Formaður nýstofnaðs félags um þjónustusamfélag á Fljótsdalshéraði segir samstarfsvettvanginn efla samfélagið á Héraði í heild en ekki vera eingöngu fyrir fyrirtækin sem verði aðilar að félaginu. Til þessa hafi vantað eftirfylgni við þær hugmyndir sem settar hafi verið fram.
Nýr Beitir kom til hafnar í Neskaupstað í lok janúar. Forstjóri Síldarvinnslunnar segir um að ræða hagkvæmara skip en hið eldra. Þá keypti fyrirtækið nýverið hlut af kvóta Stálskipa í Hafnarfirði sem hætt hafa útgerð.
Mestum uppsjávarafla var landað í Neskaupstað á síðasta ári eða rúmlega 200.000 tonnum. Sex austfirskar hafnir eru á lista þeirra tíu sem taka við mestum afla en alls er um 60% uppsjávaraflans landað í fjórðungnum.
Úrkomumet fyrir janúar voru slegin á tveimur austfirskum veðurstöðvum í nýliðnum mánuði. Hann er jafnframt með þeim hlýjustu sem mælst hefur í fjórðungnum.
Í ársbyrjun 2014 var þeim merka áfanga náð í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði að heildarframleiðslumagn afurða fyrirtækisins náði tveimur milljónum tonna. Nú eru liðin tæp sjö ár síðan fyrsta kerið var ræst en það var í aprílmánuði 2007.
Uppstillinganefnd mun raða á lista Framsóknarflokksins fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Forseti bæjarstjórnar, Stefán Bogi Sveinsson, gefur kost á sér til að leiða listann áfram en Eyrún Arnardóttir ætlar ekki að halda áfram.
Farþegar sem þurfa að bíða til næsta dags þegar flug er fellt niður vegna veðurs eiga rétt á hressingu og hótelgistingu. Hjá Flugfélagi Íslands voru felldar niður rúmlega 150 ferðir í nóvember vegna veðurs.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, var afar gagnrýnin á stöðu kvenna innan flokksins á opnum fundi á Egilsstöðum fyrir helgi. Hún hvatti karlmenn í flokknum til að sýna meira umburðarlyndi gagnvart fjölbreytileika kvenna í stjórnmálum.
Í fyrramálið verður haldinn fundur stofnfundur félags verslunar- og þjónustuaðila á Fljótsdalshéraði. Tilgangur félagsins er að auka arðsemi í þessum geirum á svæðinu.
Þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs spurði á þingi í gær hvort sjálfstæðismenn álíti sig réttborna til valda. Spurningin kom í kjölfar orða Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins á opnum fundi á Egilsstöðum í síðustu viku.
Forustumenn Sjálfstæðisflokksins segja samstöðu hafa ríkt á Alþingi fyrir jól um að skila hallalausu fjárlagafrumvarpi þótt menn væru ekki sammála um útfærslur. Mörg stefnumál ríkisstjórnarinnar hafi þegar gengið hraðar í gegn en þau reiknuðu með. Næsta verkefni er að minnka skuldir ríkissjóðs sem meðal annars náist fram með sölu á meirihluta í Landsbankanum.
Atvinnulíf á Austurlandi þarf á stórbættum samgöngum að halda til að hægt sé að nýta þau tækifæri sem í því bjóðast á næstu árum. Há flugfargjöld eru afar íþyngjandi fyrir félagasamtök, stofnanir og þá ekki síður íbúa í fjórðungnum. Í innanríkisráðuneytinu er skoðað hvort hægt sé að færa stuðning frá millilandaflugi til innanlandsflugs.