rafmagnstækjum virðast hafa aukist vegna tíðra rafmagnssveiflna. Bilanir í búnaði stóriðju auka sveiflurnar og koma harkalega niður á almennum notendum.
Skólanefnd Fellaskóla átti í vandræðum með að fá menntamálaráðuneytið til að samþykkja heiti skólans þegar honum var komið á fót fyrir aldarfjórðungi. Haldið var upp á afmæli skólans og áttatíu ára Ungmennafélagsins Hugins Fellum um síðustu helgi.
Forstjóri Landsnets segir það ekki rétt að tíðari sveiflur í raforkukerfinu og skemmdir af þeim völdum sé stórnotendum á borð við álverin að kenna. Dreifikerfið á landsbyggðinni sé úr sér gengið. Ekki hafi fengist leyfi til að bæta það hjá sveitarfélögum sem fara með skipulagsmál.