Almennt launafólk gæti á næstu misserum þurft að borga niðurfellingu skulda hinna tekjuhærri. Inn á þær brautir virðist umræðan ætla ári fyrir kosningar. Þeir sem misstu fyrri stöðu í hruninu berjast fyrir að ná aftur fyrri lífsstíl. Enn sé þó eftir að leiðrétta hlut þeirra sem fengu þyngsta skellinn og misstu vinnuna.
Forsetaframbjóðandinn Hannes Bjarnason er ánægður með ferð sína um Austfirði þótt heldur fámennt hafi verið á þeim fundum sem hann hafi auglýst. Honum finnst vænt um að hitta fólk og hlusta á það.
Félagar í Náttúruverndarsamtökum Austurlands (NAUST) hafa áhyggjur af því að fuglaveiðimenn sé á ferð með öflugri vopn en löglegt er. Þeir vilja að stjórnvöld herði eftirlit með slíkum vopnum. Þá hafa þeir áhyggjur af aukinni ásókn í eggjatínslu sem geti skaðað fuglastofna.
Félagar í Náttúruverndarsamtökum Austurlands (NAUST) skora á stjórnvöld að herða eftirlit með fuglaveiðum. Þeir lýsa yfir áhyggjur sínum af drápum á friðuðum fuglum og segja heiður veiðimanna í veði verði ekki komið í veg fyrir þau.
Stöðfirðingurinn Ívar Ingimarsson flutti heim fyrir mánuði eftir þrettán ára feril sem knattspyrnumaður í Englandi og er sestur að á Egilsstöðum. Ívar lætur sig austfirsk samfélagsmál varða og tekur virkan þátt í umræðunni. Þá vinnur hann að framgangi hugmyndabankans Ideas-Shared.com.
AFL Starfsgreinafélag stendur fyrir hátíðahöldum um allt Austurland á morgun, 1. maí, á alþjóðadegi verkamanna. 1. maí hátíðarföld AFLs fara fram á eftirfarandi stöðum:
Brýnt er að bæta flugvöllinn á Norðfirði þannig hann þjóni sjúkraflugi. Fella þarf niður um helming fyrirhugaðra ferða þangað vegna aðstæðna. Reykjavíkurflugvöllur er nauðsynlegur til að Landsspítalinn standi undir nafni sem slíkur.
Ásókn í innlandsflug hrynur verði miðstöð farþegaflugsins flutt úr Vatnsmýrinni í Reykjavík. Starfsemin þar hefur löngu sprengt af sér núverandi flugstöð en dráttur hefur orðið á úrbótum.
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, segir það ekki einkamál Reykvíkinga um hvar miðstöð innanlandsflugs eigi að vera í framtíðinni. Sjálfur vilji hann hafa völlinn áfram í Vatnsmýrinni. Hann spáir því að flugsamgöngur verði meira notaðar á næstunni á kostnað bílaumferðar.