Björgunarsveitarmenn af Jökuldal eru á leið upp á Möðrudalsöræfi að sækja bíla sem eru í vandræðum þar. Lokunarskilti við Skjöldólfsstaði brotnaði af í veðurofsanum.
Veiði á loðnu hefur glæðst í vikunni með nýjustu göngunni. Framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar vonast til að hægt verði að veiða nógu lengi til að klára kvótann.
Konudagurinn er á sunnudaginn og það er í mörg horn að líta hjá Sesam bakaríi og brauðhúsi á Reyðarfirði. Í fjölda ára hafa bakarar þar hannað sína eigin konudagsköku og selt eins og heitar lummur á konudaginn.
Eins og kunnugt er gerðist sá sorglegi atburður fyrir skemmstu að hið merka hús Steinaborg á Berufjarðarströnd brann til kaldra kola. Nú er Bergur Hrannar Guðmundsson eigandi og ábúandi strax farin að huga að endurreisn hússins, en eftir brunann standa heillegar hleðslur í bakveggjum og grunni sem hægt verður að byggja á.
Sex umsóknir bárust um starf skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps sem auglýst var laust fyrir skemmstu. Sveitarstjórn ákvað á fundi sínum í síðustu viku að bjóða Baldri Kjartanssyni starfið.
Varaformaður Samfylkingarinnar viðurkennir að of miklar væntingar hafi verið skapaðar þegar fyrsta hreina vinstri stjórnin á Íslandi tók við völdum vorið 2009. Þá hafi mönnum mistekist að koma því sem vel hafi verið gert á framfæri en setið undir árásum. Útkoman hafi verið fylgishrun í kosningunum 2013 sem ekki sé enn komið til baka.
Á fundi bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs í gær var tekin fyrir afgreiðsla á tveimur málum sem komu til nefnda sveitarfélagsins í gegn um lýðræðisvefinn Betra Fljótsdalshérað.
Stewart Wheeler, sendiherra Kanada á Íslandi, hefur ferðast vítt og breitt um Fjarðabyggð á undanförnum dögum, en hann er staddur þar á eigin vegum í stuttu fríi.
Börkur NK landaði í dag yfir 2000 tonnum af loðnu á Norðfirði eftir rúmlega sólarhringsferð. Farið var í kapp við tímann þar sem óveðri var spáð á miðunum.
Þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi segir að frumvarp um náttúrupassa verði ekki samþykkt án breytinga. Forsætisráðherra vill skoða aðrar leiðir því rangt virðist að rukka Íslendinga fyrir aðgengi að eigin landi.
Varaformaður Samfylkingarinnar vonast til þess að áralöngum deilum um staðsetningu Reykjavíkurflugvallar fari fljótt að ljúka þannig að hægt verði að byggja upp samgöngumannvirki til framtíðar í Reykjavík.