Eitt smit um helgina

Eitt nýtt Covid-smit greindist á Reyðarfirði um helgina. Viðkomandi var í sóttkví og hafði verið í nokkurn tíma. Vonast er til að fleiri smit greinist ekki utan sóttkvíar.

Lesa meira

Jódís: Ekki 100% öruggur þingmaður enn

Jódís Skúladóttir, nýr þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Norðausturkjördæmi, kveðst hafa verið vansvefta og ringluð þegar hann bárust skilaboð um það í gærmorgunn að hún væri orðinn þingmaður. Hún sat síðan sinn fyrsta þingflokksfund nokkrum tímum síðar.

Lesa meira

Logi: Ég er fullur bjartsýni fyrir framhaldinu

Samfylkingin hlaut 10,5% atkvæða í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum um helgina. Flokkurinn tapar því tæplega 4% frá síðustu kosningum og missa einn þingmann en Albertína Friðbjörg Elíasdóttir var jöfnunaringmaður kjördæmisins eftir kosningarnar árið 2017. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir það þó ekki gefa tilefni til mikilla breytinga í forystu flokksins að svo stöddu.

Lesa meira

Jakob Frímann: Fólk virðist hafa kunnað að meta vísitasíuna

Oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi segist afar þakklátur fyrir þann stuðnings sem tryggði flokknum þingmann í kjördæminu í kosningunum á laugardag. Hann telur kosningafundir með tónlistarívafi hafa átt sinn þátt í að tryggja flokknum fylgi.

Lesa meira

Einar Brynjólfsson: Óbreytt ástand bar sigur úr býtum

Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata í Norðausturkjördæmi, náði ekki kjöri á Alþing um helgina. Einar mældist inni sem kjördæmakjörinn þingmaður allt frá því í sumar og í síðustu viku var fátt sem benti til annars en hann næði inn á þing. Hann var því að vonum vonsvikinn þegar Austurfrétt heyrði í honum í dag en hann gerði sér miklar vonir um að ná kjöri. Hann telur líklegt að hann bjóði sig ekki aftur fram til Alþingis.

Lesa meira

Jódís á þing í lokatölunum

Austfirðingar munu eiga tvo fulltrúa á nýkjörnu Alþingi, Líneik Önnu Sævarsdóttur úr Framsóknarflokki og Jódísi Skúladóttur úr Vinstrihreyfingunni – grænu framboði. Þingsæti Jódísar var ekki tryggt fyrr en í lokatölunum.

Lesa meira

Ný könnun: Hverjir eru á brúninni?

Framsóknarflokkurinn mælist með þrjá þingmenn í Norðausturkjördæmi í nýrri könnun MMR sem Morgunblaðið birtir í dag. Fimm flokkar fá einn þingmann hvern í kjördæminu.

Lesa meira

Haraldur Ingi Haraldsson: Fjármálaöflin og sægreifarnir fá enn sterkari stöðu

Haraldur Ingi Haraldsson, oddviti Sósíalistaflokks Íslands í Norðausturkjördæmi, segir úrslit kosninganna vera vonbrigði fyrir flokkinn en hann muni halda ótrauður áfram. Sósíalistar fengu 4,1% atkvæða á landsvísu og náðu því ekki yfir 5% mörkin til að ná inn þingmönnum. Sósíalistar í NA-kjördæmi fengu nákvæmlega sama hlutfall atkvæða og flokkurinn á landsvísu en í könnunum dagana fyrir kosningar var Haraldur Ingi að mælast sem kjördæmakjörinn þingmaður.

Lesa meira

Líneik Anna: Hlakka til að starfa í þrettán manna þingflokki

Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, segir stærri þingflokk hjálpa verulega vinnunni á þinginu. Hún telur eðlilegt að sóst verði eftir það einn ráðherra flokksins úr nýrri ríkisstjórn komi úr kjördæminu.

Lesa meira

Kuml á Seyðisfirði

Kuml hefur komið í ljós við fornleifauppgröft á Seyðisfirði. Í því eru bein manneskju og hests en engir gripir enn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.