Öll prestaköllin á Héraði sameinuð í eitt
Öll prestaköllin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði verða á næstunni sameinuð um eitt. Búast má við breytingum á staðsetningum presta. Eiða- og Vallanesprestakall sameinast strax.
Öll prestaköllin á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði verða á næstunni sameinuð um eitt. Búast má við breytingum á staðsetningum presta. Eiða- og Vallanesprestakall sameinast strax.
Arðsemi af rekstri fyrstu fjögurra ára Kárahnjúkavirkjunar er lægri en vænst hafði verið. Áætlanir sem gerðar voru um kostnað áður en virkjunin var reist hafa ekki staðist.
Eiríkur Björn Björgvinsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Fljótsdalshéraði, segir helsta mun á starfinu þar og á Akureyri, þar sem hann starfar nú, að hann einbeiti sér betur að rekstrinum nyrðra. Pólitísk vinna eystra hafi mögulega haft neikvæð áhrif á feril hans.
Framfarafélag Fljótsdalshéraðs heldur upp á 25 ára afmæli sitt á föstudag með málþingi þar sem yfirskriftin er „Er byggðavandinn skortur á félagsþroska.“
Um eitt þúsund Austfirðingar með F plús tryggingu hjá VÍS hafa að undanförnu nælt sér í húfur sem þeim standa til boða. Umdæmisstjórinn er hæstánægður með viðtökurnar.
Höttur vann Ármann í fyrstu deild karla í körfuknattleik 93-77 þegar liðin mættust á Egilsstöðum á fimmtudagskvöld. Með sigrinum komst Höttur í fjórða sæti deildarinnar. Bandaríkjamaðurinn Michael Sloan átti enn einn stórleikinn.
Jónína Rós Guðmundsdóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa reiðst fulltrúum Fjarðabyggðar á nýafstöðnum fundi með fulltrúum austfirskra sveitarfélaga fyrir viðhorf þeirra til uppbyggingu Axarvegar.
Markaðsstofa Austurlands og Ferðamálasamtök Austurlands sameinast á næstunni undir merkjum Ferðamálasamtaka Austurlands. Þetta var samþykkt á aukaaðalfundi samtakanna sem fram fór á Hallormsstað fyrir skemmstu.
Hannes Sigmarsson, fyrrverandi yfirlæknir Heilbrigðisstofnunar Austurlands í Fjarðabyggð vill rúmar 30 milljónir króna í bætur fyrir ólögmæta uppsögn og aðdróttanir gegn persónu hans og æru.
Elvar Jónsson, oddviti Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar, lýsir Axarvegi sem „skemmtilegum valkosti yfir sumarmánuðina.“ Óskynsamlegt sé þó að setja nýjan heilsársveg þar í forgang í austfirskum vegamálum.
Fulltrúar í bæjarstjórn Fjarðabyggðar segja það vonbrigði að ekki hafi náðst samstaða á nýafstöðum aðalfundi Sambands Sveitarfélaga á Austurlandi um nýframkvæmdir í vegagerð á Austurlandi.
Verslanakeðjan Samkaup opnaði um helgina Nettó verslun í húsnæðinu sem áður hýsti kjörbúð Kaupfélags Héraðsbúa á Egilsstöðum. Verslunin hefur fengið algjöra andlitslyftingu.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.