Upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls segir launahækkanir stjórnenda ekki hafa verið meiri en þær sem almennir starfsmenn hafa notið. Laun hjá fyrirtækinu hafa almennt hækkað um 5% síðustu misseri.
Sex sóttu um starf akademísks sérfræðings við Stofnun rannsóknarsetra Háskóla Íslands á starfsstöð hennar á Austurlandi en umsóknarfresturinn rann út í byrjun vikunnar.
Jarðskjálftahrinan við Bárðarbungu heldur áfram og eru hræringarnar túlkaðar svo samkvæmt fréttum að kvika streymi upp undir Bárðarbungueldstöðina og leiti síðan út í innskotsgang til norðausturs undir Dyngjujökli. Bryndís Skúladóttir landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs á austursvæði í Kverkföllum hefur verið á svæðinu að undanförnu en var kölluð heim eftir að ákveðið var að almannavarnir ákváðu að rýma svæðið í gærkvöldi.
Lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði ákváðu í dag að loka og rýma hálendið norðan Dyngjujökuls vegna jarðhræringanna í kring um Bárðarbungu undanfarna daga. Lögregluþjónar úr Seyðisfjarðarumdæmi fóru upp á hálendið í kvöld til að vinna að rýmingunni.
Opnun nýs hjúkrunarheimilis á Eskifirði tefst um tvo mánuði þar sem ekki tókst að afhenda ný húsgögn í tæka tíð. Seinkunin hefur annars lítil áhrif á starfsemina.
Félagarnir Hilmar Gunnlaugsson, Ívar Ingimarsson og Hafliði Hafliðason hafa nú um nokkurt skeið unnið að uppbyggingu miðstöðvar þokurannsókna, sagna úr lífi og leik Íslendinga (Austfirðinga) er tengjast þokunni og fróðleiks um þoku, eðli hennar og áhrif.
Lokið var við að rýma svæðið norðan Dyngjujökuls upp úr klukkan þrjú í nótt en lögreglustjórarnir á Húsavík og Seyðisfirði ákváðu að gera það í öryggisskini vegna hættu á eldgosi í Bárðarbungu og hamfarahlaupi í Jökulsá á Fjöllum.
Yfir 200 Reyðfirðingar skráðu nýverið nafn sitt á undirskriftalista þar sem skorað er á bæjaryfirvöld Fjarðabyggðar að gera átak í skipulagsmálum miðbæjarins. Íbúarnir leggjast gegn fyrirætlunum Samskipa um að færa vöruflutningamiðstöðina inn í miðbæinn.
Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra stefnir á að funda með hagsmunaaðilum á Austurlandi á Egilsstöðum í fyrramálið út af mögulegu eldgosi í Bárðarbungu.
Í lok síðustu viku var búið að grafa yfir 3 km af áætlaðri heildarlengd nýrra Norðfjarðarganga, eða rétt um 40% þeirra 7.566 metra sem verða grafnir í bergi. Um tveir þriðju hlutar þessa hafa verið grafnir Eskifjarðarmegin, en um þriðjungur í Fannardal.
Sumarbústaður í Seldal í Norðfjarðarsveit er illa farinn eftir eldsvoða í dag. Einn var í bústaðnum og var hann fluttur á sjúkrahús með grun um reykeitrun.