Guðný Gréta Eyþórsdóttir og Hafliði Sævarsson, bændur í Fossárdal í Djúpavogshreppi, hlutu um helgina Landbúnaðarverðlaunin sem afhent voru á Búnaðarþingi. Á jörðinni er rekin ferðaþjónusta, skógrækt og sauðfjárbúskapur
Mikil snjósöfnun á Austurlandi síðustu daga og vikur hefur orðið til þess að hættulega stutt er orðið upp í raflínur á Fjarðarheiði. Útivistarfólk er hvatt til að fara með gát á austfirskum fjöllum.
Starfshlutfall eina hjúkrunarfræðingsins á Borgarfirði eystri hefur verið lækkað úr 60% í 50% en til stóð að skerða það enn frekar. Hjúkrunarfræðingurinn er eini heilbrigðisstarfsmaðurinn sem sinnir Borgfirðingum frá degi til dags.
Íbúar í Merki á Jökuldal voru sambandslausir við umheiminn í tæpan sólarhring eftir að langbylgjusendir bilaði á Eiðum. Heimilisfólk furðar sig á því af hverju ekki sé hægt að efla fjarskiptasamband við bæinn.
Framboðsmál á Vopnafirði fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor virðast almennt skammt á veg komin. Framboðin eru að hefja undirbúningsvinnuna og vonast til að hún gangi hratt fyrir sig.
Ný Norðfjarðargöng eru nú orðin 770 metra löng sem þýðir að búið er að grafa 10% af heildinni. Grafið hefur verið Eskifjarðarmegin frá en vonast er til að hægt verði að byrja að grafa Norðfjarðarmegin í næstu viku.
Seyðfirðingar eru líkt og fleiri Austfirðingar óánægðir með þá ákvörðun Vegagerðarinnar að fækka tímabundið mokstursdögum á Möðrudalsöræfum úr sex í tvo. Forseti bæjarstjórnar segir óásættanlegt að dregið sé úr þjónustu við samgönguæð sem skipti fjórðunginn miklu máli.
Vopnfirðingar eru svekktir og undrandi á þeirri ákvörðun Vegagerðarinnar að fækka mokstursdögum á Vopnafjarðarheiði úr sex í tvo. Vegagerðin hafnar því að til aðgerðanna sé gripið í sparnaðarskyni. Þetta séu neyðaraðgerðir út af ástandi á vegunum.
Björgunarsveitarmenn úr Vopna á Vopnafirði snéru aftur seinni partinn í gær eftir tuttugu tíma útkall. Farið var til að bjarga ferðalangi sem virti að vettugi allar athugasemdir um lokun á Möðrudalsöræfum.
Anna Alexandersdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú og varabæjarfulltrúi, leiðir lista Sjálfstæðismanna á Fljótsdalshéraði í komandi sveitarstjórnarkosningum samkvæmt tillögu kjörnefndar sem lögð var fram á fundi í gær.
Egilsstaðabúarnir Björn Ármann Ólafsson og Susan Ellendersen voru um tuttugu tíma á leið heim til sín frá Akureyri í vikunni því þau gátu ekki farið yfir Möðrudalsöræfi vegna ófærðar.
Fækkun auglýstra mokstursdaga á Möðrudalsöræfum færir verslun og viðskipti á milli Austur- og Norðurlands áratugi aftur í tímann. Aðilar á báðum stöðum munu missa spón úr aski sínum því væntanlega fara viðskiptin suður á bóginn.