Lífeyrissjóðurinn Stapi mun draga til baka þátttöku sína í
viljayfirlýsingu um fjármögnun nýs Landsspítala verði staðið við
hugmyndir um skattleggja inneignir í sjóðunum. Stjórn sjóðsins telur ekki grundvöll fyrir samvinnu þegar ráðist sé að grundvelli lífeyrissjóðskerfisins.
Hin íslenska þjóð tjáir trú sína þegar hún heldur íslensk jól þar sem
fólk hittist úti á götu og óskar hvert öðru gleðilegra jóla. Það hefur
lítið breyst þrátt fyrir tækniframfarir og samfélagsbreytingar á
undanförnum árum.
Vilhjálmur Jónsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Seyðisfjarðar,
verður áfram bæjarstjóri. Ótímabundinn ráðningarsamningur við hann var
staðfestur af bæjarstjórn í síðustu viku.
Vegagerðin hafnar því að mynd, sem gengið hefur á samskiptavefnum
Facebook undanfarna daga, af grjóti sem á að hafa hrunið úr
Oddsskarðsgöngum í síðustu viku hafi í raun hrunið. Verktaki sem hafi
verið að hreinsa í göngunum hafi losað það.
Að minnsta kosti ein fjölskylda þurfti að fresta jólahaldi sínu vegna
ófærðar yfir Oddsskarð á aðfangadagskvöld. Vegurinn þar var lokaður frá
kvöldmat og fram að miðnætti.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það illa nauðsyn að fresta
nýjum Norðfjarðargöngum á samgönguáætlun því ríkissjóður sé tómur. Hann
viðurkennir að ganga sé þörf og hrósar heimamönnum fyrir baráttu sína.
Lögreglumenn á Fáskrúðsfirði gómuðu tvo veiðiþjófa í gær sem skotið
höfðu hreindýr. Þeir sögðust hafa verið á refaveiðum en ekki staðist
freistinguna þegar þeir urðu varir við dýrið.
Þrýstihópur um gerð Norðfjarðarganga skorar á að gerð verð óháð úttekt
um ástand Norðfjarðarganga. Hópurinn segir Vegagerðina senda saklausa
verkamenn sína í skjóli nætur til að fjarlægja laust grjót úr göngunum.
Hópurinn sakar ráðherra og Vegagerðina um að misnota aðstöðu sína í
umræðunni.
Ekki hafa náðst samningar um björgunarlaun flutningaskipsins Ölmu sem
dregin var til hafnar á Fáskrúðsfirði fyrir rúmum mánuði. Trygging var
reidd fram áður en skipið var dregið til Akureyrar um helgina.
Bæði Framsóknar- og Sjálfstæðisfélag Fjarðabyggðar gagnrýna harðlega
framkomnar hugmyndir í samgönguáætlun um frestum Oddsskarðsganga til
áranna 2015-2018 í stað 2012 eins og nú gildandi áætlun gerir ráð fyrir.