Fá atkvæði að austan í fyrstu tölum

Hæpið er að atkvæði af Austurlandi verða í fyrstu tölum sem birtar verða úr Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum á morgun. Lokatölur fást vart fyrr en snemma á sunnudagsmorgun, svo framarlega sem vel gengur að koma kjörgögnum á talningarstað á Akureyri.

Lesa meira

Hræðsla við hnúðlaxinn

Mikil aukning varð í veiði á hnúðlaxi í ám á Norðausturhorni landsins. Framkvæmdastjóri Six Rivers verkefnisins segir upplýsingar vanta um áhrif hnúðlaxins á umhverfi sitt.

Lesa meira

Léleg laxveiði í miklum þurrkum

Laxveiði var með minna móti í sumar enda lítið vatn í ánum vegna mikilla þurrka. Ekki er enn ljóst hver langtímaáhrif þeirra verða.

Lesa meira

Gamanleikur um samskipti Pólverja og Íslendinga

Pólsk-íslenski leikhópurinn Pólis sýnir í kvöld leikverkið "Co za poroniony pomysł" eða „Þau hafa ekki hugmynd um hversu slæm þessi hugmynd er!“ í Valhöll á Eskifirði.

Lesa meira

Eitt smit enn

Nýtt Covid-19 smit hefur verið staðfest á Reyðarfirði. Smit þar eru alls orðin 25 talsins á rúmri viku.

Lesa meira

Dásamlegt að geta opnað skólann aftur

Grunn- og leikskólarnir á Reyðarfirði opnuðu aftur í morgun eftir að hafa verið lokaðir í viku eftir að Covid-smit kom þar upp. Enn er hópur starfsmanna í sóttkví þannig meta þarf frá degi til dags hvort hægt sé að halda öllum leikskólanum opnum.

Lesa meira

Hafa áhyggjur af Atlantshafslaxinum

Atlantshafslaxinn er í mikilli hættu samkvæmt verkefninu Six Rivers Project en það kom fram á ráðstefnu sem verkefnið hélt í vikunni. Verkefnið hefur undanfarin tvö ár rannsakað Atlantshafslaxinn ásamt því að rannsaka vistkerfið í kringum veiðiár á Norðausturlandi.

Lesa meira

Alþjóðleg rannsókn á Vesturöræfum

Á Vesturöræfum, vestan Snæfells og austan Jöklu, eru að hefjast rannsóknir á áhrifum ólíkra grasbíta á vistkerfið sem eru hluti af alþjóðlegu samstarfsverkefni.

Lesa meira

Líklegast að einn Austfirðingur komist á þing

Mestar líkur eru á að einn Austfirðingur komist á þing eftir Alþingiskosningarnar á laugardaginn, yrði sá þingmaður líklega Líneik Anna Sævarsdóttir, sem skipar annað sætið á framboðslista Framsóknarflokksins. Þetta kemur fram í kosningaspá Kjarnans sem birt var í gær og er unnin í samstarfi við Baldur Héðinsson, doktor í stærðfræði.

Lesa meira

Meiri þátttaka utankjörfundar en áður

Tæplega 550 atkvæði hafa verið greidd utankjörfundar á Austurlandi fyrir Alþingiskosningarnar á laugardag. Það er meira en venjan er. Sýslumaður telur breytt viðhorf til utankjörfundaratkvæðagreiðslu eiga stóran þátt í þessu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.