Hrókeringar hjá Framsókn: Sigmundur inn en Birkir út

birkir_jon_jonsson.jpg
Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, tilkynnti í dag að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í næstu þingkosningum né heldur sem varaformaður flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ætlar að bjóða sig fram í kjördæminu.

Lesa meira

Melarétt frestað

lomb.jpg
Búið er að fresta Melarétt í Fljótsdal, sem vera átti á morgun, fram á sunnudag. Smalamenn í Rana hafa lent í vandræðum vegna snjóa og sóst ferðin seint.

Lesa meira

Söfnin biðla til góðgerðarfélaga um stuðning við að koma upp lyftu

safnahus_egs_0008_web.jpg
Söfnin þrjú í Safnahúsinu á Egilsstöðum hafa biðlað til góðgerðarfélaga á svæðinu um stuðning við að koma upp lyftu til að flytja gesti á milli hæða. Aðeins er snarbrattur stigi upp á þriðju hæðina þar sem Bókasafn Héraðsbúa er til húsa.

Lesa meira

Engir samningar tilbúnir til undirritunar við Nubo

huang_nubo.jpg
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hafnar því að samningar séu tilbúnir til undirritunar við kínverska fjárfestirinn Huango Nubo um leigu á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverskir fjölmiðlar sögðu í vikunni að skrifað yrði undir í næsta mánuði og fögnuðu nýjustu fjárfestingu síns fólks á Vesturlöndum.

Lesa meira

Opið hús í héraðsdómi á laugardag

heradsdomur_austurlands_log_1532625740.gif
Opið hús verður hjá Héraðsdómi Austurlands á laugardag milli klukkan 11 og 14 í tilefni 20 ára afmælis héraðsdómstólanna.

Lesa meira

Ríkisendurskoðun: Ráðuneytið þarf að styðja HSA betur í erfiðum ákvörðun

hsalogo.gif
Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið verði að standa þéttar að baki ákvörðununum yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands eigi að takast að halda rekstrinum innan þess ramma sem markaður er á fjárlögum. Gera verði langtímaáætlanir og taka erfiðar ákvarðanir frekar en beita skyndilausnum á borð við aukafjárveitingar.

Lesa meira

Íþróttir: Blakið byrjar og fótboltanum lýkur

throttur_hk_blak_april12_0008_web.jpg
Lið Þróttar Neskaupstað í blaki hefja keppni í deildakeppninni um helgina. Félagið sendir lið til keppni í fyrstu deild karla í fyrsta skipti í mörg ár. Afturelding er gestur helgarinnar. Höttur og Fjarðabyggð leika sína síðustu leiki í knattspyrnunni í sumar.

Lesa meira

Heimir Þorsteins: Mér fannst við feigir í allt sumar

heimir_thorsteinsson.jpg
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar féll í gær úr annarri deild karla eftir 2-3 ósigur gegn Aftureldingu á Eskifjarðarvelli. Þjálfarinn, Heimir Þorsteinsson, segir ógæfuna hafa elt liðið í allt sumar og það hafi ekkert breyst í gær. Hann telur hópinn það sterkan að liðið fari fljótt upp aftur en ætlar ekki að halda áfram þjálfun liðsins.

Lesa meira

Kynningarfundur Vina Vatnajökuls

bruarjokull.jpg
Kynningafundur Vina Vatnajökuls – hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í fundarsal Gistihússins á Egilsstöðum miðvikudaginn 12. september klukkan 16:00.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar