Djúpavogshreppur í pappírslaus viðskipti

ImageDjúpavogshreppur hyggst frá næstu áramótum stefna að því að draga verulega úr pappírsnotkun. Ýmsar rukkanir verða þannig ekki sendar greiðendum lengur í pósti.

 

Lesa meira

Samstöðusamkoma til varnar Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar

ImageFöstudagskvöldið 5. nóvember kl. 20 verður efnt til samstöðusamkomu í bíósal Herðubreiðar á Seyðisfirði að frumkvæði Hollvinasamtaka Sjúkrahúss Seyðisfjarðar, Seyðisfjarðarbæjar og velunnara stofnunarinnar. Tilefnið er boðaður niðurskurður fjarveitinga til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlagafrumvarpinu.

 

Lesa meira

Einar Rafn: Versta mál að þurfa að loka Sundabúð

ImageEinar Rafn Haraldsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, segir það neyðarúrræði að þurfa að loka hjúkrunarheimilinu Sundabúð á Vopnafirði. Annað sé erfitt þar sem stofnunin þurfi að skera niður um tæpan hálfan milljarð á næsta ári.

 

Lesa meira

Héraðsbúar og Seyðfirðingar treysta náunganum best

ImageÍbúar á Fljótsdalshéraði og Seyðisfirði eru þeir Austfirðingar sem treysta nágrönnum sínum best. Þetta er meðal niðurstaðna rannsóknar á samfélagslegum áhrifum stóriðjuframkvæmda á Austurlandi sem kynntar voru fyrir skemmstu.

 

Lesa meira

Lokun Sundabúðar: Hart vegið að samfélaginu

ImageUndirskriftarsöfnun er farin af stað á Vopnafirði til að mótmæla fyrirhugaðri lokun hjúkrunarheimilisins Sundabúðar. Oddviti hreppsnefndar segir starfsmenn heilbrigðisráðuneytisins og þingmenn Norðausturkjördæmi sammála um að lokunin megi ekki verða að veruleika.

 

Lesa meira

Vanhæfur dómnefndarmaður: Samið upp á nýtt um hjúkrunarheimili á Eskifirði

ImageSamið verður við Studio-Strik sem lenti í öðru sæti í hönnunarsamkeppni um nýtt hjúkrunarheimili á Eskfirði. Vinningstillagan var dæmd úr leik vegna vanhæfis eins dómnefndarmannsins. Studio-Strik kærði niðurstöðu samkeppninnar til kærunefndar útboðsmála sem úrskurðaði fyrirtækinu í hag.

 

Lesa meira

Eru aldraðir eign heilbrigðisstofnana? Öldruð hjón aðskilin á Vopnafirði

Image„Afi minn verður 94 ára í desember. Á eftir ömmusystur minni er hann næstelsti Vopnfirðingurinn. Bæði dvelja þau á legudeild Sundabúðar á Vopnafirði sem nú stendur til að loka. Amma mín býr í dvalaríbúð í Sundabúð og afi er þar lungann úr deginum, hann sefur niðri á legudeildinni en annars verja þau amma deginum saman uppi í litlu íbúðinni sem amma er nú skráð fyrir eftir að afi fluttist niður. Sigga ömmusystir mín, elsti Vopnfirðingurinn, kemur oft í heimsókn enda ekki um langan veg að fara. Þetta litla samfélag í Sundabúð er þeirra skjól, fasti punkturinn í tilverunni fyrir utan heimsóknir frá vinum og ættingjum.“

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar