Ljóðaslóð sameinar menningu, náttúrufegurð og útivist steinsnar frá Djúpavogi
Forsvarsmenn listasafnsins ARS LONGA á Djúpavogi hafa farið þess á leit við sveitarfélagið Múlaþing að kosta gerð kílómetra langs göngustígs um Langatangann við bæinn en þar vilja þeir í kjölfarið skapa sérstaka Ljóðaslóð þar sem gestir og gangandi geta kynnt sér 150 ljóð eftir 150 skáld frá öllum heimsálfum í góðu tómi.