


Jólasnjórinn veldur ófærð
Tíma tekur að opna leiðina yfir Fagradal þar sem snjóflóð féll á veginn. Fannfergi veldur vandræðum eystra þannig að messum hefur verið frestað. Nokkur útköll voru hjá björgunarsveitum í gær.
Ísköld og hvít jól eystra
Rúmlega 26 gráðu frost mældist á Brú á Jökuldal skömmu eftir hádegi á aðfangadag. Víðar í fjórðungnum er mjög kalt.
Ríflega 150 úthlutanir úr austfirskum jólasjóðum
Fleiri en 150 úthlutanir hafa í ár verið afgreiddar úr jóla- og velferðarsjóðum á Austurlandi, sem starfræktir eru til að styrkja fólk sem erfitt á með að ná endum saman til að geta gert sér dagamun yfir jólin.
Gul viðvörun fyrir Austfirði á morgun og hinn
Veðurstofan hefur í þriðja sinn á rúmri viku gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna snjókomu og skafrennings. Veðrið gengur ekki niður af alvöru fyrr en um það leyti sem nýárið gengur í garð.
Ekki reynt að opna fjallvegi aftur í dag
Ekki verður reynt að opna vegina yfir Fagradal eða Fjarðarheiði í dag. Gular viðvaranir eru í gildi til kvölds. Lögreglan segir ekkert ferðaveður á Austurlandi.
Úkraínubúar afneita rússneskum jólahefðum
Þorri íbúa Úkraínu ætlar að halda jól á öðrum tíma en vanalega er gert. Stór hluti þjóðarinnar hefur fylgt rússnesku rétttrúnaðarkirkjunni og haldið þau 6. janúar en getur eftir innrásina í febrúar ekki hugsað sér að fylgja rússneskum hefðum.
Staða orkugarðs kynnt í dag
Fjarðabyggð hefur boðað til opins kynningarfundar í dag þar sem farið verður yfir stöðu mála græns orkugarðs sem fyrirhugað er að reisa á Reyðarfirði.
Fært inn í allar götur á Egilsstöðum - Myndir
Í gær náðist að opna inn í allar íbúðagötur á Egilsstöðum eftir mikla snjókomu á jóladag. Bæjarverkstjóri segir að snjómokstur gangi vel en tíma taki að hreinsa bæinn almennilega. Mikill snjór er einnig í Fjarðabyggð.
Gular viðvarnir vegna jólahríðar
Gular viðvaranir hafa verið gefnar út fyrir daginn í dag vegna hríðar á Austurlandi og Austfjörðum. Búið er að loka norður úr frá Jökuldal. Nokkrum jólaguðsþjónustum hefur verið aflýst.
CIP fær 38 hektara lóð utan við álverið
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar mun væntanlega milli jóla og nýárs staðfesta úthlutun á 38 hektara lóð til danska fjárfestingafélagsins Copenhagen Infrastructure Partners (CIP). Á lóðinni stendur til að reisa vetnisverksmiðju sem verður þungamiðja græns orkugarðs.