Ljót aðkoma að lóðum Síldarvinnslunnar eftir nóttina

Starfsfólki Síldarvinnslunnar í Neskaupstað var brugðið mjög þegar komið var til vinnu í morgun en þá hafði óprúttinn einstaklingur eða einstaklingar gert sér að leik að spæna upp gróin svæði við fyrirtækið með utanvegaakstri í nótt. Bifreið var einnig ekið inn á endurnýjaðan gervigrasvöll heimamanna að næturlagi en engar skemmdir virðast hafa orðið á vellinum.

Lesa meira

Flókið að eiga við kóligerlamengun neysluvatns í Hallormsstað

Íbúar og gestir í Hallormsstað hafa nú þurft að sjóða allt sitt neysluvatn um tæplega mánaðar skeið eftir að sýnatökur úr neysluvatni á staðnum sýndu þar kólígerlamengun í síðasta mánuði. Illa gengur að komast fyrir mengunina.

Lesa meira

Rúmlega 40 framúrskarandi fyrirtæki á Austurlandi

Alls 41 austfirsk fyrirtæki komast á nýbirtan lista Creditinfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2024 en uppfylla þarf fjölda strangra skilyrða til að komast á listann þann.

Lesa meira

„Lítill skóli getur alveg gert stóra hluti“

Verkmenntaskóli Austurlands (VA) hlaut í gærkvöldi Íslensku menntaverðlaunin 2024 fyrir framúrskarandi iðn- eða verkmenntun. Skólastjórinn og aðstoðarskólastjórinn tóku við viðurkenningu vegna þess við formlega athöfn á forsetasetrinu að Bessastöðum.

Lesa meira

Komu hópi ferðamanna til hjálpar á Fljótsdalsheiði

Hópur erlendra ferðamanna óskaði eftir aðstoð björgunarsveita um klukkan 18 í gærkvöldi eftir að þau villtust í gönguferð á Fljótsdalsheiði. Fólkið fannst fljótt og vel eftir að björgunarsveitir komu á staðinn.

Lesa meira

Jafnt á mununum í þjóðarpúlsi Gallup í október

Af litlu munar milli framboða flokka til Alþingis í Norðausturkjördæmi, miðað við þjóðarpúls Gallup í október. Samfylkingin mælist þar stærst en hvert atkvæði skiptir máli í baráttunni um þingsæti.

Lesa meira

Opna ábendingargátt fyrir íbúa Múlaþings

Nýopnuð ábendingargátt á vef Múlaþings skal eftirleiðis auðvelda íbúum sveitarfélagsins til muna að koma hvers kyns ábendingum á framfæri við svið,ráð og stjórnir sveitarfélagsins.

Lesa meira

Stormur í kortunum austanlands snemma í fyrramálið

Allir sem hyggja á bílferðir í fyrramálið ættu að hugsa sig tvisvar um með tilliti til viðvarana sem Veðurstofa Íslands hefur gefið út. Stormi er spáð snemma í fyrramálið um Austurland allt og mun víðar í landinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.