Tekist var á um hvort rétt væri að eigna Sjálfstæðisflokknum heiðurinn af ört minnkandi skuldum Fjarðabyggðar á opnum framboðsfundi á Fáskrúðsfirði í gærkvöldi.
Bárður Jónasson, oddviti Vopnafjarðarhrepps, segir mikla atvinnumöguleika felast í mögulegri umskipunarhöfn í Finnafirði fyrir sveitarfélögin á Norðausturlandi. Formlegur samningur á milli Bremenports, Langanesbyggðar, Vopnafjarðarhrepps og verkfræðistofunnar EFLU um rannsóknir á svæðinu var undirritaður í dag.
Fulltrúar Fjarðalistans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar saka meirihlutann um að draga lappirnar í jöfnun gjaldskrár fyrir almenningssamgöngur í sveitarfélaginu. Bæjarfulltrúar meirihlutans segja aftur á móti að reikna þurfi út afleiðingar og kostnað áður en það verði gert.
Einar Már Sigurðsson, sem skipar fjórða sætið á lista Fjarðalistans í Fjarðabyggð, segir það slæmt ef íbúar telja sig hafa orðið utanveltu eftir sameiningu sveitarfélaga. Rætt var um forgangsröðun á milli byggðakjarnanna og íbúalýðræði á framboðsfundi á Stöðvarfirði í gærkvöldi.
Ragnar Sigurðsson var kjörinn formaður Félags opinberra starfsmanna á Austurlandi (FOSA) á aðalfundi félagsins fyrri skemmstu. Hann segir mikilvægt að efla hagsmunabaráttu félagsins, efla menntunarsjóði og auka sýnileika félagsins.
Kristján Ingimarsson, íbúi á Djúpavogi, afhenti Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra og fyrsta þingmanni Norðausturkjördæmis, í dag undirskriftarlista með nöfnum 150 íbúa Djúpavogshrepps út af þeirri stöðu sem upp er komin vegna lokunar fiskvinnslu Vísis á staðnum.
Djúpavogshreppur, með stuðningi AFLs starfsgreinafélags, hefur látið gera myndband þar sem kallað er eftir viðbrögðum stjórnvalda við fyrirhuguðum brottflutningi á bolfiskvinnslu Vísis frá staðnum.
Jens Garðar Helgason, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar, telur ólíklegt að hugmyndir Smyril-Line um að flytja siglingar ferjunnar Norrænu til Seyðisfjarðar verði að veruleika. Frambjóðendur segja að ekki verði ráðist í hafnarframkvæmdir fyrir ferjuna nema arðsemi af þeim verði tryggð.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi nýverið karlmann á þrítugsaldri í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrri að hafa í hótunum við lögreglumenn við skyldustörf. Hann var hins vegar sýknaður af því að hafa reynt að kýla og sparka í þá.
Grunnskólakennarar á Fljótsdalshéraði inntu forsvarsmenn bæjarstjórnar eftir hvað þeir teldu vera eðlileg laun fyrir kennarastarfið á útifundi í gær. Forsvarsmenn bæjarstjórnar segja lítið svigrúm í fjárhag sveitarfélagsins til launahækanna.