Make it Happen á Austurlandi

austurbru_logo.jpgAusturbrú stendur fyrir ráðstefnunni „Make it Happen” – sem er haldin í tilefni af 10 ára afmæli Menningarráðs Austurlands og til að fagna 10 ára menningarsamstarfi við Vesterålen í Noregi í lok september. Ráðstefnan er einnig lokaviðburður Evrópu-verkefnisins Creative Communities sem er unnið með samstarfsaðilum í Svíþjóð og Danmörku.

 

Lesa meira

Austfirðingum boðið á færeyska atvinnulífssýningu

runavik_heimsokn_0001_web.jpg
Þriggja manna sendinefnd frá Rúnavík, vinabæ Fljótsdalshéraðs, heimsótti atvinnulífssýninguna Okkar samfélag sem haldin var nýverið á Egilsstöðum. Austfirskum fyrirtækjum var á móti boðið á stærstu atvinnusýningu Færeyja í haust.

Lesa meira

Smári Geirsson: Það voru gerð hróp að mér á götum Reykjavíkur

smari_geirsson.jpg
Smári Geirsson, fyrrum forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, segist hafa sætt líflátshótunum í aðdraganda byggingar álvers Alcoa Fjarðaáls í Reyðarfirði. Samstaða heimamanna er að hans mati forsendan fyrir að atvinnuverkefni á borð við álverið komist á laggirnar á landsbyggðinni.

Lesa meira

Síldarvinnslan kaupir Berg-Huginn: Skipunum líklega fækkað um eitt

svn_logo.jpg
Síldarvinnslan hf í Neskaupstað (SVN) hefur undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í útgerðarfélagi Bergur-Huginn ehf (BH) í Vestmannaeyjum. Seljandi er hlutafélag í eigu Magnúsar Kristinssonar útgerðarmanns og fjölskyldu. Kaupverð er trúnaðarmál milli kaupanda og seljenda að því er kemur fram í fréttatilkynningu Síldarvinnslunnar. Með kaupunum styrkist staða Síldarvinnslunnar í bolfiski. Útlit er fyrir að skipunum verði fækkað um eitt.

Lesa meira

Vegagerðin varar við snjó á austfirskum heiðum

fagridalur_snjor 001_web.jpg

Vegagerðin varar við snjómuggu á Fjarðarheiði og Hellisheiði eystri og mögulega einnig efst á Oddsskarði í kvöld og í nótt en mikið kuldakast gengur yfir allt landið sem kemur hvað harðast niður á Austfirðingum.

Lesa meira

Best af Bræðslunni 2012: Myndir

Tónlistarhátíðin Bræðslan var að venju haldin á Borgarfirði eystri síðustu vikuna í júlí. Á aðalkvöldinu komu fram Contalgen Funeral, Lovely Lion, Valgeir Guðjónsson, Mugison og Fjallabræður. Hátíðin nær þó yfir fleiri kvöld og að þessu sinni voru Coney Island Babies, Tilbury og Kiryama Family í Fjarðaborg á föstudegi. Austurfrétt gerði sér ferð á Borgarfjörð til að fanga stemminguna.

 

Lesa meira

Busavígslur: Ofbeldi og niðurlæging eða skemmtun fyrir alla?

busun_va_2012_04.jpg

Ekki eru allir á eitt sáttir um þær hefðir sem víða tíðkast í framhaldsskólum landsins við busavígslur. Deilt er um hvort þær séu skemmtun eða andlegt ofbeldi og niðurlæging. Dæmi eru um að nemendur hafi heimtað harðari busanir þegar búið hafi verið að róa þær niður.

 

Lesa meira

Bannað að nota fjórhjól við hreindýraveiðar

dv_hreindyr_screenshot.jpg

Ólöglegt er að fara til hreindýraveiða á fjórhjóli eða sækja á því fallna bráð. Mynd af hauslausu hreindýri á fjórhjóli sem lagt var á fjölförnu svæði á Egilsstöðum um helgina hefur fengið mikla athygli í fjölmiðlum.

 

Lesa meira

Stefanía Kristins stýrir nýju héraðsfréttablaði

stefania_kristinsdottir.gif
Stefanía G. Kristinsdóttir verður ritstjóri héraðsfréttablaðsins Austurlands sem hefur göngu sína í byrjun september. Blaðið tilheyrir keðju sem gefur út átta staðarfréttablöð.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.