Einhvern tíma mun taka að meta tjónið sem varð á flutningaskipinu Akrafelli sem strandaði við Vattarnes aðfaranótt laugardags. Það liggur nú bundið við bryggju á Eskifirði.
Akrafellið, sem strandaði um klukkan fimm í morgun við Vattarnes, var dregið á flot rétt fyrir miðnætti á flóði af fjölveiðiskipinu Aðalsteini Jónssyni.
Allt bendir til þess að Akrafell, skip Samskipa sem strandaði í Reyðarfirði í morgun, hafi siglt á mikilli ferð beint á sker sem liggur örskammt undan landi við bæinn Vattarnes. Mjög gott veður er á strandstað og mikill viðbúnaður.
Sóttvarnarlæknir varar fólk við mikilli áreynslu utandyra á meðan blá brennisteinstvíildismóða liggur yfir Austfjörðum. Gildi sem mældust í gær eru þau hæstu sem mælst hafa í byggð á Íslandi. Mengunin er áþekk því sem gerist í stórborgum.
Haldið verður áfram mælingum á efnum úr hinni bláu móðu sem legið hefur yfir Austfjörðum í dag og í gær. Mælingar í dag sýndu ekki nákvæm gildi en ljóst er að styrkur brennisteinsdíoxíðs (SO²) í mistrinu er undir heilsuverndarmörkum.
Kafarar náðu síðdegis að þétta vélarrými Akrafells, sem strandaði við Vattarnes í nótt. Ef vel gengur að dæla úr skipinu getur verið að reynt verði að ná því á flot um miðnætti. Aðstæður voru slæmar þegar fyrstu björgunarsveitarmennirnir komu um borð í morgun.
Akrafell, skip Samskipa, strandaði á skeri við Vattarnes milli Reyðarfjarðar og Fáskrúðsfjarðar á fimmta tímanum í morgun. Mikill leki kom að skipinu og skipverjar hafa verið fluttir um borð í björgunarskip.
Tugir björgunarsveitamanna af Austurlandi tóku þátt í björgunaraðgerðum flutningaskipsins Akrafells við Vattarnes í gær. Skipið kom til hafnar á Eskifirði klukkan fjögur nótt, um sólarhring eftir að það strandaði.
Engin olíumengun er sýnileg á strandstað flutningaskipsins Akrafells við Vattarnes. Tæki og tól hafa verið flutt á staðinn þannig hægt sé að bregðast við ef olía byrjar að leka úr skipinu.
Rannsókn lögreglu á tildrögum þess að flutningaskipið Akrafell strandaði við Vattarnes snemma í morgun er að sögn á viðkvæmu stigi. Lögregla hefur rætt við skipstjórann og skipverja.
Formaður Samfylkingarinnar telur talsmenn ríkisstjórnarinnar á hálum ís með að slá um sig með flutningi Fiskistofu út á land á sama tíma og þar tapist opinber störf, einkum í heilbrigðiskerfinu. Hann varar við aukinni einkavæðingu í kerfinu.