Samþykkt að selja Rafveitu Reyðarfjarðar

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í dag að selja Rafveitu Reyðarfjarðar til Rarik og Orkusölunnar fyrir samanlagt um 570 milljónir króna. Salan var samþykkt með atkvæðum fulltrúa Fjarðalistans, Framsóknarflokks og Miðflokks. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn sölunni þar sem þeir vildu kanna frekar áhuga Íslenskrar orkumiðlunar á hluta Rafveitunnar en lýstu þó þeirri skoðun sinni að rétt væri að selja hana.

Lesa meira

Uppsögn samnings Landsvirkjunar vendipunkturinn fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar

Sú staðreynd að Landsvirkjun hefur sagt upp þjónustusamningi um orkukaup fyrir Rafveitu Reyðarfjarðar gerir það að verkum að ekki er hægt að reka Rafveituna í óbreyttri mynd, að sögn bæjarfulltrúa og starfsmanna Fjarðabyggðar. Ljóst er að skiptar skoðanir eru um fyrirhugaða sölu meðal bæjarbúa.

Lesa meira

Íbúafundur og auka bæjarstjórnarfundur um Rafveitu Reyðarfjarðar eftir helgi

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum í gær að boða til íbúafundar til að kynna fyrirhugaða sölu á Rafveitu Reyðarfjarðar áður en endanleg ákvörðun verður tekin. Bæjarfulltrúar segja Rafveituna verða orðna of litla til að standa sjálfstætt. Þeir vilja nýta söluhagnaðinn til að byggja upp íþróttamannvirki á Reyðarfirði.

Lesa meira

Ekki mikill snjór á fjallvegunum

Allar helstu leiðir á Austurlandi eru nú opnar eftir að hafa verið lokaðar vegna veðurs í gær. Almennt hefur gengið vel að ryðja vegina enda ekki mikill snjór á þeim.

Lesa meira

Fleiri sýna Rafveitu Reyðarfjarðar áhuga

Íslensk orkumiðlun hefur óskað eftir að fá að gera tilboð í hluta eigna Rafveitu Reyðarfjarðar. Ákvörðunar um sölu á Rafveitunni er að vænta á bæjarstjórnarfundi í dag.

Lesa meira

Stóráfallalaust á Austurlandi í gær

Austurland virðist hafa sloppið vel út úr óveðri síðustu daga. Tjón varð þegar brimalda skall á gistiheimili á Borgarfirði en engin tíðindi eru af foktjóni. Raforkukerið virðist heilt þótt rafmagn hafi farið út í nær öllum fjórðungnum í á þriðja klukkutíma.

Lesa meira

Töluvert tjón á Blábjörgum á Borgarfirði eystra

Sjávarflóð olli töluverðu tjóni á húsnæði gistihússins Blábjarga á Borgarfirði eystra um hálf tvö leytið í dag. Þar flæddi inn í íbúð sem leigð er út til ferðafólks auk þess sem heitir pottar fóru á flakk. 

Lesa meira

Sagði íbúafundinn hafa verið ætlaðan eftir að ákvörðun lægi fyrir

Rúnar Gunnarsson, bæjarfulltrúi Miðflokksins í Fjarðabyggð, sagði íbúafund um fyrirhugaða sölu á Rafveitu Reyðarfjarða hafa átt að fara fram eftir að ákvörðun lægi fyrir um söluna en ekki fyrir eins og aðrir bæjarfulltrúar héldu fram á íbúafundinum sem haldinn var í gærkvöldi. Íbúar tortryggðu leynd sem ríkt hafði yfir viðskiptunum.

Lesa meira

Sjá samlegðaráhrif í kaupum á Rafveitu Reyðarfjarðar

Stjórnendur bæði Rarik og Orkusölunnar segjast sjá möguleika í samlegðaráhrifum verði af kaupum fyrirtækjanna á Rafveitu Reyðarfjarðar. Frumkvæði að viðræðum kom frá sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Lesa meira

Íbúar ætla að mótmæla sölu Rafveitu Reyðarfjarðar

Forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar vill ekki staðfesta hvað sé á dagskrá fundar bæjarstjórnar í dag undir lið um Rafveitu Reyðarfjarðar. Íbúar óttast að verið sé að selja Rafveituna og hafa boðað komu sína á fundinn til að mótmæla því.

Lesa meira

Vegir áfram lokaðir

Útlit er fyrir að helstu leiðir út frá Austurlandi sem og fjallvegir í fjórðungnum verði lokaðir áfram fram til kvölds. Stöðugleiki er að komast á rafmagn í fjórðungnum. Vindmælir í Hamarsfirði virðist hafa gefið upp öndina í átökunum í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar