Framkvæmdastjóri Þ.S. verktaka á Egilsstöðum er óhress með vinnubrögð Heilbrigðiseftirlits Austurlands sem hugðist beita fyrirtækið dagsektum þar sem olíuskilja væri ekki við húsnæði fyrirtækisins. Hann segir eftirlitið hafa verið með rangar teikningar í höndunum
Forsvarsmenn austfirskra sveitarstjórna hafa áhyggjur af fjármagni til sýslumanns og lögreglustjóraembætta. Ný embætti eiga að taka til starfa um áramót. Þeir hvetja ráðherra til að standa við gefin fyrirheit um óbreytta og jafnvel eflda þjónustu.
Hefja á vinnu við endurskoðun skipulags miðbæjarins á Egilsstöðum í byrjun næsta árs. Fulltrúi minnihlutans kallaði eftir pólitíski stefnumótun um málið á bæjarstjórnarfundi í síðustu viku.
Flutningaskipið Green Freezer liggur enn við bryggju á Fáskrúðsfirði en beðið er eftir betra veðri áður en það verður dregið frá landinu. Enn er óljóst um afdrif Akrafells sem er á Reyðarfirði.
Bjarkey Gunnarsdóttir, sem situr á þingi fyrir Vinstrihreyfinguna- grænt framboð í Norðausturkjördæmi, segir flutning Fiskistofu til Akureyrar ekki vega upp á móti þeim opinberu störfum sem tapist í niðurskurði stjórnvalda á þjónustu á landsbyggðinni.
Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, kallar síðustu kosningabaráttu til Alþingis einhverja þá dýrustu í Íslandssögunni og þjóðin verði lengi að borga af henni.
Heildartekjur eftirlitsaðila og landeigenda af sölu hreindýraveiðileyfa á síðasta ári voru rúmar 133 milljónir króna. Kostnaður Náttúrustofu Austurlands og Umhverfisstofnunar af rannsóknum er áþekkur en Náttúrustofan þarf að afla sértekna til að mæta kostnaðinum.
Framkvæmdastjóri Samkaupa segir að ekki hafi staðið til að loka verslun fyrirtækisins á Borgarfirði eystri. Nýir aðilar tóku við rekstri hennar í morgun.
Steingrímur J. Sigfússon, oddviti Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, lýsir miklum áhyggjum af þeirri stefnu sem sitjandi ríkisstjórn hafi markað með fjárlagafrumvarpi næsta árs. Hann segir greinilegt að menn séu lagðir aftur af stað til áranna 2003-7.
Fyrirtækin ÞS verktakar og Rafey á Egilsstöðum hafa brugðist við kröfum Heilbrigðiseftirlits Austurlands og komið upp olíuskiljum á starfssvæði sínu. HAUST hugðist beita dagsektum ef ekki yrði bætt úr.
Ríflega fjörutíu kindur eru strandaglópar úti í Grímsá í Skriðdal sem vaxið hefur gríðarlega í mikilli rigningu undanfarinn sólarhring. Eigandi kindanna segir ekkert ama að þeim og bíður þess að vatnið í ánni minnki.
Sif Hauksdóttir, skólastjóri Grunnskóla Breiðdalshrepps, hefur verið ráðin verkefnastjóri hjá sveitarfélaginu. Hún og hreppsnefndarmenn munu skipa með sér starfi sveitarstjóra.