Stuðningur við Álftanes bitnar á Breiðdalshreppi

pall_baldursson.jpgAukinn stuðningur úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga við hið skuldsetta sveitarfélag Álftanes bitnar á mörgum öðrum smærri sveitarfélögum. Breiðdalshreppur er í þeim hópi. Sveitarstjórinn segir galið að velta vandanum yfir á önnur sveitarfélög.

 

Lesa meira

Fyrrverandi sölustjóri BM Vallár dæmdur í tveggja mánaða fangelsi fyrir fjárdrátt

bm_valla.jpgFyrrverandi sölustjóri BM Vallár á Reyðarfirði var í vikunni dæmdur í tveggja mánaða fangelsi og til að greiða fyrirtækinu 8,2 milljónir króna, með dráttarvöxtum, í skaðabætur fyrir að hafa dregið sé fé frá fyrirtækinu. Hluta fjárins notaði hann til að kaupa sér hús. Sölustjórinn bar því við að á hann hefði verið lagðar auknar starfsskyldur og ekki komið á móts við ítrekaðar óskir hans um endurskoðun launa eftir það.

 

Lesa meira

Öll prestaköllin á Héraði sameinuð í eitt

egilsstadakirkja.jpgÖll prestaköllin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði verða á næstunni sameinuð um eitt. Búast má við breytingum á staðsetningum presta. Eiða- og Vallanesprestakall sameinast strax.

 

Lesa meira

Leyft að framkvæma við steinbogann í Jökulsá á Dal: Forseti bæjarstjórnar einn á móti

veidimenn_jokulsa.jpgBæjarstjórn Fljótsdalshéraðs hefur samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir lagningu fiskvegar framhjá steinboganum í Jökulsá á Dal. Svæðið er á náttúruminjaskrá. Forseti bæjarstjórnar greiddi einn atkvæði gegn leyfinu. Hann vill frekari rannsóknir á að fiskvegurinn skili tilætluðum árangri til að réttlætanlegt sé að framkvæma við náttúruundrið.

 

Lesa meira

VÍS gefur þúsund húfur á Austurlandi

vis_hufur_web.jpgUm eitt þúsund Austfirðingar með F plús tryggingu hjá VÍS hafa að undanförnu nælt sér í húfur sem þeim standa til boða. Umdæmisstjórinn er hæstánægður með viðtökurnar.

 

Lesa meira

Körfubolti: Öruggur sigur Hattar á Ármanni

fsu_hottur_karfa_30102011_0027_web.jpgHöttur vann Ármann í fyrstu deild karla í körfuknattleik 93-77 þegar liðin mættust á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld. Með sigrinum komst Höttur í fjórða sæti deildarinnar. Bandaríkjamaðurinn Michael Sloan átti enn einn stórleikinn.

 

Lesa meira

Skiptum lokið á búi Festarhalds

frystihs__breidalsvk.jpgSkiptum er lokið á búi Festarhalds ehf. sem í skamman tíma reyndi fyrir sér í matvælaframleiðslu á Breiðdalsvík. Allar forgangskröfur í búið voru greiddar og fimmtungur almennra krafna.

 

Lesa meira

Tveir bátar strand við Austfirði á einum sólarhring

stodvarfjordur2.jpgFiskibátur með fjórum um borð strandaði í Stöðvarfirði upp úr miðnætti í nótt. Ekki tókst að ná honum á flot í nótt en það verður reynt í dag. Annar bátur strandaði í Fáskrúðfirði seinni partinn í gær.

Lesa meira

Hannes læknir vill rúmar 30 milljónir í bætur

hannes_sigmarsson_jpg_280x800_q95.jpgHannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð vill rúmar 30 milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn og aðdróttanir gegn persónu hans og æru.

 

Lesa meira

Elvar Jónsson: Öxi er lúxusframkvæmd

elvar_jonsson2.jpgElvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, lýsir Axarvegi sem „skemmtilegum valkosti yfir sumarmánuðina.“ Óskynsamlegt sé þó að setja nýjan heilsársveg þar í forgang í austfirskum vegamálum.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar