Tæplega fimmtíu manns sóttu stofnfund Framfarafélag Borgarfjarðar – til móts við nýjan dag, sem haldinn var í síðustu viku. Forsvarsmaður hópsins segir hvatann af félaginu koma frá ungu fólki sem sé að klára nám og hafi mikinn áhuga á að setjast að á staðnum.
Héraðsdómur Austurlands hefur sýknað skólastarfsmann af ákæru um líkamsárás og brot á barnaverndarlögum eftir að hafa fært nemenda með valdi úr matsal skólans síðasta haust. Áverkar komu fram á hálsi nemandans eftir atvikið en dómurinn taldi ekki nægar sannanir fyrir að þeir stöfuðu beint frá því.
Góð nýting er á almenningssamgöngum á Austurlandi en Strætisvagnar Austurlands (SvAust) hófu formlega göngu sína í byrjun júní. Það er fyrsta heildstæða almenningssamgöngukerfið sem þjónar fjórðungnum í heild sinni.
Ungur karlmaður var fluttur með sjúkraflugi til Reykjavíkur eftir harðan árekstur tveggja bifreiða sem komu hvor úr sinni háttinni Egilsstaðanesi í hádeginu í dag.
Nýliðinn júnímánuður er einn sá hlýjasti sem mælst hefur á austfirskum veðurstöðvum. Hann var til dæmis sá sjötti heitasti á Teigarhorni frá því mælingar þar hófust árið 1872.
Heilbrigðisráðherra hefur skipað Kristínu Björgu Albertsdóttur í embætti forstjóra Heilbrigðisstofnunar Austurlands til fimm ára. Hún var önnur af tveimur umsækjendum sem sérstök hæfnisnefnd taldi hæfasta í embættið.
Karlmaður á fertugsaldri var nýverið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi Héraðsdómi Austurlands fyrir að hafa á heimili sínu tæp 130 grömm af kannabislaufum. Maðurinn sagðist hafa notað efnin til að útbúa sér róandi te en ekki sem vímugjafa.
Norðfirðingar héldu upp á 90 ára afmæli íþróttafélagsins Þróttar fyrir skemmstu. Fyrrverandi formaður segir forustuna sem félagið hafði um byggingu sundlaugarinnar í miðbænum eitt mesta afrekið í sögu þess.
Innanríkisráðuneytið vinnur nú að greiningu á mikilvægi innanlandsflugs fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Starfsmenn ráðuneytisins hafa undanfarið verið á ferð og flugi um landið að ræða málefni innanlandsflugs við íbúa og fyrirtæki á landsbyggðinni.