Fyrsti síldarfarmurinn kominn til Vopnafjarðar
Vopnfirðingar fögnuðu því í dag að fyrsti farmur íslensku síldarinnar á þessari vertíð kom að bryggju. Ingunn AK var fyrsta skipið úr flota HB Granda til að leita á miðin en Lundey NS hóf einnig veiðar í gær.Menningarsamningur á Austurlandi skarar fram úr: Austurland er þroskaðasta svæðið
Menningarsamningur Austurlands er sá menningarsamningur landshluta sem mestum árangri skilar. Samningurinn hér er elstur og kemur það Austfirðingum til góða. Austurland fær samt talsvert minna fé til menningarmála frá ríkinu heldur en aðrir landshlutar.Friðrik Brynjar dæmdur í 16 ára fangelsi: Þykir ekki eiga sér neinar málsbætur
Friðrik Brynjar Friðriksson var í dag dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að hafa ráðið Karli Jónssyni bana í íbúð hans á Blómvangi 2 á Egilsstöðum aðfaranótt 7. maí. Dómarar mátu frásögn hans í lykilatriðum ótrúverðuga og sögðu hann ekki eiga sér neinar málsbætur.