Saksóknari í máli ákæruvaldsins gegn Friðriki Brynjari Friðrikssyni óskaði eftir að gerði yrði nánari DNA rannsókn á blóðblettum sem fundust í buxum í eigu Friðriks Brynjars. Hinn ákærði lýsti yfir sakleysi sínu við upphaf aðalmeðferðar í gær en hann er ákærður fyrir að hafa banað Karli Jónssyni í íbúð hans á Egilsstöðum í byrjun maí. Sönnunargögn tæknideildar lögreglu af vettvangi grafa undan ýmsum fullyrðingum í framburði hans. Enn virðist þó skorta á tengingar á milli hans og lykilsönnunargagna í málinu.
Höfundur: Gunnar Gunnarsson/Stefán Bogi Sveinsson • Skrifað: .
Í skýrslutöku af lögreglumönnum fyrir Héraðsdómi Austurlands í dag kom fram að brugðist hefði verið við símtali í Neyðarlínuna nóttina sem Karli Jónssyni var ráðinn bani. Áður hafði komið fram við aðalmeðferðina að það var ákærði, Friðrik Brynjar Friðriksson, sem hringdi í 112 um nóttina.
Málþing um lykilforsendur hagsældar á Austurlandi verður haldið á Egilsstöðum um næstu helgi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, verður á meðal framsögumanna á þinginu.
Dagmar Ýr Stefánsdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaáls og kemur til starfa í í október. Erna Indriðadóttir, sem hefur gegnt starfi upplýsingafulltrúa Fjarðaáls frá því fyrirtækið hóf rekstur, sagði starfi sínu lausu síðastliðið vor og hverfur til annarra starfa.
Höfundur: Gunnar Gunnarsson/Stefán Bogi Sveinsson • Skrifað: .
Í morgun hófst í Héraðsdómi Austurlands aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Friðrik Brynjari Friðrikssyni en hann er ákærður fyrir manndráp af ásetningi með því að hafa ráðið Karli Jónssyni bana í íbúð þess síðarnefnda á Egilsstöðum aðfaranótt 7. maí.
Austfirskir bændur hafa varan á sér eins og kollegar þeirra á Norðurlandi og eru farnir að smala fé sínu til að koma því í skjól undan aftakaveðri sem spáð er um helgina.
Um 45.000 manns hafa undirritað stuðningsyfirlýsingu við „óskerta flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar.“ Vika er síðan söfnin hófst. Bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð hvetja íbúa sveitarfélagsins til að skrifa undir.
Höfundur: Gunnar Gunnarsson/Stefán Bogi Sveinsson • Skrifað: .
Skýrslutökur af rannsakendum í manndrápsmálinu á Egilsstöðum hafa haldið áfram í Héraðsdómi Austurlands nú seinnipartinn. Ljóst er að aðalmeðferð mun ekki ljúka í dag.
Gistiheimilið Hjá Marlín á Reyðarfirði komst nýverið í hóp Grænna farfuglaheimila. Í þann flokk falla farfuglaheimili sem uppfylla ákveðin skilyrði á sviði umhverfismála.
Skólastarfsmaður, sem í sumar var sýknaður af ákæru um líkamsárás og brot á barnaverndarlögum, var ekki færður til innan skóla Fljótsdalshéraðs vegna gruns um harðræði gegn börnum í fyrra starfi.
IIIF frumsýnir sýna fyrstu vörulínu á menningarnótt í Reykjavík á laugardag. IIIF samanstendur af tveimur austfirskum fatahönnuðum og frönskum vöruhönnuði sem vinna meðal annars úr austfirsku hráefni.