Í lok síðustu viku var búið að grafa 34,8 metra af nýjum Norðfjarðargöngum eða 0,5% af heildarlengd ganganna. Þar af voru fimm metrar sprengdir við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var.
Nýr vegur norðan Vatnajökuls gæti reynst öflug varaleið á milli Suðurlands og Austurlands ef Hringvegurinn meðfram suðurströndinni rofnar. Slíkt virðist gerast að meðaltali á fimmtán ára fresti.
Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, varð í dag fyrst íslenskra kvenna til að sprengja fyrir jarðgöngum þegar hún sprengdi fyrsta haftið fyrir nýjum Norðfjarðargöngum. Hún segir mörg verkefni bíða á samgöngusviðinu á næstu árum.
Sjóflutningar um Norðurslóðir og olíuleit á Drekasvæðinu geta skapað ótal atvinnutækifæri á Austurlandi í nánustu framtíð. Hefja verður undirbúning strax ef takast á að nýta þau. Uppbygging samfélagsins skiptir þar ekki síst máli.
Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) hefur farið fram á að hundi sem bitið hefur í fólk á svæðinu verði lógað. Gerð var tilraun með að gelda hundinn en það virðist ekki hafa haft úrslitaáhrif á skapgerð hans.
Austfirðingar sjá nú fyrir endann á um þrjátíu ára bið eftir nýjum Norðfjarðargöngum. Fyrsta haftið að nýju göngunum var sprengt við Eskifjörð í dag að viðstöddu fjölmenni.
Segja má að framkvæmdir við ný Norðfjarðargöng hafi formlega hafist í dag þegar Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra, sprengi fyrsta haftið í göngunum. Fjölmenni lagði leið sína að sprengjustaðnum í Eskifirði í dag.
Breiðdælingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Byggðastofnunar að úthluta engum viðbótarbyggðakvóta í sveitarfélagið. Umsóknir frá staðnum komust í úrtak en þóttu að lokum ekki nógu góðar. Þeir eru ósáttir við vinnubrögð stofnunarinnar sem stóð fyrir íbúaþingi daginn áður en tilkynningin barst.
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að víðtæk samstaða á Austurlandi öllu hafi orðið til þess að gera Norðfjarðargöng að veruleika. Fyrsta haftið fyrir nýjum göngum var sprengt í dag.
Austfirskir sveitarstjórnarmenn virðast almennt áhugasamir um uppbyggingu hálendisvegar á milli Austurlands og Suðurlands fyrir norðan vatnajökull. Sumir telja þó mikilvægara að byrja fyrst á að byggja upp samgöngur innan fjórðungs.
Fyrstu snjallsímarnir sem seldur eru á vegum Zopo ehf. voru afhentir í morgun. Zopo er kínverskt farsímafyrirtæki en austfirskir frumkvöðlar flytja þá inn. Þeir segja símana standast dýrustu snjallsímunum fyllilega snúning gæðum en séu á móti mun ódýrari.