Birkir Jón Jónsson, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, tilkynnti í dag að hann gæfi ekki kost á sér til endurkjörs í næstu þingkosningum né heldur sem varaformaður flokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður flokksins, ætlar að bjóða sig fram í kjördæminu.
Melarétt frestað
Búið er að fresta Melarétt í Fljótsdal, sem vera átti á morgun, fram á sunnudag. Smalamenn í Rana hafa lent í vandræðum vegna snjóa og sóst ferðin seint.
Ekki hægt að selja áfram gistingu á Eiðum án úrbóta í frárennslismálum
Heilbrigðiseftirlit Austurlands telur ekki hægt að halda áfram að selja gistingu í fyrrum húsnæði Alþýðuskólans á Eiðum án þess að gerðar verði úrbætur í frárennslismálum. Mengun mældist þar yfir mörkum í sumar.
Söfnin biðla til góðgerðarfélaga um stuðning við að koma upp lyftu
Söfnin þrjú í Safnahúsinu á Egilsstöðum hafa biðlað til góðgerðarfélaga á svæðinu um stuðning við að koma upp lyftu til að flytja gesti á milli hæða. Aðeins er snarbrattur stigi upp á þriðju hæðina þar sem Bókasafn Héraðsbúa er til húsa.
Engir samningar tilbúnir til undirritunar við Nubo
Bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs hafnar því að samningar séu tilbúnir til undirritunar við kínverska fjárfestirinn Huango Nubo um leigu á jörðinni Grímsstöðum á Fjöllum. Kínverskir fjölmiðlar sögðu í vikunni að skrifað yrði undir í næsta mánuði og fögnuðu nýjustu fjárfestingu síns fólks á Vesturlöndum.
Opið hús í héraðsdómi á laugardag
Opið hús verður hjá Héraðsdómi Austurlands á laugardag milli klukkan 11 og 14 í tilefni 20 ára afmælis héraðsdómstólanna.
Ríkisendurskoðun: Ráðuneytið þarf að styðja HSA betur í erfiðum ákvörðun
Ríkisendurskoðun telur að velferðarráðuneytið verði að standa þéttar að baki ákvörðununum yfirstjórnar Heilbrigðisstofnunar Austurlands eigi að takast að halda rekstrinum innan þess ramma sem markaður er á fjárlögum. Gera verði langtímaáætlanir og taka erfiðar ákvarðanir frekar en beita skyndilausnum á borð við aukafjárveitingar.
Ráðherra og vegamálastjóri á ferð um Austfirði
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og Hreinn Haraldsson, vegamálastjóri, sátu þrjá fundi um samgöngumál á Austurlandi í síðustu viku.
Íþróttir: Blakið byrjar og fótboltanum lýkur
Lið Þróttar Neskaupstað í blaki hefja keppni í deildakeppninni um helgina. Félagið sendir lið til keppni í fyrstu deild karla í fyrsta skipti í mörg ár. Afturelding er gestur helgarinnar. Höttur og Fjarðabyggð leika sína síðustu leiki í knattspyrnunni í sumar.
Allir þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi vilja halda áfram
Allir þingmenn Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi gefa kost á sér til endurkjörs. Fleiri sýna efstu sætunum áhuga. Þannig segist Erna Indriðadóttir, upplýsinga fulltrúi Fjarðaáls, vera að íhuga stöðu sína.
Heimir Þorsteins: Mér fannst við feigir í allt sumar
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar féll í gær úr annarri deild karla eftir 2-3 ósigur gegn Aftureldingu á Eskifjarðarvelli. Þjálfarinn, Heimir Þorsteinsson, segir ógæfuna hafa elt liðið í allt sumar og það hafi ekkert breyst í gær. Hann telur hópinn það sterkan að liðið fari fljótt upp aftur en ætlar ekki að halda áfram þjálfun liðsins.
Kynningarfundur Vina Vatnajökuls
Kynningafundur Vina Vatnajökuls – hollvinasamtaka Vatnajökulsþjóðgarðs verður haldinn í fundarsal Gistihússins á Egilsstöðum miðvikudaginn 12. september klukkan 16:00.